Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Síða 108
89
séra Bergs Bergssonar í Bjarnanesi í Hornafirði.
Móðir Ástríðar var Sigríður Sigurðardóttir frá Borg
á Mýrum. Fyrri maður Ástríðar var Ólafur Thorlací-
us Bjarnason. Þau komu að heiman 1902 og lézt Ól-
afur það sama ár. Frá því hjónabandi á Ástríður
einn son, sem heitir Ólafur Thorlacíus—nú fullorðinn.
Þau hjón, Guðjón og Ástríður, fluttu frá Winni-
peg til Vancouver, árið 1907 og voru þar tæpt ár.
Þaðan fóru þau til Blaine 1908, keyptu 30 ekrur suð-
ur frá bænum og reistu þar bú. Þar hafa þau búið,
þar til 1925 að þau leigðu land sitt, en keyptu olíustöð
og verzlun utan við bæinn og eru þar nú með börnum
sínum, sem eru þrjú: Hlífar Gestur, Sólveig Aðalheið-
ur og Margrét Sigríður, öll efnileg. — Bæði eru þau
hjón dugleg og drífandi, sitt upp á hvorn máta; hann
smiður góður og yerkmaður mikill að hverju sem hann
gengur, þar til og með kvæðamaður með afbrigðum.
Hún er saumakona og búfrokur. Þau komast vel af,
þrátt fyrir þau áföll, sem þau hafa tvisvar orðið fyrir
af eldsvoða.
Jón Árni Magnússon Árnasonar og Kagnheiðar,
dóttur Nielsens, sem einu sinni var factor á Skaga-
strönd, er fæddur 1859 á Blöndubakka í Refasveit í
Húnavatnssýslu og alinn upp á þeim stöðvum. Hann
flutti vestur um haf árið 1885, var þrú ár í Winnipeg,
flutti þaðan til Victoria, B.C., árið 1888. Þar var hann
fimtán ár. Þann tíma rak hann mjólkursölu og mun
hafa farnast vel. Árni trúir ekki á að vinna fyrir
aði-a, og hefir svo hagað til, að hann hefir lengst af
verið sinn eigin húsbóndi og hepnast það vel. Hann
flutti frá Victoria til Blaine 1903, keypti þegar 94 ekr-
ur af landi og borgaði út. Árni bygði þegar gott hús
og’ hefir hann búið þar srðan. Alt var landið í skógi,
þegar Árni kom þangað. Tuttugu ekrur hefir hann
selt, og hreinsað aðrar tuttugu, eða þar um. Lengi
hafði hann álitlegan fjárhóp. Nú hefir hann lógað