Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 7
AFTURELDING Leitið og þér munuð ffnna. Frá því fyrsta að ég inan eftir mér, hefur hugur minn snúizt mjög um eilífðarmálin. Er mér það í fersku minni hversu margvíslegar spurningar ég lagði fyrir móður mína þessu viðvíkjandi á mínum bernsku árum. Munu þær ekki allar hafa verið auðveldar. En móðir mín leysti úr þeim með aðdáanlegri þolinmæði eða öllu heldur mestu ánægju. Get ég ekki annað en minnzt þess með ánægju og þakklæti. Finnst mér það hafa staðizt tímans tönn, enda grunvallað á kristinni trú, sem þá mun hafa átt dýpri rætur meðal alþýðu manna en nú tíðkast. En barnatrúin dofnaði brátt er ég kynntist margvís- legum stefnum og kennisetningum heimsins, og heimur- inn lokkaði á margan hátt. Samt fann ég til þess, að þetta guðvana líf var mjög tómlegt og tilgangslítið. Ég drakk í mig allt það sem ég til náði um leyndardóminn mikla handan við gröf og dauða, en fann ekki það sem ég vænti. Biblían var ekki meðal þeirra fræða sem ég las þá. Mér var Ijóst að fólk almennt átti ekki veigamikla trúarsannfæringu fremur en ég, og syndin var ríkjandi afl í lífi fólksins. Menn stærðu sig af vantrú og synd, en blygðuðust sín fyrir allar trúarskoðanir. Kirkjunnar þjónar virtust jafnvel ekki 'hafa þann neista, sem tendrað gæti bál trúarinnar. Hér var ekki eftir miklu að sælast fannst mér. Þá var það að ég heyrði talað um hina svokölluðu sértrúarflokka, sem stundum voru líka kallaðir villutrú- arflokkar. Það var hvorki aðl'aðandi né virðulegt, sem um þá var sagt. En ég minntist þess líka sem Jesús liafði sagt: „Ef beimurinn hatar yður, þá vitið, að hann hefur hatað mig fyrr en yður.“ (Jóh. 15, 18). Jesús var líka af sín- um samtíðarmönnum talinn villutrúarmaður og læri- sveinar hans, villuflokkur. Ég fékk því áhuga fyrir því að kynnast hinu frjálsa, trúarlega starfi. Einkennileg tilv'liun má það heita, að einn fyrsti maður sem ég kynntist er leið mín lá til höfuðstaðarins var einmitt heittrúaður Hvítasunnumaður, brennandi í andanum í þess orðs fyllstu merkingu. Glæsilegt ungmenni, gáfaður og fjölhæfur. Með okkur tókst strax bezta vinátta sem hélzt á meðan báðir lifðu. Ég fann það fljótt, að hann átti nokkuð sem öllu öðru var dýrmætara, trúna og sam- félagið við Drottin sinn og frelsara. Samt liðu árin svo, að ég bar ekki gæfu til að taka afstöðu með Kristi. Og leitin hélt áfram. Leitin að lífshamingju og leitin að uppspretlu lífsins, eilífum Guði. Ég hugðist finna þetta án þess að fórna nokkru í staðinn. Eigingirni og sér- hyggja var sú undirstaða, sem átti að gera mig hamingju- saman. Uppskeran varð auðvitað eins og til var sáð. Tómleiki og gleðisnautt líf. Alltaf var Kristur að kalla, en vantrúin og syndin hélt mér til baka. Loks var svo komið, að ég sá hver ógæfu- maður ég var. Sem rekald á regin hafi, sem hraktist fyrir minnsta kenningarvindi, tilgangslaust og vonlaust. Ég} fann það líka, að ég gat ekki inætt dauðanum með líf mitt óuppgert. Ég varð að koma til Jesú og þiggja hina miklu náðargjöf. Ég þurfti að koma til hans, sem dó fyrir mig á krossinum. Blóð háfis þurfti að hreinsa mig af allri synd. Loks bar ég gæfu til að stíga þetta skref Ég tók á móti Jesú sem frelsara mínum. Það voru mi'kil umskipti. — Ég gekk inn í söfnuð Hvítasunnumanna af því að þar þóttist ég finna frumkristnina með þeim táknum, sem um getur í Orði Guðs, Post. 1, 4—5 v. og Post. 2. 1—21 v. Þegar ég tók niðurdýfingarskírnina, sem tvímælalaust er samkvæmt Guðs orði, fékk ég ríkulega blessun, sem ég hef búið að síðan. — Frá þeirri stundu hef ég getað tekið undir með þeim er sögðu við samversku konuna: „Það er eigi framar fyrir þitt tal, að vér trúum, því að sjálfit höfum vér hevrt og vitum, að þessi maður er í sannleika frelsari heimsins“. Lífið með Kristi krefst tímanlegra fórna. Við finnum aldrei haminaiuna ef við gönaum nauðug og aðeins af ótta við hinn komandi dóm. En ef við berum gæfu til að fyl gja lionum af fúsu og glöðu geði vegna bess að ekkert jafnast á við elsku hans og kærleika, o<r finnum að þjónusta við hann er dá=amlegasta og æðsta köllun lífsins, þá munum við geta tekið undir með honum, bar sem hann segir: „Því að mitt ok er indælt og byrði mín létt.“ Matt. 11. 30 v.). Gunnþór Guðmundsson, Dæli, Vfðidat. 7

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.