Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 101
82
Glenboro og bjó þar átta ár. Þá flutti hann til Win-
nipeg og hafði þar greiðasölu í fjögur ár. Árið 1902
flutti hann vestur að hafi og keypti 40 ekrur nokkuð
fyrir sunnan Blaine og settist þar að. Eftir skamma
dvöl þar misti hann heilsuna og eftir tveggja ára sjúk-
dóms lézt hann—Börn höfðu þau hjón átt sjö, voru þrjú
dáin á undan föður sínum. Þau, er þá lifðu, voru: Sús-
anna, gift hérlendum manni og býr nokkrar mílur frá
Blaine; mun Súsanna hafa verið ein af allra fyrstu Is-
lendingum, sem fóru gegn um miðskóla þessa bæjar.
Lára, gift hérl. manni, en er nú látin; hún var ein af
fegurstu ísl. konum, sem hér hafa sézt. Adolph og Al-
bert, báðir fulltíða menn og heima hjá móður sinni.
Sigríður, ekkja Árna Valdasonar, er dóttir Árna
Rögnvaldssonar og Halldóru Benjaminsdóttur,'—hann
ættaður úr Dalasýslu, hún úr Borgarfjarðarsýslu. Móð-
ir Halldóru, en amma Sigríðar, var Guðný Blöndal.
Sigríður ólst upp hjá Þorbergi Fjeldsted og kom með
honum að heiman; kyntist hún Árna Valdasyni í Wln-
nipeg og þar giftu þau sig. Þau hjón lifðu saman í 24
ár. Eftir lát manns síns flutti Sigríður til Blaine og
hefir verið þar síðan. Hún er vel gefin og hefir verið
framúrskarandi fögur kona.
Þorgeir Símonarson er fæddur 1. ágúst 1864, að
Hraunshjáleigu í Ölvesi í Árnessýslu. Foreldrar hans
voru Símon Einarsson frá Sigluvík í Landeyjum í Rang-
árvallasýslu og Hólmríður Magnúsdóttir Magnússonar
B’einteinsonar bónda á Hrauni i Ölvesi. Hólmfríður
þessi var bróðurdóttir Gísla Magnússonar, kennara við
latinuskólann i Reykjavík og þeirra bræðra. Þorgeir
ólst upp með foreldrum sínum að mestu. Kom vestur
um haf 1886, var þá þrjú ár í Winnipeg. Árið 1889 fór
hann vestur að hafi, var næstu árin í Seattle og þar um
slóðir. Árið 1892 fór hann austur aftur og var þá
nokkur ár í Winnipeg og eitthvað út í nýlendu þeirri, er
Big Point nefnist. Árið 1895 fór hann vestur aftur og
var þá enn í Seattle og nærliggjandi bæjum. Á þeim