Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 95
7G
ýmsu leyti hagleiksgáfu föður sins, varð góður smið-
ur á tré og járn. Hann kvæntist ungur, Björgu dóttur
Kristjáns Jóhannessonar og Kristjönu Stefánsdóttur
Jónssonar, sem lengi bjó að Jónsnesi í Mikley í Nýja
íslandi. Það var árið 1895. Sex ár voru þau hjón í
Selkirk. Fluttu þaðan vestur að hafi 1901, keyptu 40
ekrur af skóglendi við hliðina á Hans Hanssyni ('getið
hér síðar, reistu þegar myndarlegt heimili og
hafa búið. þar síðan. — Jóhann hefir lengi barist við
heilsuleysi, en þrátt fyrir það hefir þeim hjónum
farnast vel, og hafa lengi verið talin með efnaðri ísl.
lendingum hér —, Björg var fædd 1877 á íslandi; kom
með móður sinni og fereldrum hennar til Ameríku um
1878. Faðir hennar dó heima á íslandi. Hún ólst upp
með móður sinni og seinni manni hennar í Austur-
Selkirk; ruddi sér sjálf braut þar til hún varð skóla-
kennari, en giftist. bráðlega. Hún cr vel greind og
búkona mikil. Fyrstu árin eftir að þau hjón komu
vestur, vann hún á niðursuðuhúsunum og varð að
sækja þá vinnu frá 5 til 7 mílur á reiðhjóli kveld
og morgna. Var þá börnum og búi að sinna, áður en
hún fór og eftir að hún kom heim. Var Jóhann þá
illa haldinn af vanheilsu þeirri, er svo lengi hefir þjáð
hann af og til. Þetta dæmi er tekið til að sýna, að
hér sem annars staðar hafi ísl. konur ekki legið á liði
s:nu, þegar þörfin krafði liðs og sjálfsafneitunar. Þó
mun það mála sannast, að fáar konur hafi sótt vinnu
lengra en Björg. — Börn þeirra hjóna eru: May Krist-
bjó'rg, kona í Californía; Jóhann Franklín, háskóla-
genginn kandídat; Halldóra Kristjana. gift og til heim-
ilis í Bellingham; Lillian Grace, kennir í skóla, og
Ásta Ruby, heima. Börnin eru öll vel gefin og hafa
cll gengið mentaveginn að vissu marki, nema elzta
dóttirin, sem eðlilega þurfti snemma að hjálpa sér og
’reldrum sínum, meðan örðugleikarnir voru mestir.
Samt hefir hún alþýðuskólamentun og er vel gift. ___
— Bæði hafa þau hjón unnið vel að íslenzkum félr.gs-
málum, sérstaklega safnaðarmálum.