Afturelding - 01.05.1945, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.05.1945, Blaðsíða 16
AFTURELDING Kaflar úr bréfum Ung stúlka, sem býr langt inn til dala, skrifar á þessa leið: Ég fékk svo sterka köllun til að skrifa þér (Á. E.), að mér fannst ég mega til að lilýðnast henni. Ég bý fremst fram í N. N. og er því langt frá öllum trúuðum vinum, en ég hefi huggun í Biblíunni minni. Ég les hana mikið, þegar ég liefi frístundir frá vinnu minni. Lof og þökk sé Frelsara mínum fyrir það, að taka mig í sátt við sig, áður en það var orðið of seint og náðartíminn á enda. Það er svo undursamlegt að mega kallast Guðs barn og leitast við að vera það í sannleika. Ég bið Drottin að varðveita mig í frels- inu og gefa mér styrk, þegar mín er freistað og ég finn líka, að liann gerir það. Ég er beðin að reykja, fara í leikbús og dansskemmtanir o. fl., en Guð hefir gefið mér sigur yfir öllum þessum freistingum og liann gerir mig sterkari og sterkari í sér .... Ég vona að mér hlotnist einhverntíina sú náð, að mega verða að einhverju gagni í víngarði Drottins . . . .“ ★ Ungur maður, sem er án samfélags við trúað fólk, skrifar: „. .. . Ó, hve það er gott og nauðsynlegt að vera frelsað Guðs barn á þessari vondu, yfirstandandi öld. Það er enginn friður, ekkert öryggi annars staðar en í örmum Drottins. Þetta finn ég nú alveg sérstaklega. .... Ég hlýt að undrast og þakka stórlega Drottni mínum og Frelsara, að liann elskaði mig og gaf mér náð til ða sjá synd mína og taka á móti fyrirgefandi náð til að sjá synd mína og taka á móti fyrirgefandi hugðarefni fyrir mig .... .... Ég hefi verði að lesa bréf Ólafíu sálugu Jó- hannsdóttur. Það sem mér finnst mest einkenna þau, er ábugi bennar fyrir málefni Guðs. Hún var mjög hrifin af Spurgeon og sagði við eitt tækifæri, að liún hlakkaði til að sjá hann í guðsríki. Afstöðu þeirri, sem Ólafía tók til hvítasunnuhreyfingarinnar, þegar Barratt kom frá Ameríku, lýsir bún með nokkrum orðtim. Segir hún í því sambandi, að hreyfingin liljóti að vera frá Guði „þegar sálir komi til Jesú og frels- ist“. Ennfremur segir hún: „Og þegar maður les það, sem Barratt skrifar, um Andans skírn, finnst inér maður hljóti að sannfærast um hreinskilni hans“. Og enn segir hún: „Að mörg kirkjufélög eru á móti lireyf- ingunni, er engin sönnun fyrir ógildi hennar. Jafn- vel mörg Guðs börn eru svo ldinduð af trúarjátning- um og inndrukknum skoðunum annarra, að þau eru hálf blind“. Þannig farast þessari merku konu orð. Mér finnst þetta lýsa auðmýkt liennar til Guðs og eimiig því, að hún er laus við þetta bindandi, dauða form, sem færir alla eðlilega guðsdýrkun í fjötra. Mætti Guð gefa málefni sínu mikilbæfa menn og konur á borð við Ólafíu .... .... Ég reyni, eins og Guð gefur mér náð til, að útbreiða ríki lians og í raun og veru trúi ég því, að Guð noti vitnisburð minn liér, einliverjum til bless- unar. Mér finnst, að það muni verða aðalefni lífs míns hér eftir, að vitna um Frelsara minn. Sannar- lega veitir ekki af, að Guð fái notað alla þá krafta, stóra og smáa, sem hann liefir yfir að ráða, líf okk- ar allt þarf að vera stöðugt á lians altari . . . .“ ir Hjón á Austurlandi skrifa: ,,. . . .En livað þið vor- uð væn, að koma hingað til okkar í sumar og boða okkur fagnaðarerindið um Krist. Okkur finnst allt miklu bjartara síðan og Guð vera enn nær okkur en áður, enda þótt við fyndum oft nærveru lians. Dýrmæt gjöf var Bililían frá ykkur. Við lesum í henni á bverju kvöldi og það veitir okkur svo mikinn styrk og liuggun .... Indælt væri, ef við ættum eftir að fá að Iieyra ykkur tala ineira við okkur út frá Orði Guðs ....“ ir Kona í góðri stöðu skrifar: Ég liugsa oft um þær indælu og ógleymanlegu stundir, er við átt- um saman í Jesú nafni í sumar. Það hefir alltaf verið mín beitasta þrá, frá því að ég var barn, að vera þar, sem Drottins orð er talað.. Og innst í sál minni þrái ég ekkert meira en að ganga á vegi Guðs og gera bans blessaða vilja .... Ég er stundum að bugsa um það, Iivað það væri yndislegt ef menn hopuðust saman á liverju kvöldi og vitnuðu um Drottinn sinn og Frclsara, og lofuðu liann, eins og þið gerið í livíta- sunnusöfnuðinum. Það blyti að vekja mennina meira og auka kærleika þeirra til Guðs. Þegar ég finn Anda Guðs streyma um sál mína, óska ég oft eftir því, að inega vera sameinuð mörgum trúuðum vinum, því að það er svo miklu erfiðara að vera svona ein með trú sína . . . .“ Á. E. VJTNIÐ I ORÐUM OG VERKUM. Ef þér gjörið ekkert annað í framkomu yðar en að sýna liina dýrmætu afleiðingar náðar Guðs, þá liafið þér breytt vel. Ef þér bafið innrætt félögum yðarsann- indi, sem yður sjálfum eru dýrinæt, og reynið að segja mönnunum: „0, að þér þekktuð þennan frið!“ Það veitir yður óumræðilega gleði, að hitta þá í dýrð, seni liér hafa laðast að Kristi með svona einföldum ráðum. Spurgeon. 32

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.