Afturelding - 01.08.1945, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.08.1945, Blaðsíða 6
AFTURELDING £G NAM STAÐAR Nokkru áður en ég gaf Kristi líf mitt, talaði Drott- inn til mín gegnum eftirfarandi draum? Mér þótti ég vera á gangi á breiðum og ójöfnum vegi. Á aðra liönd vissi ég af stóru og straumþungú fljóti, sem virtist rífa al)t með sér, bæði laust og fast. Kenndi ég þá undarlega mikils ótta við það, að ég ætti á hættu að dragast að fljótinu og í það, ef svimi gripi mig. Datt mér þá í bug, að eina úrræðið fyrir mig, væri að nema staðar og biðja Guð að sýna mér, bvaða veg ég ætti að ganga, því að ef til vill væri ég ekki á réttum vegi. lÉg spennti nú greipar, lyfti augum inínum til liimins og bað þessum orðum: „Góði Guð, vísaðu mér á rétta veginn“. Á sömu stundu sé ég örmjóan veg, rétt lijá mér, sem ég bafði ekki tekið eftir áður. Vegur þessi var beinn og undra fagur. Jafnframt tók ég eftir því, að ég þurfti að stíga eitt skref niður fyrir inig, ef ég ætti að komast inn á veginn. En þar sem ég bafði beðið Guð að sýna mér rétta veginn og sá þenna veg um leið og ég liafði lokið bænarorðum mínum, þá ályktaði ég, að það væri Guðs vilji, að ég gengi þenna veg. Ég stíg því niður á mjóa veginn og um leið varð ég alveg full- komlega örugg í hjarta mínu og óttalaus. Heyrði ég þá ekki lengur í hinum þunga fljótsnið og um leið vaknaði ég. Um þessar mundir var andlegu lífi mínu þannig háttað, að ég bafði sótt kristilegar samkomur á mörg- um stöðum og var vöknuð upp að nokkru leyti. Eink- um hafði ég sótt samkomur í Betel í Vestmannaeyj- uin, en alltaf fundizt vegurinn þar of mjór, til að taka afstöðu með Kristi á þeim stað. Þó fannst mér fólkið í þeim söfnuði eiga miklu beitari trú og njóta meiri gleði í trúarlífi sínu, en annars staðar sem ég þekkti til. Þetta dró mig því oftar á samkomur þang- að en annað, enda var ég lífsglöö að eðlisfari og var því næm fyrir því, bvort hinir trúuðu áttu gleði í björtum sínum eða ekki. —- Líka var það niður- dýfingarskírnin, sem binn garnli maður boldsins gat ekki fellt sig við. Nú kom draumurinn aftur og aftur fram í liuga minn. Ég þóttist skilja, að bið mikla fljót, væri heim- urinn, sem vildi seiða mig til sín áframbaldandi. En mjói vegurinn væri lieils hugar ákvörðun með Kristi. Og þetta eina skref niður á veginn, sem ég tók eftir í draumnum, var það ekki vatnsskírnin? Þegar þetta fór að valda mér meiri og meiri um- hugsun, kom mér í bug, að gera eins og ég gerði í draumnum. Ég lyfti bjarta mínu til Drottins og bað bann að sýna mér þann rétta veg, sem bann vildi að ég gengi, því að ég gat ekki bugsað til þess, að bera svona mikið vandamál uiidir ráð manna. Ég vildi fá vissuna beint frá Guði, svo að ég þyrfti ekki að óttast efasemdir, sem kynnu að koma eftir á, um það, að ég hefði gert rétt. Jafnframt því, sem ég fór að biðja Guð meira um þetta, fór ég að lesa Biblíuna miklu meira en ég liafði áður gert. Sá ég þá brátt, að niðurdýfingarskírnin var efalaust bin rétta skírn. Svo koin að því, að ég var alveg orðin sannfærð um það, að kenning bvítasunnumanna væri samkvæmt Ritningunni og skildist mér þá um leið,. að eðlilegt væri, að það væri meiri læging í heims- ins augum að fylgja þessum vegi, af því að liann væri nær Guði. Þetta jók mér meiri djörfung, því að innra með mér var eitthvað sem sagði, að ef ég ætl- aði að verða trúuð kona, þá skyldi ég verða það af öllu lijarta. Loks kom sá dagur, að ég ákvað að gefa mig Kristi. af öllu lijarta og tók svo skírnina í Drottins nafni., og samkvæmt fyrirmynd sjálfs Frelsarans. (Mat.t. 3, 13—17). Eitt skref niður á við frá almenningsálitinu og formkristindómi, það gaf mér Jiá gleði, sem orð fá ekki lýst. Nú fann ég það, að ég var komin inn á mjóan veg að vísu, en undur fagran og sléltan. Ó, ef þeir, sem vaknaðir eru upp í lijörtum sínum, af áhrifum Guðs Anda, eins og ég var, vissu iivað unaðslegt það er, að lilýðnast Guði, þá myndu þeir flýta sér að hlýðnast lionum! Þeir gætu ekki hugsað sér að vera án gleð'innar, sem lífið í fótspor Krists befir að gefa. Með frelsinu í Kristi hafði ég öðlast mikla gleði og sælar tilfinningar. En þegar Guð skírði mig í sínuin Heilaga Auda síðastliðinn vetur, þá varð gleði mín blátt áfram yfirfljótanleg. Alveg eins og tunga inín mælti fram ókunnugt tungumál, þannig virt- ist mér lijarta mitt öðlast- nú alveg ójiekkta gleði, miklu dýpri og sæluríkari en ég þekkti áður. Orð Guðs liefir orðið mér miklu yndislegra en áður, bæn- in blessaðri og friðurinn dýpri. Nú finnst mér, sem mig langi til að kalla til allra manna og biðja Jiá að snúa sér til Krists, því að líf- ið með lionum er |>aö sæluríkasta líf, sem hægt er að öðlast bér á jörðu. Ég þekki, bvað það er, að lifa með heiminum. Ég þekki vansæluna og friðleysið eftir bverja tilraun, sem gerð er til að finna gleði sína þar. Ó, hvílíkur munur að leita gleðinnar í sam- félaginu við Krist! Þar finnur maður liina varan- legu gleði og lífsbamingju. Það geta jteir bezt vitn- að um, sem reynt bafa og er ég ein hin minnstn af Jieim. GuSrún Jónsdóttir, Veslrnanriaeyju m. 38

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.