Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 2
AFTURELDING ans, að Guð býður okkur að hafa samfélag við sig um allt sem mætir okkur á iþessari nýju leið. Og meira en það. Hann segist fara á undan okkur lil þess að ráða vegi okkar. Hann ætlast ekki til meira af okkur en að við komum á eftir honum, þann veg, sem hann velur okkur að ganga. Við eigum að beina sjónum dkkar til hans, veita því athygli, hvar og hvernig hann gengur fram. Gerum við það, vaka augu hans yfir okkur. Við skiljum, að við erum aldrei ein á veginum. Við erum undir um- hyggju hans hverja stund. Hann ræður bæði byrjun og endi vegferðar okkar allt árið, allt lífið. Hvílíkur örugg- leiki að vita þetta! En svona hefur Guð opinberast börnum sínum á öll- um öldum. Eins og var, hann er í dag. Hann hafði ekki fyrr leitt fólk sitt út úr Egyptalandi, en þessi umhyggja kemur í ljós fyrir börnum hans. Þau höfðu ekki verið heila nótt á ferðinni, fyrr en við heyrum þessi orð: „En Drottinn gekk á undan þeim á daginn í skýstólpa, til að vísa þeim veg, en á nóltunni í eldstólpa, til að lýsa þeim, svo að þeir gætu ferðast nótt sem dag.“ — 2. Mós. 13, 21. Ljós og skuggar skiptast ávallt á í lífi Guðs bama. Það skiptast á dagur og nótt. En hér stóð, að eldstólpinn átti að fara á undan þeim, „svo að þeir gætu ferðast nótt sém dag“. Þetta er að lifa í vernd Drottins. Þetta er að ganga á hans vegum. Þá er hægt að halda áfram nótt og dag. Dagurinn verður aldrei svo heitur, að við getum ekki haldið áfram, og nóttin aldrei svo dimm. í Markúsar guðspjalli 10. kafla segir frá för Jesú og lærisveina hans til Jerúsalem í síðasta sinn. Þar segir að Jesús hafi gengið svo hratt á undan þeim í það sinn, að lærisveinar hans hafi verið forviða, og sumir af þeim, sem fylgdust með voru hræddir. Svona getur komið fyrir stundum í samfélaginu við Krist. Við skiljum ekki að- ferðir hans. Við spyrjum: Hvers vegna svo? Við verð- um forviða, eins og lærisveinar hans forðum. Aðrir verða hræddir, ef þeir skilja ekki allt út í æsar. En það er ástæðulaust. Hann gekk á undan þeim þarna. Hann gengur á undan enn. Það er tryggingin fyrir því að allt fari vel, að Jesús gengur á undan. Og það er meira virði heldur en að skilja ráðsályktun hans, og hvers vegna hann fer svo og svo að.' Stundum kemur dauðinn og gröfin í veg Guðs barna. Þá vill oft syrta að. Svona var það fyrir lærisveinum Jesú við dauða hans. Dauðinn hafði tekið bezta vininn frá þeim. Þeir stóðu eftir í sorg, og ofsóknaræði Gyð- inga allt í kringum þá. f borginni var læviblandað loft af hatri og grimmd. Sverð rómverskra hermanna blikuðu á lofti. Það gat verið lífshættulegt að hreyfa sig nokkuð. Lærisveinarnir höfðu meira að segja lokað sig inni „af 2 ótla við Gyðingana.“ Þessi orð lýsa því bezt, hvílík ógn var í andrúmsloftinu. En þeir þurftu að fara til Galileu! Þar áttu þeir allir heimili sín. Þar áttu þeir störfum að sinna. Þangað hafði Jesús boðið þeim að fara. Svo kom upprisuboðskapurinn með Maríu, og með honum fylgdu þessi orð: „Segið lærisveinum hans, sjá, hann fer á undan yður til Galíleu.“ Þvílík huggun! Hann gengur á undan, þegar við þekkj- um ekki veginn. Hann gengur á undan, þegar dagurinn er bjartur. Hann gengur á undan, þegar nóttin er dimm. Hann gengur á undan, þegar við skiljum ekki, hvers vegna Guð fer svona að. Hann gengur á undan þegar dauðinn varpar skugga yfir líf okkar. Hann gengur á undan þegar ofsóknirnar skella á okkur, vegna nafns hans. Þurfum við að vita meira? Ásmundu-r Eiríksson. Svar ví§indaiiiann§in§. Á síðastl. ári birti eitt íslenzkt blað viðtal við geimfara- sérfræðinginn Wernher Braun prófessor, sem er yfirmað- ur þeirra er fást við geimfaratækni í Bandaríkjunum. Þegar prófessor Braun er búinn að segja blaðamann- inum ágrip af ævisögu sinni og þeir hafa komið þangað í samtalinu að ógnir kjarnorkusprenginga og annarra ný- tízku morðtóla ber á góma, spyr blaðamaðurinn svo: — — Er þá nokkurt svar til við öllu þessu? — Trúin, sagði prófessor Braun. Það er eina von mannkynsins að hægt sé að efla siðgæði trúarinnar hjá einstaklingnum. Allir sannir vísindamenn verða að lok- um trúaðir. Því meira sem þeir læra í náttúruvísindum, því ljósara verður þeim það að spekiorð eru ekki annað en fátæklegt dulargervi fávizkunnar. Orka? Efni? Vér notum þau orð ótæpt, en vér vitum ekki hvað þau þýða. Þetta minnir á orð, sem standa í I. Kor 1, 19—21: „Ég mun eyða speki spekinganna og hyggindi hygg- indamannanna mun ég að engu gera. Ilvar er vitringur? Hvar fræðimaður? Hvar orðkappi þessarar aldar? Hefur Guð ekki gert að heimsku speki heimsins? Því að þar eð heimurinn með speki sinni þekkti ekki Guð í speki hans, þóknaðist Guði að gera hólpna með heimsku pré- dikunarinnar þá, er trúa.“

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.