Afturelding - 01.05.1945, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.05.1945, Blaðsíða 9
AFTDRELDING UR GOIMIIUIMI BLOÐUN Nú, þegar Hvítasuniiulireyfin^in er meira og meira að ná viðurkenninfíu sem f rumkristileg Heilags Anda-vakning, er fróðlegt að sjá umsögn blaða uiii |)að, er Hvítasunnuhreyfingin brauzt út í Noregi 1906—7. 1 „Frækornuin", gefnum út í Reykjavík 10. febr. 1907, er þessi lýsing: „Einliver hin merkilegasta andlega lireyfing geng- ur nú yfir Kristjaníu og meira eða minna yfir allan Noreg, og vér álítum sjálfsagt að segja lesendum vor- um eittlivað frá Jiessu, enda þótt ekki sé bægt að svo stöddu að leggja nokkurn rökstuddan dóm á j>að, sem við ber. Um lítið annað er talað nú á dögum um all- an Noreg, og dómarnir eru næsta mismunandi. Vér skulum bér reyna að skýra sem réttast frá þessum undarlegu viðburðum eftir síðastkomnum erléndum blöðum. „Aftenposten“ í Kristjaníu segir svo frá: Leiðtogi hreyfingarinnar er meþódistaprestur, að nafni Barratt. Hann er vel Jiekktur af margra ára starfsemi, sem prestur í meþódistakirkjunni í Krist- janíu, og eins frá starfi meðal hinna umkomulausu og fátæku í Kristjaníu. Hann er einn af þeim mönn- um, sem meþódistarnir bera mest traust til. Hann er mjög mælskur maður, liefir gjört sér mikiö far um að bæta kjör smælingjanna og. liefir átt sæti í bayjar- stjórn liöfuðstaðarins. Vér áttum í gær (7. jan. 1907) tal við hann. Hann kemur ekki fram sem ofstækismaður (sværm- er), er eðlilegur og tilgerðarlaus, geðslag hans létt og glaðlegt. Hann brosir gjarnan og er kátur, en hann talar með miklum álirifum og eins og sá, er örugga trú hefir á J»ví, sem hann segir, enda J>ótt áheyrend- urnir séu sumir hverjir efablandnir um réttmæti |)ess. —- Barratt segir: „Ærlegur liefi ég alltaf viljað vera .... Þegar ég byrjaði að starfa hér, sá ég brátt, að með hinu gamla lagi mundum vér ekki ná til mannanna. Þess vegna bvrjaði ég á „borgarkristniboðinu“. Og það lieppnaðist. En það sá ég, að vér Jmrftum að fá nýtt og stórl liús fyrir starf vort, aöalstöð, og liana vildi ég nefna „Hákonarhöll“, bafði fengið leyfi kon- ungs til þess. Fór svo til Ameríku til Jiess að safna fé í |)ví skyni. Það eru nú J»rjú misseri síðan. Nú befi ég verið heima í tvær vikur. Samkomur J»essar bafa staðið yfir í 10—12 daga, og samt liefi'r lirevf- ingin gripið um sig með undra krafti. Það gekk illa að safna peningum. Ég bað Guð innilega um lijálp, bað tímum saman. Loksins var J)að eins og mtinnur minn lokaðist. Ég lagöi allt í Drott- ins hönd. Niðurbeygður af vonbrigðum mínum, fór T. B. Barratt á eldri-árum. ég — J>að var í New York að rannsaka mína eigin persónulegu afstöðu til Guðs og mína eigin andlegu starfsemi. Ég komst út í voðalega baráttu .... Allt lagði ég fyrir fætur Drottins, stöðu, starf, ærugirni — allt, og þetta varð uppbafið að liinum mikla og persónulega sigri, sem ég vann. Þá grét ég og bló af gleði. Eg heyrði um hina miklu andlegu vakningu í Los Angelos í Kaliforníu, og ég fann, að það hlyti að vera unnt að fá hinn sama kraft og postularnir á Hvítasunnudag. Og ég fór að leita bans. Og loks var ég skírður svo mikilli skírn Aiulans, að enda |>ótt líkami minn væri eins hraustur og nokkurn tíma áður, hristist ég eins og hrísla. Eldur brann í líkama mínuni. Ég vonaðist eftir að öðlast eldtung- urnar, það að geta talað annarlegum tungum, en J)að liðu fimm vikur, áður en það varð. Það var á sam- komu. Ég vildi bafa J»að beima, en Drottinn vildi mig út. Merkilegra befi ég alilrei reynt á ævi minni. Nú vilja menn ekki trúa neinu, sem stríðir móti venjulegum náttúrulögum. En maður má trúa því, sem maður vill. Ég bað maiin nokkurn að leggja liönd sína á liöfuð mér og biðja, ei’ns og gerðist á döguin postulanna. Þá fann ég til kraftar, sem var svo mikill, að ég féll niður á gólf. Meðvitundinni bélt ég j»ó allan tímann. Því næst bað ég mann frá Noregi og prestkonu frá Los Angelos um að biðja fyrir mér. Og óðar en þau byrjuðu að biðja, fóru raddfæri mín að starfa á allt annan hátt en áður. Menn báðu mig að tala. En ég svaraði: Nei, það skal ekkert sjálfgert vera í J)essu. Ef það er svo, að Gui 25

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.