Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 13
AFTURELDING skuldabréfið á móti oss. .. . meS 'því að negla það á krossinn“. (Kól 2, 14). Jesús sagðist vera kominn „til þess að þjóna og til þess að gefa líf sitt til lausnargjalds fyrir marga“. (Matt. 20 ;28) og sagði: „Þann, sem til mín kemur, mun ég alls ekki burt reka“. (Jóh. 6; 37). 2) Hjálpræöið, það að menn séu Guðs börn um tíma og eilífð, er algjörlega af náð Guðs, en ekki áunnið með okkar verkum. „Því af náð eruö þér hólpnir orðnir fyrir trú; og það er ekki yður að þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum, til þess að enginn skuli geta þakkaö sér það sjálfum. Því að vér erum smíð hans, skapaðir í Kristi Jesú til góðra verka, sem Guð hefur áður fyrirbúið, til þess að vér skyldum framganga í þeim.“ (Ef. 2, 8—10). Alls staðar í Guðs orði er lögð áherzla á, að Guðs börn eigi að breyta heilaglega. En hugsun, hugarstefna og trú er líka breytni, samkvæmt áður tilfærðum orðum Jesú. Með trúnni tökum við á móti náð Guðs og njótum þess að þekkja hans yndislega kærleika. „Trú þú á Drottin Jesúm, og þú munt verða hólpinn“, á „hann, sem vegna misgjörða vorra var framseldur og vegna réttlætingar vorrar uppvakinn.“ (Post. 16;31, Róm. 4, 25). „Sæll er sá, er afbrotin eru fyrirgefin, synd ’hans hulin. Sæll er sá, maöur, er Drottinn tilreiknar eigi misgjörð, sá er eigi geymir svik í anda.“ (Sálm. 32). „Hversu dýrmæt er miskunn þín, ó, Guð: mannanna börn leita hælis í skugga vængja þinna; þau seðjast af feiti húss þíns, þú lætur þau drékka úr lækjum unaðs- semda þinna.“ (Sálm. 36, 8—9). „Náðin Drottins Jesú Krists og kærleiki Guðs og sam- félags heilags anda sé með yður öllum.“ Ólajur Tryggvason. (Grein l>essi hefur áður verið gefin út sem smárit). SKULDIN ER BORGUÐ. Sjómannaprestur einn deildi út ritum. Hann gaf sjó- manni nokkrum rit, sem bar yfirskriftina: „Skuldin er borguð“. Sjómaðurinn henti gaman að þessu í nærveru félaga sinna og sagði hæðnislega: „Nú, ef skuldin er borguð, þá þarf ég ekki að hafa áhyggjur af henni meira“. Þá svaraði presturinn: „Já, skuldin er borguð, en hefur þú spurt sjálfan þig: Ilef ég tekið á móti kvitt- uninni?" Sjómaðurinn varð alvarlegur og hætti að henda gaman að þessu. Frelsisgleði. Sálm. 89; 16 Scel er hver sú þjóð, er Drottins fögnuð fann og forsmekk himnarikis öðlast hér. Sem allar sinar lindir á i Ijóssins rann og lofgjörð sína jafnan Drottni tér. K ó r: Já, Guðs börn, þau eiga blessun liér og nú, en blessunin þó meiri verður sú, þvi hvað oss hlotnast hér, það hluti litill er af himnadýrð er vœntum vér. Heimsins gleðilindir allar eyðast fljótt og eftir sltilja myrkur þér i sál, en frelsis gleðilindin á sér enga nótt og alla daga Ijóðar hennar mál. Páll og Silas forðum báru fangans bönd og fjötrar harðir þrýstu sáran að, en sœl og glöð i Kristi samt var þeirra önd og sigur tónar óma frá þeim stað. Stefán þegar grýttur var af grimmri sveit, hann gleði scela þó i hjarta bar er helgum anda fylltur hann til himins leit, og herran Jesúm sá hann standa þar. Siðan hafa liðið ár og alda fjöld og óteljandi dagar runnið hjá. En sonur Guðs vor enn burt tekur syndagjöld og söm er gleðin er vér hljótum þá. Gleði sú, hún hefur ekki heimsins mynd, af hjarta syngjum vér: Hallelúja! Og spyrjir þú, minn vinur: Hvar er lifsins lind? Með lofgjörð svörum vér: Á Golgata. AlLAN TÖRNBERG Sigriður Halldórsd. hýddi. 13

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.