Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Side 103
84
ávinurinn sé yfiruninn og þau systkin talin úr hættu.
Þorgeir er að ýmsu vel gefinn maður, hefir gefið
sig töluvert við sveitarmálum og lætur vanalega til sín
taka við kosningai', og hefir oft fleiri járn í eldi, en
bændur alment gjöra. Heimili þeirra hjóna er þekt að
gestrisni og greiðasemi og fyrirmynd að reglusemi í
öllu. Börnin eru og öll sérlega vel gefin.
Sigurður Bárðarson er fæddur 1851, 12. júní, á
Litlahrauni í Kolbeins-
staðahreppi í Hnapp-
dalssýslu. Foreldrar hans
voru Bárður smiður Sig-
urðssonar smiðs, Þor-
steinssonar smiðs, fálka-
fangara á Valshamri á
Skógarströnd, Þorsteins-
sonar Illugasonar, bróður
Benedikts ríka í Hrapps-
ey og Þorsteins, föður
galdra Lofts. Þessir þrír
bræður voru synir Jóns
Péturssonar í Brokey, Pét-
urssonar úr Arnarfirði
vestur, og Sólveig Árna-
dcttir á Borg í Miklaholts-
hreppi, smiðs, Jónssonar
smiðs í Kálfárdal í Breiðabólsstaðarhreppi í Húna-
vatnssýslu, bróður séra Björns í Bclstaðarhlíð, synir
Jóns Ökonomussonar Hólaráðsmanns Árnasonar,
Þorsteinssonar, Benediktssonar, Björnssonar, Magn-
ússonar, Björnssonar á Melstað Officialis Jónssonar
biskup Arasonar.
Sigurður var hjá foreldrum sínum fram undir tví-
tugsaldur; kom vestur um haf 1886, þá ekkjumaður
og settist að í Winnipeg. Sigurður er völundur að
hagleik, eins og hann á kyn til, og lagði strax fyrir
sig smíðavinnu. En smíðavinna hans tók skjötan