Almanak Ólafs S. Thorgeirssonar - 01.01.1926, Síða 119
100
Dönsk dœmisaga.
Á heiöskírum vormorgni byrjaði könguló ein að
byggja hús sitt á brómberjarunni. Hún strengdi þræði
sína milli greinanna fram og aftur. Þar ofan á óf hún
svo verkstæði sitt og íbúSarhús. Allan liðlangan dag-
inn var hún önnum kafin, en aö kveldi var verkinu líka
lokið.
Um voriö og langt fram á sumar bjó hún þarna í ró
og næöi og þreifst vel af því, sem hún aflaði. Hún
haföi búið sér til gott net þegar í byrjun og alt lék í
lynd'i.
Ööru hvoru fór hún i eftirlitsferöir, herti á hnútum
og endurbætti hér og þar, eftir því sem þurfa þótti, og
hélt öllu i góðri röð og reglu. Dag einn, er hún var í
einni slíkri eftirlitsferö, rakst hún á stóran þátt, sem
henni þótti eitthvað athugaverður. Nam hún því staðar
og hugsaði sig um. Alla hina þræðina þekti hún. Þeir
lágu allir grein af grein, eða af grein í vefinn sjálfan,
hver og einn virtist hafa sína ákveðnu þýðing. En þessi
virtist byrja í miðju neti hennar og liggja eitthvað út í
geiminn. Hún hafði að vísu tekið eftir þessu áður, en
í dag athugaði hún það með siérstakri nákvæmni. Þessi
þráður virtist alls ekki hafa neina þýðingu, og gagnslausa
og fánýta hluti er ávalt bezt að losna við. Hún ákveð-
ttr því, hvað gera skuli — hleypur til og bítur þennan
leyndardómsfulla þráð í sundur.
Samstundis hrundi hið margbreytta hús saman og
féll til jarðar. Þráðurinn, sem hin vitgranna könguló
hafði bitið í sundur, var sá, sem mest reið á af þeim
öllum — þráðurinn að ofan.
Bygð úr einu tré.
í borginni Santa Rosa, í California, er ljómandi falleg
Htil kirkja, sem var bygð einungis úr einu rauðviðartré.
Þessi skógarrisi var 18 fet að þvermáli og gaf af sér um
/8,000 fet af timbri, auk þúsunda af þakspónum, sem
kirkjan var klædd með. Þegar kirkjusmíðinni var lok-
fð, voru enn eftir sextán þúsund þakspónar. Tréð var
um átta hundruð ára gamalt. Kirkjan rúmar 200
manns.