Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 10
AFTURELDING Ólöf IDiimrsflöttir. \oliliiir 111 i n ii i ii ga r(uð. Bak við daoðann bjarmalandið brosir, þá er horfið grandið. Ljóssins heim að ströndum leiðir trúin þig. Einn og: einn er yfir kvaddur, œðri dýrð og sœlu Rladdur. Gullnar klukkur hljóma, gleðja þig: og mijj. Á allra heilagra messu var hún „yfir kvödd.“ — 12. okt. 1 síðastl. hafði hún átt 89 ára afmæli. Vinir og vandamenn voru samankomnir. Dóttirin, sem hafði annazt hana mest í ellinni, gerði borðið hátíðlegt og heiðursgesturinn sat í öndvegi, tíguleg í fasi og með gleðibros á vör. Síðan fylgdi hún gestum til dyra og kvaddi þá með hlýju og innileik, samfara blessunaróskum, sem vermdu inn að hjartarótum. Engan gat grunað þá að eftir aðeins 3 vikur yrði hún að fullu og öllu horfin okkar jarðnesku sjón. „Ó, það er svo tómt eftir hana Ólöfu“, hafa margir sagt. Guð hafði gefið henni mikið pund og það var líka ávaxtað vel. Alla iþá stund, eftir að Jesús opinberaði sig henni, sem lifandi frelsari og læknaði sjúkdóma hennar, sem eng- inn jarðneskur læknir megnaði að bæta, þjónaði hún honum af trúmennsku svo að ljómi stóð af. Og Drottinn, sem fyrirheitið gaf um Heilagan Anda þeim er honum hlýða, úthellti blessun sinni í ríkum mæli yfir hennar leitandi sál. Þess vegna bað hún löng- um stundum í Heilögum Anda, jafnvel þegar aðrir sváfu. Vinir komu til hennar í loftstofuna hennar og báru upp fyrir henni vandamál sín. Þar var ávallt skilningi og kærleika að mæta. Svo var kropið í bæn til hans, sem allt valdið hefur. Flestir munu hafa farið léttari í spori en þeir komu. Dýrð sé Guði fyrir slíka „móður í ísrael“. Á síðastliðnu sumri heimsótti Ólöfu maður, frændi hennar, sem búsettur er í Chicago og starfar þar að skóla- málum. Hann hefur aldrei áður komið til Islands, en hlotið uppeldi og menntun þar í hinum stóra Vestur- heimi. Hann skrifar svo: „Ég þakka Drottni fyrir að hann leyfði okkur móður minni að koma til gamla Fróns og sjá þessa indælu frænku okkar áður en hún dó. Mikið var dásamlegt að koma inn á heimili hennar. Við fund- um blessun Drottins yfir okkur. Nú er hún í ríki Guðs hjá frelsara sínum, sem hún elskaði og þjónaði svo vel. „Sælir eru dánir, þeir er í Drottni deyja upp frá þessu. Þeir skulu fá hvíld frá erfiði sínu, því að verk þeirra fylgja þeim.“ Opinb. 14; 13. Fyrir blóð lambsins blíða, búin er nú að stríða og sælan sigur vann. Blessuð sé minning hennar.“ Þessi fögru orð Vestur-íslendingsin§, sem kom aðeins sem gestur, eru góð mynd af þeim áhrifum, sem návist Ólafar hafði á samferðamennina. Hver var svo orsökin? Óefað hið trausta sainfélag henn- ar við Jesúm. Sjálf lýsti hún því í ljóði: Ég hvíli við þitt hjarta, minn herra Jesús kær. Þín náðarnálægð bjarta, í náð mig blessað fær. Það gleður grætta augað, að Guð þú ert mér nær. Því allt er Ijósi laugað og lífið við mér hlær. Þegar hún orti þetta, mun hún hafa v'erið um áttrætt. Þá var ljóðabók hennar gefin út. Þau trúarljóð urðu mörgum til blessunar og veit ég um konu ,sem við lestur þeirra hlaut lækningu af bænvænum sjúkdómi. Frels- arinn sjálfur mætti henni með líf og lækningu , gegnum vitnisburð dýrkanda síns um frelsiskraft hans. Ljóðabók Ólafar barst einnig til Vesturheims og varð þar gömlum Islendingum til blessunar. Þess veit ég 'fleiri dæmi til. Einnig hnýttu þau tengsl við minning- una um hálfgleymda forfeður og æltingja, svo sem hinn valinkunna séra Jón Steingrímsson, sem margir þekkja til af sjálfsævisögu hans og einnig „Sögum frá Skaftár- eldum.“ Ólöf var í ætt sinni komin frá Þorsteini bróður hans. Er mikill og merkur ættbálkur frá þeim bræðrum kom- inn bæði vestan hafs og austan. „Jafnvel í hárri elli bera þeir ávöxt“. Sálm. 92. Forstöðumaður Hvítasunnusafnaðarins í Reykjavík, sem Ólöf tilheyrði frá stofnun hans, skrifaði formála fyrir Ijóðabókinni hennar og þar með stutt æviágrip. Þar segir m.a.: „Meðan þröngt var um hennar eigin hag, bar hún gæfu til þess að breiða út hendurnar móti hinum bágstöddu. — Nú nýtur Ólöf þess hvernig Guð um- bunar“. Ég vildi mega bæta við: Þegar rýmdist um hag 10

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.