Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 97
78
frá þemur börnum. Alls áttu þau níu börn, sem ntl
eru öll dáin, nema einn sonur, sem Gestur heitir —
kvongaður og býr í Sylvana. Ein dóttir Péturs, sem
Ólöf hét, náði fullorðins aldri, giftist Kristjáni Krist-
jánssyni, nú til heimilis í Fort Prairie, B.C. Ólöf er
dáin fyrir nokkru og lét eftir sig tvö börn.
Frá N.-Dakota flutti Pétur til Seattle árið 1902 og
dvaldi þar kringum átta ár; þau árin vann hann á
járnverkstæði og þótti þar liðtækur verkmaður. Á
þeim árum keypti hann 40 ekrur af landi í Birch Bay,
um 8 mílur frá Blaine. Á þetta land flutti hann sig
árið 1910 og hefir búið þar síðan. — Pétur hefir verið
heljarmenni að burðum, talinn snjallastur glímumaö-
ur sinna tíma. Hann er ágætis verkmaður, smiður góð-
ur á járn o. fl.; fáskiftinn og fáorður, en drengur góð-
ur. Lífið hefir leikið hann hart—tekið flest ástmenni
hans frá honum i blóma lífsins, en okilið hann eftir
einan sem' einmana eik í útbrunnum skógi. Mynd sú,
cem fylgir, er tekin af honum sextugum. Hún sýnir,
hve mikið er enn eftir af honum, betur en nokkur orð
geta gjört. — Pétur er landnámssmaður í Nýja íslandi,
Norður Dakota og Washington-ríkinu — hvarvetna
'brautryðjandi. Einhverjir hafa notið og munu enn
njóta verka hans. En allir, sem hann hefði eðlilega
bezt unt að njóta þeirra — að undanteknum einum
syni, sem lifir, hafa numið lönd í öðrum heimi.
Sveinbjörn Tryggvi Soffóníasson er fæddur að
Grund í Svarfaðardal í Eyjafjarðarsýslu 11. okt. 1862.
Foreldrar hans voru Soffoníás Jónsson, af hinni vel-
kunnu Laugalandsætt, og Soffía Björnsdóttir Bjarna-
sonar, sem lengi bjó á Grund í Svarfaðardal. Soffía
móðir Sveinbjörns og séra Zoffonías í Yiðvík í Hjalta-
dal voru systkynabörn. Foreldrar Sveinbjörns bjuggu
lengi á Bakka í Svarfaðardal, og þaðan druknaði fáðir
hans, þegar Sveinbjörn var 12 ára. Eftir það var
hann enn nokkur ár hjá móður sinni, sem giftist aftur
og hélt áfram búskap. — Árið 1886 kvongaðist Svein-