Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Page 113
94
’ ndunnar. Þar áöu menn iíSulega á leicSinni úr kaup-
staö. Þar var ætíS gott að’ koma. Fólki var tekið þar
með opnum örmum hinnar sönnu, íslenzku gestrisni. t
>ví, sem ööru, voru hjónin í fremstu röS og samhent.
Húsið sjálft var eins og örugt virki. ÞaS var stórt, og
vel frá því gengið og hlýtt. í kring um þaÖ og öll út-
hýsi, sem voru mörg, var há og þétt rimla-giröing, hag-
lega gjörö, og var þar jafnan gott hlé í kafalds-byljum
cg hinum þrálátu skafrenningum, sem þar eru á vetrum
á sléttunni. En þar sást “ljós í hríðinni", sem húsfreyj-
n hafði 'kveikt, til þess aS lýsa vegfarendum leiö. Og
sjálf var hún ljós hússins síns, blóm þess og kóróna. —
Hús þetta minti á hin fornu höfuöból á íslandi, því að
þar var í orðsins fylstu merkingu stórmannlega hýst og
höföingsskapur á öllu. Um hver einustu jól var mörgu
fólki boöið þangaö, og var þar ætíö góður fagnaður og
rausnarlega veitt. Og víst munu þeir, sem þar komu,
aldrei gleyma þeim björtu gleðistunduni. Þeir munu
jafnan minnast hinna góöu Austmanns-hjóna nieð hlýju
hugarþdi—munu minnast hinnar góðu og elskulegu
húsfreyju nieð hræröu hjarta og innilegu þakklæti.
Eg heyrði fólk segja það, að það hefði haft gott af
því, að kynnast Þóru, að þaö heföi. orðið betra fyrir það.
Eg hevrði merkan og rnætan mann enskan, sem í nokk-
ur ár var í nágrenni við Austmanns-hjónin, segja það,
að hann hefði aldrei kynst betra fól'ki, en þeim hjónum
og börnum þeirra, og aö hann heföi gott álit á íslend-
ingum yfirleitt, af því að hann hefði kynst þessu fólki.
—Það eignaðist líka fjölda af góðum vinum, bæði ]^ar i
nýlendunni,, og eins eftir að það flutti til Winnipeg.
Og eiginlega urðu allir, sem nokkuð kyntust því fólki
'>g skildu ]íað rétt, innilegustu vinir þeirra. Og það gat
heldur ekki öðru vísi verið, því að það hafði svo marga
og mikla mannkosti og var vinfastara. en fólk gjörist
flest. —■ Þeir eru margir (og þar á meðal er eg), sem
með sanni geta kallaö það velgjörða-fólk sitt.
Eitt var það sérstaklega, öðru frarnar, sem Þóra har
fyrir brjósti, eftir að börnin hennar komust á skóla-