Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Blaðsíða 92
73
keyptu í félagi 40 ekrur af landi. Helgi var þar ein-
ungis eitt ár eða svo, seldi sinn hluta landsins hér-
lemdum manni, sem síðar seldi það aftur Jóel. Seinna
flutti Jóei inn til Blaine, bygði sér þar gott hús; þar
misti hann konu sína nokkru seinna. Sjálfur dó hann
1 júlí 1923. Hánn var ættaður úr Suðursveit í Horna-
firði í A.-Skaftafellssýslu. Kom að heiman ásamt
konu sinni í sama hóp og Guðný Lee og tengdabróð-
ir hans Hjörleifur 1883; flutti til Grafton. N. Dak. og
var þar þangað til hann fór vestur að hafi. Hann var
dugnaðarmaður hinn mesti, áreiðnlegur til orða og
verka. Hann lét allar eignir sínar eftir sig til fram-
færslu aldraðri konu, sem annaðist konu hans, er
hafði verið aumingi og blind síðustu ár æfi sinnar, og
síðan sjálfan hann þar til hann lést.—Guðný Lee seg-
ir, að Jóel hafi verið þriðji íslendingurinn í ofan-
nefndu bygðarlagi — komið þangað næst á eftir sér.
Má því ætla, að það hafi verið um aldamótin. — Hann
var fæddur 1848.
Magnús Þórarinsson er fæddur 27. júlí 1856 að
Ytri Rauðamel í Eyjahreppi í Snæfellsnessýslu, og
þar uppalinn hjá foreldrum sinum, sem voru: Þórar-
inn bóndi Árnason og Gróa Jónsdóttir, Andréssonar
smiðs frá Öxl í Breiðuvík s. s. Móðir Gróu þessarar
var móðursystir séra Þorleifs prófasts Jónssonar í
Hvammi í Hvammsveit— afa Dr. Ágústs Bjarna-
sonar í R.vík og þeirra systkina. Frá foreldrum
sínum fór Magnús vestur um haf árið 1883. Honum
samferða varð heitmey hans, Elízabet Daníels-
dóttir, fædd að Klungur-Brekku 'á Skógarströnd.
Foreldrar hennar voru: Daníel ívarsson frá Kletta-
koti og Sesselja Jónsdóttir, ættuð úr Dalasýslu. El-
ízabet misti föður sinn snemma, en var með móður
sinni þar til hún var átta vetra. Varð þá móðir hennar
úti ásamt elztu dóttur sinni. Eftir það var Elízabet
hjá ýmsum—alin upp á hlaupum, eins og fleiri í þá
daga. Þegar hún var enn þá ung, fór hún vestur, eins