Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 3
AFTURELDING Hann lift'ir með Drottni. Mörg Guðs börn og góðir menn lifa lífi sínu þannig, að umhverfi þeirra tekur við áhrifum frá þeim til þess sem gott er og fagurt. Lrf iþeirra getur jafnvel borið ávöxt langt út fyrir næsta umhverfi þeirra, til annarra landa og fjarlægra heimsálfa. Eftir burtför þeirra úr þessu jarðlífi geta áhrif þeirra haldið áfram um ófyrirsjáan- legan tíma og eilífðin ein mun leiða í ljós hið raunveru- lega gildi lífs þeirra fyrir samferðamennina. Einn slíkur maður var Allan Törnberg. Þótt hann væri uiér ekki persónulega kunnugur, hefur líf hans allt orðið mér hugstæðara, en flestra annarra, sem ég hef þekkt eða heyrt getið. Ég sá hann aldrei og hafði aldrei við Eann persónulegt samband, en samt snart andlátsfregn hans mig djúpt, þegar hún barst okkur til íslands í desember 1956. Þessi stutta grein um líf hans er fram komin eins og greiðsla á gamalli skuld um leið og hún er vinarkveðja. Þegar nokkrir Islendingar sóttu biblíuskóla í Stokk- hólmi haustið 1950, töluðu þ eir við heimkomuna um blessun þá er þeir höfðu hlotið við veru sína 'þar. Fleiri en einn þeirra sagði: „Við ættum að kalla Allan Törnberg hingað til íslands. Hann mundi fremur öðrum vinna hjörtu íslendinganna.“ — Allan Törnberg var þá annar forstöðumaður Fíladelfíusafnaðarins í Stokkhólmi. Síðar átti ég því láni að fagna að kynnast nokkru af því er hann hafði skrifað, bæði í lausu og bundnu máli. Allt var það á einn veg, vel til þess fallið að uppbyggja, hressa og gleðja lesandann. Þannig hefur mér verið sagt uð boðun hans öll og prédikun hafi verið. Ég heyrði nðeins einu sinni rödd hans á öldum ljósvakans gegn um IBRA-radíó. Þá var boðskapur hans þrunginn af þessu sama og skildi eftir uppbyggingu ásamt þrá eftir dý])ra lífi með Guði. Allan Törnberg var fæddur í Hássjösókn í Svíþjóð, 27. ruarz 1907. Þegar á unga aldri hóf hann námsferil sinn °g sem gáfaður, ungur skólamaður, sá bann lífið brosa yið sér. En um leið og lengra var haldið á menntabraut- mni gekk hann inn á annan veg, nefnilega veg syndar- mnar, sem leiðir til dauðans. Um þetta tímabil lífs síns hefur hann sjálfur skrifað eftirfarandi: „Það leið ekki langur tími þar til ég fékk að reyna það, að sá, sem Allan Törnberg: prédikar. syndina drýgir verður þræll syndarinnar og að frelsið til að syndga breitist brátt í það horf að maður er þving- aður til að syndga. Ljómi bikarsins fölnaði og þegar ég hafði tæmt hann til botns voru dreggjarnar beiskar. í stað fullnægju varð ég þreyttur, tómur og vonsvikinn.“ Þar kom, að þann 6. nóvember 1927 hafði hann gert upp reikninginn við þetta líf og reyndi að tína því með eigin hendi, aðeins á 21. aldursári. Þessi tilraun mistókst þó, og aðeins nokkrum mánuðum seinna var hann orðinn Guðs barn, fyrir trúna á Jesúm Krist og fórnardauða hans á Golgata. Sjálfur hefur hann skrifað vitnisburð um afturhvarf silt og birtist hann í jólablaði Aftureldingar, árið 1944. Það virðist svo sem Guð hafi kallað Allan Törnberg til þjónustu fyrir sig, strax við endurfæðingu hans. Þá þegar kom í ljós brennandi löngun eftir að vinna aðra fyrir Krist og til þess virðist Guð hafa gefið honum ótvíræða hæfileika. Mildur, aðlaðandi persónuleiki hans, samfara auðmjúku guðslífi og góðum gáfum, gerðu hann að góð- ■um liðsmanni í þjónustu Guðs. Hann var skírður hálfum mánuði eftir afturhvarf sitt og hálfum mánuði síðar skírði Jesús hann með Heilögum Anda. Það skeði er hann var á ferðalagi með Arvid Bram- wall. forstöðumanni Hvítasunnusafnaðarins í Sundwall. Þeir höfðu liaft sam'komur á stað einum í Svíþjóð. Eftir eina samkomuna mætti Jesús Allan Törnberg á undur- 3

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.