Afturelding - 01.05.1945, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.05.1945, Blaðsíða 11
AFTURELDING Sjáið konu þessa Þegar þeir tímar koma — oí; við vornirn, að þeir séu nú þegar við dymar — að fagnaðarboðskapurinn fær meira rúm hjá J>jóð okkar, getur okkur sézt yfir margan manninn, sem |>á er genginn veg allrar ver- aldar, en liefir með bænum sínum átt verulegan þátt í J)ví, að styðja málefni Guðs Jrangað á götu fram, sem J)að er nú komið. Það er ekki trúlegt að Guð vilji að við gleymum Jæssum mönnum nú, Jregar við ber- um kornbundin beim í lilöður bans af þeim akri, sem þeir liafa sáð með tárum sínum og bænaand- vörpum. Síðastliðið vor kom ég að Tungu, sem er fyrir botni Skutulsfjarðar, og borfði J)aðan út til Isafjarðarkaup- túns. Minntist ég ])á Sigríðar Halldórsdóltur í Tungu, sem dó þar árið 1923, eftir eljusaman og merkan ævidag. Sigríður Benediktsdóttir á Isafirði bafði sagt mér nokkuð frá Jiessari konu, sem J)á rifjaðist upp fyrir mér. Og nú, þegar starf Drottins á Isafirði liefir náð fastari tökum, er það ekki að fara afleiðis, þótt nokkurra atriða sé minnzt frá síðustu ævistundum J)essarar merku konti. Sigríður í Tungu var ein þeirra fáu sem sjá það, sem höfuðatriði sannrar farsældar að lifa í nánu sam- félagi við Drottin sinn og Frelsara. Eii J)að var meira en að liún sæi nauðsyn ])ess. Hún breytti líka sam- kvæmt J)ví. Löngu óður en Nisbet bóf andlegt starf á ísafirði, á frjá lsum grundvelli, var kona þessi búin að uppgötva leyndardóm trúarinnar og lifði sam- kvæmt því. Hafði bún gengið inn í þjónustu bænar- innar og vildi ekki gefa Guði ró, fyrr en bann sendi trúarvakningu til ísafjarðar. Bænasvar Guðs til bennar var svo koina Nisbets til ísafjarðar, |)ví að þar með bófsl blómlegt andlegt starf á Isafirði um nokkurra ára skeið. Þá var Sig- ríður í Tungu orðin aldurhnigin og sat nú eins og liauksmóðir á bjargi og fagnaði bverri nýrri frétt, sem henni barsl utan frá Isafirði um J>að, að menn og konur væru að gefast Drottni. Þegar vakningin í starfi Nisbets var sem mest, kom Sigríður Benedikts- dóttir í beimsókn til nöfnu sinnar í Tungu. (S. B. býr enn á Isafirði og hefir leyft mér að skrifa þetta). I þetta skipti gat bún sagt margar uppörfandi fréttir af starfinu og J>ar á meðal J)að, að hún sjálf væri búin að gefa sig Kristi. Þetta þóttu Sigríði Halldórsdótlur fagnaðarfréttir iniklar, en sagði ])ó jafnbliða með djúpúðgri yfirvegun, að })að ætti eftir að sjá miklu meiri bluti en Jætta á Isafirði. Sumpart munu þau spádómsorð hafa komið fram í starfi Nisbets, sem enn um skeið var blómlegt, en sumpart geta þessi orð bafa náð til J)ess, sein nú er að gerast vestur J)ar og mun gerast í framtíðinni. Því fremur dettur mér þetta í bug, sem Sigríður var framsýn um margt og kemur að nokkru fram bér á eftir. Síðustti sex ár ævi sinnar lá Sigríður rúmföst. Hafði bún dottið og brotnað í mjöðm og lá eftir Jiað. Ef um Jiað var talað við hana, að bún ætti erfitt að liggja svona, vildi bún ekki á það lilusta. Eitt sinn bafði kona nokkur vikið viknandi orðum að J)ví, bvað ])etta væri J)ungbært fyrir bana að liggja svona alltaf. Þá svaraði liún: „Uss, minnist ekki á þetta, J)egar ég er umvafin náð Guðs og kærleika vina minna!“ Síðasta súmarið sem bún lifði, fékk Sigríður Bene- diktsdóttir orð frá benni, um miðja víku, þar sem bún biður hana að finna sig sem allra fyrst. Sigríður Benediktsdóttir bafði mikið annríki um Jiessar mund- ir og sá engar líkur til J)ess að geta fundið liana fyrr en á sunnudag. Þó var sá dagur mjög ólieppilegur vegna J)ess, að J)á voru alltaf svo inargir gestir í Tungu, og }iví svo örðugt að fá aðstöðu til þess að liafa kyrrláta stund til að íliuga Guðs orð og biðja, en það vissi liún að var ósk nöfnu liennar. Vildi nú svo merkilega til, að aðfaranótt laugardagsins vaknar S. B. klukkan 5 um nóttina, og er J)á eins og Drott- inn tali við liana og segi: „Farðu í dag inn að Tungu“. Hún klæðir sig })egar í stað og gengur með liinu mesta kappi að verkum sínum og lýkur þeim nauðsynleg- ustu J)að snemma, að hún getur farið af stað klukkan 2 um daginn. Þegar inií eftir kom, var Sigríður í Tungu jafn liress og liún átti venju til og var mjög glöð. Umtalsefnið var Kristur æfinlega og eins nú. S. B. las fyrir liana 53. kapítula Jesaja spámanns og svo báðu þær. Þegar J)ær böfðu átt lieilaga og endur- nærandi stund þarna fyrir augliti Guðs, gaf SigríÖur Halldórsdóttir nöfnu sinni J)að í skyn, að nú mundi bún eiga skammt eftir, og lýsti }>á ásýnd hennar mjög af friði og gleði. Bað bún nöfnu sína þess, að gráta ekki við jarðarför sína, })ví að slíkt ætti ekki við, þar eð liún lifði þá lieima bjá Kristi. Næsti dagur var sunnudagur og kvaðst liún J)á vera búin að liugsa sér að láta syngja á undan búslestrinum sálminn „Guðs son mælti: Grát J)ú eigi“ (lnin lét ávalt lesa Guðs Orð á hverjum sunnudegi). En liún kvaðst ekki enn vera búin að ráða }>að við sig livaða sálm hún skyldi láta syngja á eftir lestrinum. Þegar kveðjur böfðu farið fram og S. B. var geng- in fram að dyrum, kallar nafna hennar til hennar og segir henni að koma, því að liún ætli að leggja bless- un Guðs yfir hana, áður en þær skilji í J>etta skipti. Þá kraup S. B. hjá rúmi liennar og liin lagði hendur sínar yfir bana og bað blessunar Drottins yfir liana með bænlieitum orðum. Þegar J>ess er gætt, livílíkar raunir komu yfir starf Drottins á Isafirði eftir Jietta, sýnist bafa J)urft sérslaka blessun Guðs til }>ess að líða ekki skipbrol á trú sinni fyrir Guðs börn þar. 27

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.