Afturelding - 01.05.1945, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.05.1945, Blaðsíða 6
AFTURELDING stönginni, meðan við ókum áfram. Þaft var eitthvað í ólagi, svo hann átti í stöðugri hættu með að yfir skipti af sjálfu sér. Og ef það liefði allt í einu skipt um aftur á bak, á meðan bíllinn var á fullri ferð fram á við, þá liefði mikið slys komið fyrir bæði á bíl og farþega. Heilagur Andi talaði til mín fyrir þetta atvik og benti mér um leið á orðið í Jóh. 2, 1—2: „Þetta skrifa ég yður, til þess aö þér skuluö ekki syndga og jafnvel þótt einhver syndgi, þá höf- um vér árnaðarmann lijá Föðurnum Jesúm Krist liinn réttláta, og hann er friðþæging fyrir syndir vorar og ekki einungis fyrir syndir vorar (Guðs bamanna), Iieldur líka fyrir syndir alls heimsins“. Köllun Guðs og frelsi er þetta, að vér skulum ekki syndga. Á með- an við vorum ófrelsuð, þá var það syndin, sem leiddi alla þessa bölvun inn í líf okkar. En sem endurfædd Guðs börn, er það vilji Guðs, að viS skulum jram bjóSa oss GuSi, sem lifnaSa frá dauSum, og limi vora GuSi sem réttlœtisvopn. (Róm. 6, 13). Nú hefir Guð þó í sinni vizku og náð skilið, að einhver gæti þó lirasað og syndgað. Þess vegna gefur hann ekki aðeins áminning um að syndga ekki, heldur einnig bendir á möguleikana til nýrrar hreinsunar, og skilyrðið er: „aS ef vér játum syndir vorar, þái er Hann trúr og réttlátur og fyrirgefur oss syndirn- ar og hreinsar oss af öllu ranglæli“. (1. Jóh. 1, 9). „Deyðið því limina, sem við jörðina eru bundnir“, þýðir ekki, að við skulum lieyja vonlausa baráttu við syndina. Þvert á móti, við skiilum lialda okkur frá syndinni fyrir kraft dauða Krists á krossinum, og standa fastir í þessu dýrðlega frelsi. (Gal. 5, 1). Þessi kapítuli sýnir okkur einnig, að hinn nýi maS- ur á aS endurnýjast og þroskast. Þetta, að vera dá- inn syndinni, þýðir ekki, að maðurinn sé alfullkom- inn, eins og Kristur var. Postulinn segir: „Þér hafiS íklæSst hinum nýja manni. sem endurnýjast til full- kominnar þekkingar, samkvœmt þess mynd, sem hann he.fir skapa&“. Takið eftir: Hinum nýja manni, sem endurnýjast. Eins og allt heilbrigt líf þarf stöðugrar endurnýjunar, svo einnig andlega lífið. Þegar litið er á afstöSu okkar í Kristi, sem er af einskærri náð, vegna friðþægingardauða Krists, þá notar Biblían mörg kröftug orð: „GuS hefir upp- vakiS oss áisamt Honum og búiS oss sœti í himin- hæSum ásamt Honum“. (Ef. 2, 6). „Við erum helg- aðir með fórnargáfu líkama Jesú Krists í eitt skipti fyrir öll“. (Hebr. 10, 10). Ef við tökum þessi og mörg önnur ritningarorð, J)á væri liægt að slá því föstu, að ef við höfum fyrst tekið á móti Kristi, })á þurfti ekki meira með, })ar sem það stendur: „um aldur fullkomnaSir“, en við megum ekki gleynta skilyrðinu, sem fylgir. Það er til þeirra, sem verða helgaðir. Hér liöfum vér lykilorðið, bæði fyrir þetla og önnur svip- uð orð. Fyrir fórnardauða Krists erum við orðnir hluttakar í fullkomleika lians. Við geluin tileinkaö okkur hreinleika hans og heilagleika, trúfesti og kær- leika. Látum okkur verða Jeremiasi samferða í hús leir- kerasmiðsins og sjá, hvernig liann vinnur verk sitt við kringlurnar. (Jer. 18, 1). Það eru tvær vanar hend- ur, sem grípa um leirinn, hnoða liann lítið eitt og setja liann svo fastan við kringlumar og fer að snúa þeim. Hvað gerist þar? Augu leirkerasmiðsins livíla á verkinu milli lianda hans. Hanli brosir, því hann hugsar um hið fallega ker, sem hann ætlar að húa til eftir fyrirmyndinni, sem hann hefir í lniga eða á teikningu fyrir framan sig. Markmið lians er að gera verkið nákvæmlega eftir fyrirmyndinni. Það er eins og hann þegar í leirnuin sæi liina fögru mynd full- komnaða. Kerið, sem er í liuga lians eða á teikning- unni, er fullkomið og gallalaust. Og það er einmitt það, sem við erum í Kristi, þegar við tileinkum okk- ur verðleika lians. Svo lengi sem við lielgumst hon- um, ummyndumst eftir hinni fögru fyrirmynd, svo lengi sem við tileinkum okkur meira af hinni dýrð- legu mynd Krists í huga og h'fi, svo lengi verkar fullkomleiki lians í okkur. Gætum við liugsað okkur leir nieð vilja- og athafna- frelsi? Getum við liugsað, að hann vildi vera óánægð- ur yfir aðferðinni eða að liann vildi skjóta sér und- an liöndum meistarans og snúa aftur til leirholunn- ar? Ef svo væri, myndi aldrei hugmynd meistarans, viðvíkjandi þessum leiri, verða framkvæmd. „En minn hinn réttláti skal lifa fyrir trúna; og skjóti liann sér undan, þá hefir sála mín eigi geðþekkni á hon- um. En vér erum ekki undanskotsmenn til glötunar, heldur menn trúarinnar til sáluhjálpar“. (Hebr. 10, 38—39). Ég mun skrifa þér eitt bréf enn um þetta efni, en mig langar til að taka fram eitt dæmi enn, áður en ég enda mál mitt. Það cru til skýringar á því, að þó að við séum ný sköpun í Kristi Jesú, þá er það liægt að ná meiri fullkomnun. Við skulum atliuga Fil. 3. kap, „Ekki er svo, að ég liafi þegar náð því eða sé þegar fullkominn“. (12. v.). „Þetta liugarfar skul- um því allir vér hafa, sem fullkomnir erum“. (15. v.) Það er auðskilið, að póstulinn á liér við fullkom- leika í tvenns konar merkingu, því að liann myndi annars komast í mótsögn við sjálfan sig. Maður getur ekki verið fullkominn og ófullkominn í sömu merk- ingu samstundis. En ef við tökuni til dæmis lítið barn, sem er vel- skapað og fallegt, })á getur maður með réttu sagt, að það sé fullkomið sem barn. En það er þó ekki fullkominn maður. Á saina liátt er liægt að segja um nýendurfæddan mann, að hann sé, eins og hægt er að húast við, af nýendurfæddum að vera, en þar með er ekki sagt, að hann sé fullkominn og fullreyndur 22

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.