Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Qupperneq 98
79
björn. Kona hans er Snjólaug Runólfsdóttir ísaks-
sonar, sem lengi bjó á Hreiðarstöðum í Svarfaðaraal,
og Margrétar Jónsdóttur Björnssionar, brcður Björns
á Grund, afa Sveinbjarnar. Móðir Margrétar vai'
Gróa Þorleifsdóttir, ættuð frá Pálmholti í Möðruvalla-
sókn, Eyjafjarðarsýslu. Gróa þessi var orðlögð gáfu-
kona. Snjólaug er fædd í ágúst 1862, var hjá for-
elárum sinum þangað til hún giftist.
Þau hjón, Sveinbjörn og Snjólaug, fóru vestur um
háf 1888, og héldu þegar norður í Víðinesbygð í Nýja
íslandi. Þar voru þau sex ár; þau ár vann Svein-
björn ýmist að fiskiveiði eða smíðum. Þaðan fluttu
þau til Austur-Selkirk, leigðu land og bjuggu þar i fjög-
ur ár. Þar leið þeim all-vel — komu upp góðum gripa-
stofni og eignuðust duglega vinnuhesta, sem Svein-
björn vann með fyrir sig og aðra. Frá Austur-Selkirk
fluttu þau hjón, ásanit Þorláki Þorlákssyni, til Peach-
land, B.C., og voru þar eitt ár. Heyrt hafði hann, aö
þar væri auðugir námar, og mun það hafa valdið aö
rniklu leyti ferð þeirra þangað vestur. En það reynd-
ist á annan veg. Þaðan fluttu þau hjón til Kilowna,
B.C., og vcru þar fjögur ár. Þann tíma vann hann
eingöngu við smíðar. Árið 1901 fluttu þau sig til
Biaine, keyptu 14 ekrur af skóglandi og settust þar að.
Nú eiga þau ágætis heimili, landið alt hreinsað og
ræktað og þeim líður vel, þrátt fyrir langvarandi
heilsubilun og ýms áföll. — Börn hafa þau átt átta;
af þeim lifa nú fimm. Þau eru: Margrét, gift Eng-
lendingi, og Robert, giftur hérlendri konu, bæði til
heimilis i Vancouver, B.C.; Soffía Aðalheiður, gift
innl. manni, býr í Oakland, Cal.; Anna, gift, býr í
Blaine; Franklin, heima. Tvo sonu fullorðna hafa
þau mist, Tryggva og Árna, hina efnilegustu menn.
Að ýmsu leyti er saga þessara hjóna sérkennilega
merkileg, Það, sem hér er sagt, eru tæplega aðal-
drættirnir. Bak við er í einkennilegum hlutföllum
sigur og tap. Bæði eru þau vel gefin, merkar persón-
ur og ágætir starfsmenn.