Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 14
r* AFTURELDING LEWI PETHRUS: Gjafir Andani Síðustu árin hefur verið mikið um það talað, hvernig Heilagur Andi eigi að opinberast. Sumir hafa gagnrýnt það mjög, að Andinn starfar bæði sýnilega og heyran- lega. En hvað eigum við þá að segja um atburðinn á hvítasunnudag? Ef við álítum það rangt, að með fyllingu Andans fylgi sýnileg og heyranleg tákn, þá afneitum við sjálfu hvíta- sunnu-undrinu, því tákni, sem fylgdi opinberun safnaðar- ins í heiminum. Þá er uppruni hans rangur og óhreinn, og allur kristindómur þar af leiðandi af sömu rótum runnin. En hvaða sannkristinn maður þorir að álíta slíkt? Ef við getum ekki staðhæft, að sterkviðrið á hvíta- sunnudag og eldtungurnar og tungutalið hafi verið blekk- ingar, hvernig þorum við að fullyrða slíkt gagnvart hlið- stæðri reynslu, þegar hún opinberast á okkar dögum? Það eru til andaskírðir vinir, sem fara of langt út á aðra hliðina. Þeim finnst það ekki vera blessaðar sam- komur, nema það fylgi hávaðasöm opinberun af starfi Heilags Anda. Þessar sálir vilja alltaf heyra „gný af himni“ og ef þeir heyra hann ekki, þá álíta þeir að Andinn hafi ekki starfað. Hinn heilbrigði og biblíulegi trúarvegur liggur mitt á milli þessara öfga. Þeir, sem hyggja að Heilagur Andi eigi alltaf að koma sem „blíður vindblær“ (I. Kon. 19;12) hafa Guðs orð á móti sér, því að á hvítasunnudag kom hann með „gný af himni eins og aðdynjanda sterkviðris“ (Post. 2;2), og þeir sem segja, að hann eigi ætíð að koma sem „sterkur stormur“, 'hafa einnig Guðs orð á móli sér, því að það segir greinilega þegar hann opinberaðist Elía. „En Drottinn var ekki í storminum“. I það sinnið kom hann sem „blíður vindblær“. Hvað segir þetta okkur? — Það segir, að Guð lætur ekki binda sig við ákveðnar aðferðir, hvernig hann á að opinberast, heldur kemur hann á þann hátt, sem honum þóknast á þeirri stundu, og það er bezt fyrir okkur að segja ekki Guði fyrir verkum, heldur leyfa honum að starfa í okkur og hjá okkur eftir því sem hann vill. Það er mjög nauðsynlegt að veita því öllu viðtöku, sem Guðs orð segir um ýmis efni, svo að við lendum ekki út fyrir vegarbrúnina vegna of einhliða biblíulesturs. Satan er alveg sama, hvaða dýki hann fær okkur út í, 14 hvort það er heldur til hægri eða vinstri, aðeins að hann fái afvegaleitt okkur. Þess vegna skulum við halda okkur fast við það sem „stendur skrifað“. Þegar við sjáum eitthvað nýtt opinberast á 'hinum and- lega vettvangi, þá skulum við fara eins að og lærisvein- arnir á hvítasunnudag. Þegar þeir heyrðu þetta dásamlega mál á framandi tungum, og sérstaklega þegar þetta opinberaðist á þeim sjálfum, þá tóku þeir fram rit spámannanna, og Pétur postuli fann þann spádóm, sem í okkar Biblíu stendur í Jóels spádómsbók, þriðja kapitula. Og sumir af þeim, sem voru nærstáddir urðu undrandi og aðrir höfðu að spotti. Þá reis Pétur upp og útskýrði, að þetta sem vakti svona mikla athygli, væri í samræmi við heilagan spádóm, sem allir rétttrúaðir Gyðingar viður- kenndu, og til þess að leiða þá í allan sannleikann, og þagga niður í þeim, sem höfðu að spotti, sagði hann: „Þetta er það sem sagt hefur verið fyrir Jóel spámann“. Það er mikið öryggi sem felst í því, þegar andlegar reynslur okkar eru í samræmi við Guðs orð. Þá má hver sem er hafa að spotti, við höfum jafnvægi sem stenzt allar árásir óvinanna, því að öryggi okkar er byggt á óumbreytanlegu orði Guðs. Þú, sem skilur verk Andans, eins og það opinberast með skírn Andans og náðargáfunum, villt þú ekki gjöra samanburð á þínum andlegu reynslum og fyrsta kristna safnaðarins. Og rannsakaðu hvort skírn Andans og gjafir Andans eru ekki biblíuleg fyrirbrigði. Þú mátt vera viss um að óhlutdræg rannsókn gagnvart þessu efni, mun færa þér mikla blessun. Það er oft þannig, að hægt er að hafa rangar hugmynd- ir um andleg mál, þó að maður sé fullkomlega ærlegur. Þegar þú ert orðinn fullviss um, að þær andlegar reynsl- ur, sem þú hefur ekki öðlazt, eiga staðfestingu í Guðs orði, þá hafnaðu þínum eigin óbiblíulegu skoðunum, þótt þær hafi fest djúpar rætur í hjarta þínu, og gerðu eins og postularnir á hvítasunnudag — taktu algera afstöðu með öllu því sem hefur stoð í Ritningunni. Það er mjög áríðandi að geta bent á Biblíuna gagn- vart öllum andlegum reynslum okkar og sagt: „Þetta er það sem stendur skrifað“. Þýtt, G. R.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.