Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 90
71
áð norðan, og er hugsanlegt, að það hafi verið þann
sama vetur, sem Guðný talar um. Annars er það ó-
vanalegt, að ísskarir sjáist með fjörðum þessum, og
þá að eins upp við fjöruborð. Þess má og geta, að
Drayton-höfnin er svo grunn, að einungis mjór áll er
eftir um háfjöru, og mundi því auðveldlega leggja, þó
ekki festi ís, þar sem dýpsævi er meira. Eigi að síður
er vert að geta þessarar merkilegu undantekningar,
sem slceð hefir einu sinni á 40 árum eða meira. Hitt
er alvanalegt, að knappar á trjám taki að springa út
í febrúarmánuði og vorblómin í fullum blóma um
miðjan marz. Það er og altitt, að menn setji ■ niður
kartöflur um miðjan marz og hepnast það mörgum vel.
Þegar þau hjón, Pétur og Guðný, komu til Birch
Bay, voru þar fáir landnemar og langt á milli þeirra.
Næstu býli við þau voru þrjár mílur í burtu. Alt var
landið í stórskógi og víða blautt. Þegar Guðný heim-
sctti nábúa sína, kvaðst hún hafa orðið að stytta sig,
eins og siður var kvenfólks á íslandi. Einmanalegt
var þar oft, þar sem maður hennar vann oftast í skógi
við að fella tré fyrir sögunarmyllur, og hún var ein
heima með börn sín, stundum bæði nætur og daga.
Sérstaklega er henni ein nótt minnisstæð Hún hafði
lesið míkið um Indíána, og fátt gott; meðal annars
það, að þeir matreiddu við elda undir beru lofti. Eitt
lcvöld sá hún reyk af éldi niður við fjörðinn, skamt
frá heimili sínu. Bjóst hún við hinu versta, og að
eigi mundi hún lifa til næsta dags; — auðvitað væru
það Indíánar, sem elda þá kyntu, og myndu þeir. er
náttaði, brenna og myrða hana og börin. Hún sofn-
aði ekki dúr alla þá nótt. En enginn vegur var að
komast með börnin til næsta nágranna. Nóttin leið
samt svo, að ekkert bar til tíðinda. Næsta kvöld kom
bóndi hennan heim; hló hann að ótta hennar og full-
vissaði hana um, að hér væi'u engir herskáir Indíánar.
og reyndist henni það satt að vera.
í Birch Bay bjuggu þau hjón þar til Pétur lézt
1916. Brá Guðný þá búi, leigði landið fyrst, en seldi