Afturelding - 01.12.1945, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.12.1945, Blaðsíða 7
AFTURELDING r Himi mikli spekingur Salómon segir svo í 22. kapí- tula Orðskviðanna: „Gotl mannorð er dýrmætara en mikill anður“. Þessi setning er verð íhugunar. Þegar ég lít yfir ástandið á meðal þjóðar okkar, þá finnst mér J>að á margan liátt mjög ömurlegt. Mér keniur ])að þannig fyrir sjónir, að mikill ])oiri manna sé búinn að missa virðingnna fyrir sjálfum sér. Sómatilfinningin virðisl t. d. vera orðin á mjög lágu stigi hjá mörjgum. Ef við höfum opin augun og erum ærleg, enda þótt við dæmuni ekki neinn, verðum við að horfast í augu við btiran sannleikann í þessu efni. Margir ráðamenn þjóðarinnar virðast vera búnir að sjá, að ])að stefnir að siðferðishruni, ef engin breyting verður á. Hvað eigum við að gera? Hvað eigum við lil bragðs að taka? Þessi liróp stíga upp frá lijörtum allra þeirra, sem elska og unna þjóð sinni. Já, frá vörum allra hugsandi manna heyrum við þetta hljóma og það er nauðsynlegt. En betur má, ef duga skal. Trú mín er sú, að ekkert annað en andleg vakn- ing frá liinum lifandi Guði geti bjargað og breytt ástandinu í þjóðlífinu. Menn og konur þurfa að vakna upp og gera iðrun og veita krafti kristindóms- ins inngöngu í líf sitt. I fagnaðarerindi Krists er krafturinn, sem getur frelsað, leyst og endurreist fallna menn. (Róm. 1, 16). Þar er aflið, sem getur gefið sigur yfir öllum tælandi girndum og syndum. Mennirnir þurfa að snúa sér til ICrists. Hann er hin einasta von heimsins enn í dag. Hann liefir þennan undursamlega, yfirnáttúrlega kraft að gefa okkur einmitt nú. Leiðin er opin, trúin á Krist er tengiliðurinn. Þú, sem lest ])essar línur, gefðu ])ig Kristi og hann mun gerbrcyta lífi þínu. Farðu síðan, sem liðsmað- ur hans, út á meðal vina þinna og landsmanna og reyndu að fá ]>á til að gera slíkt hið sama. Þannig er eðli hins heilbrigöa kristindóms, að fórna sér fyrir aðra og lijálpa þeim. Þetta er sú bezta, og raun- ar hin einasta leið til andlegrar viðreisnar. Ekki af því að ég, mlgur maður, segi það, heldur vegna ]>ess að hinn eilífi, góði Guð hefir lagt leiðina þannig til frelsunar og farsældar fyrir alla menn og reynsla þúsunda staðfestir þetta. Ef vikið er frá þessuní sannleika, sem ér opinber- aður í Orði lians, Biblíunni, verður syndih og hnign- unin afleiðingin. Guð lijálpi liverjum manni til að þekkja vitjunartínia sinn á meðan hann hefir ljósið, svo að myrkrið komi ekki yfir liann, og vonleysið, scm fylgir því að hafna tækifæri sínu. lí IÞIESSU ILÍIFII Mig langar að segja nokkur orð frá minni eigin reynslu, ef það gæti orðið einhverjum til lijálpar. Á unglingsárum mínum varð ég þess var, að h'f mitt var öðruvísi en það átti að vera. jÉg fann hvernig heimurinn og syndin með áhrifavaldi sínu vihli draga mig til sín, og hvern- ig eyðileggingaröflin tóku jafnliliða til starfa í lífi mínu. Jafnhliða fann ég sterkan vitnisburð innra með mér um það, að svona mætti það ekki ganga, því að þá myndi líf mitt missa marks og verða án velþóknunar Guðs. En livað átti ég að gera? Sjálfs- bjargarhvötin vaknaði og ég fór í eigin krafti að heyja baráttuna gegn liinu illa, sem var að draga líf mitt niður í svaðið. En livað ákveðinn, sem ég reyndi að vera til að velja og gera liið góða, þá gerði ég oftast hið illa, sem ég þó vildi ekki gera. Fleiri hafa líklega líka sögu að segja. En svo kom björgunin. Þegar ég var 17 ára gam- all sneri ég mér til Krists og bað liann að frelsa mig frá þessu öllu og syndum mínum. Ég bað lianii að gefa mér kraft til að lifa sigrandi lífi fyrir utan synd og saurugleika. Og liann lieyrði bæn mína, hon- um sé lof og dýrð! Síðan eru 8 ár og Drottinn hefir varðveitt mig allan þann tíma og gefið mér sigrandi líf dag livern. Nú spyr ég þig, vinur minn, vilt þú ekki reyna ]>essa miklu trúfesti Jesú Krists líka? Kom þú til lians, liann vill hreinsa líf þitt með blóði sínu af allri synd og saurugleika og gefa því fagran brag og blæ. Þá verður ])ú Guðs barn og góður þjóðfélags- þegn um leið, þjóð þinni og landi til sóma. Keppum ekki eftir veraldlegum auði, því að fall- valtleiki lians er mikill, lieldur eftir góðu, óflekk- uðu mannorði og unifram allt eftir velþóknun Guðs. „Ef þannig einhver er í samfélagi við Krist, er liann ný skepna, hið gamla varð að engú, sjá það er orðiö nýtt“. II. Kor. 5, 17. Jóhann Pálsson. i 71

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.