Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 94
7o
fullorðins aldri, komu, auk hans, vestur um haf;
voru það: Árni Þórarinsson, sem lengi bjó í Austur-
Selkirk, nú dáinn, og Sigurður, til heimilis í Win-
nipeg. Elizabet á eina systur á lífi, Guðríði Laxdal,
sem getið er hér á öðrum stað. — Þau hjón, MagnQs
og Elízabet, eru bæði dugandi fólk, og þrátt fyrir
barnahóp sinn munu þau nú vel efnuð og geta mætt
ellinni róleg og boðið henni byrginn.
Jóhann Straumfjörð, er fæddur 1873 í Hrísdal í
Miklaholtshreppi i Hnappadalssýslu. Kom hann með
foreldrum sínum að heiman 1876 og fluttist með þeim
norður til Nýja íslands1—til Mikleyjar og seinna til
Engeyjar. Foreldrar hans voru: Jóhann Elíasson
Straumfjörð, smáskamtalæknir og mikilmenni á flest-
an hátt, og kona hans Kristbjörg Jónsdóttir frá Hlíð
í Hnappadalssýslu. (Sjá ætt þeirra og æfiferil í Alman.
1912, eftir Jón Jónsson frá Sleðbrjót.) Snemma fór
Jóhann yngri að vinna fyrir sér sjálfum með útivinnu,
eins og þá var títt um yngri menn. Hann erfði að