Afturelding - 01.10.1945, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.10.1945, Blaðsíða 5
AFTURELDING Hönd Guös. Abraham er kallafiur af Gndi. SÁ STAÐI.W ÁLENGDAR Hefir þú Iialdið af stað? Já, ég geng x'it frá því, að þú Iiafir lieyrt Orð Guðs, tekið á móti því og haldið af stað. — En hvert? Nú skulum við Jieyra lýsinguna á Abraliam: „Og Abraliam var árla á fótum næsta morgun .... tók sig upp og hélt af stað ....“ Ef lýsingin á hlýðni Abrahams liefði ekki náð lengra, hefði hún verið nákvæm tjáning á trúarlífi margra Guðs barna. Þau eru árla á fótum næsta morgun, eftir að Guð liefir talað til þeirra, — Guði sé lof fyrir það! Þau eru lirifin inn að hjartarótum. Samtalið við þau, get- ur, ef til vill, byrjað um daginn og veginn, en það er sveigt og beygt þangað til það snýst allt um Jes- úm. Eins og allar leiðir lágu til Róm, svo liggja allar leiöir þessara kæru Guðs barna að hinum mikla miðdepli — Jesú. Þarna logar fyrsti kærleikurinn á lampa sínum. Og hermt væri rangt, ef ekki væri sagt, að Guðs hörn þessi hefðu haldið af stað.. En eins og það er ekki fullkomin lýsing á hlýðni Ahra- Iiams, svo finnum við ekki heldur neina fyrirmynd í þessiun orðum: liélt af stað. Taktu eftir hvað þau eru óákveðin. Þau gefa rúm fyrir allar leiðir, nema trúi, að þessi hjón muim alls ekki fara á mis við laun sín. Ég ætla ekki að liafa þessar línur fleiri, þó að mörgu mætti við bæta af minningum þessara heilögu daga, en um leið og ég sendi öllum bræðrum og systrum, sem þessar línur lesa, kærar kveðjur, j)á vil ég segja það að enga hjartans gleði veit ég meiri en þá, að fá náð til að vera ein í þeim lióp, sem tilheynr Drottni Jesú. Þvílík tign að vera hans. Líklega skilj- um við ekki til fulls hversu stórt jtað er, að hann. sem er Konungur konunganna og Droltinn drottn- anna skyldi elska okkur svo lieitt, að hann kevpti okkur með dýrmæta hjartablóðinu sínu, frá synd og dauða til að erfa með sér dýrðarríki himnanna. Mættum við öll, minnúg þessairar fórnar hans, sækja meira og meira frain á helgunarbrautinni, svo að við gætum orðið dugandi víngarðsmenn til að salna sam- an uppskeru lians. GuSrún Jónsdóttir. J>á, sem lieitir úkveSin leiS. Mannshjartað, ósnortið af Guði, er sem sporhaugur fyrir allar leiðir, nema eina: Guðs leið. Þess vegna les ég með atliygli: „Og Abraham var árla á fótum næsta morgun .... tók sig upp og liélt af stað, þangaS sem GuS sagSi honum“. Það var mögulegt, að Orð Guðs hefði komið lil Abrahams og liann tekið á móti j>ví, verið árla á fótum næsta morgun, húið sig að heiman nákvæmlega eins og liann gerði, gengið jafnlangan áfanga fvrsta daginn, gengið annan daginn til enda, byrjað þriðja daginn með sömu kostgæfni, séð staðinn álengdar, — en J)á snúið við eða gengið á svig við hann. En J)á liefði Ahraliam, frá þeim degi, orðið annar maður, maður með þverrandi Guðs hlessun í lífi sínu. Hann liefði orðið eins og liálfmótað ker, sem fallið liefði iir hendi leirkerasmiðsins. — Það liefði verið eins og eí Jóliannes skírari hefði dáið áður en hann kom á þann stað, sem liann benti á Krist: „Sjá, Guðs Lamb- ið, er her synd heimsins“. Það liefði veriö eins og ef lærisveinar Ivrists liefðu aldrei náð að vera „allir saman komnir á einurn stað“ til að öðlast hvítasunnu- blessunina. Það hefði verið eins og ef Jesús hcfði aldrei náð að skírast í Jórdan og segja: ,,.... })annig ber okkur að fullnægja öllu réttlæti“, eða ef hann hefði dáið áður en hann komst til Golgata og sagði: „Það er fullkomnað“. I ráðsályktun Guðs, með trúarlíf harna sinna, hvers og eins, er inöguleiki að ná jiessari einkuun: þaS er fullkomnaS. A3 vísu fyllir ekki trúarlíf nokk- urs manns út í jafn alliliða ramma og líf Krists. En allt fyrir það markar Guð, hverjum og einum, fvrir stað, sem honuin er ætlað að ná til, eftir þeim rnæli, sem Kristur hefir fyrir gjöf sinni (Ef. 4, 7). Ákvæði Guðs, annars vegar, og möguleikar manns- ins liins vegar, eru eins og tannhjól í vél, sem gríp’a hvert inn í annað. Heyrum Orð Guðs: „Því aö vér eruin smíð lians, skapaðir fyrir samfélagið við Ivrist Jesúm, til góðra verka, sem Guð liefir áður fyrirbúið, til jiess að vér skyldum leggja stund á J)au“ (Ef. 2,10). Uppliaflega erum við sköpuð þannig, að við svörum nákvæmlega til ákveðinna verka, ákveð- inna markmiða í Guðs ríki, eftir að frelsið er orð- 53

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.