Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 16

Afturelding - 01.01.1959, Blaðsíða 16
AFTURELDING ' * FKÁ §f AIFÍNU * Sumarbúðastarf barrui. Frá júlíbyrjun til ágústloka s.l. sumar hafði Fíladelfíusöfnuðurinn sumarbúðastarf fyrir börn á góðum stað skammt frá Reykjavík. Forstöðu veitti Gun-Britt Sundvísson. Henni til aðstoðar allan tímann var Ester Nilsson. Auk hennar hjálpuðu þessar systur úr söfnuðinum lengri eða skemmri tíma, sem sjálfboðaliðar: Hildur Guðmundsdóttir, Þuríður Vigfúsdóttir, Sigríður Benediktsdóttir, Hólmfríður Magnúsdóttir, Kristín Vig- fúsdóttir, Jóhanna Ögmundsdóttir og María Gísladóttir. Auk þess lagði Leifur Pálsson fram mikla vinnu í sambandi við barnastarfið. Tekið var á móti 80—90 börnum í sumarbúðirnar þennan tima, og að öllu leyti tókst starfið vel, enda mikil sól og blíð sumar- veðrátta allan tímann. Biblíuskólinn. Skólinn byrjaði með allra seinasta móti. Var það óhjákvæmilegt vegna byggingaframkvæmda Fíladelfíusafnað- arins. Hann byrjaði 9. nóv. og stóð yfir tvær vikur. Hann var sóttur mest af Reykvíkingum, en því miður gátu ekki margir sótt hann utan af landi, vegna þess, hvað seint hann byrjaði. Georg Jó- hannsson frá Svíþjóð var aðalkennari skólans. Hann var hinn ágætasti kennimaður og um leið vakningarpródikari. Tórdistardeildin. Hún hefur farið vel og farsællega af stað. í fyrstu var ekki talið mögulegt að taka fleiri nemendur en 24, í mesta lagi. En svo þrálátlega var sótt á, að þeir eru orðnir nær þrjátíu, og mörgum hefur orðið að neita. Þetta sýnir að það var vel tímabært að stofna slíka tónlistardeild. Nokkrum sinnum hafa ungir nemendur komið fram á samkomum, og hefur það bæði vakið ánægju og athygli í söfnuðinum. Ilúsbygging sajnaSarins. Á árinu sem leið fékk Fíladelfíusöfn- uðurinn fjárfestingarleyfi fyrir kr. 400.000. Þessum áfanga var náð og þó heldur rúmlega, því að við fengum viðbótarfjárfestingu til þess að ná lengra með byggingarframkvæmdirnar, en upphaf- lega var talað um fyrir það ár. Nú hefur söfnuðurinn sótt um fjár- festingu til þess að koma byggingunni undir þak á þessu ári. Svar hefur ekki borizt enn. Um leið og við skrifum þetta, viljum við nota tækifærið til að þakka öllum velunnurum starfsins fyrir alla beina og óbeina hjálp í þessum kostnaðarsömu framkvæmdum. Starfið inn á viS. Það hefur gengið vel og farsællega. Fíladelfiu- söfnuðurinn hefur fengið margar góðar heimsóknir á árinu sem leið, bæði frá bræðrum í Hvítasunnuhreyfingunni innanlands og utan. Vegna stöðugt batnandi flugsamgangna milli Ameríku og Norðurlandanna, taka fleiri og fleiri Hvítasunnumenn far með Loftleiðum beggja vegna frá, með viðkomu á íslandi. Sumir af þessum trúbræðrum okkar hafa stoppað nokkra daga og talað í samkomum okkar. — Á árinu sem leið hafa 35 manns gengið inn í Fíladelfíusöfnuðinn. Nokkrir af þeim hafa að vísu flutzt að eins og t.d. frá Akureyri. Seinni part sumars, haust og það sem af er vetrinum, hefur vakningarandi verið yfir söfnuðinum. ASeins einn skuggi. Aðeins einn skuggi hefur hvílt yfir söfn- uðinum árið sem leið. Það voru þungbær veikindi bróður Eric Ericssonar. Eftir árlangt stríð og miklar þjáningar lézt hann 17. jan. s.1. Veikindi sín bar hann með karlmennsku og sálarró allan tímann og dó glaður i Drottni. Hans verður getið nánar í næsta blaði. Hi/AÐ STENDIM SKMFAÐ? Efni vort er það, sem var frá upphafi, þaS sem vér höfum heyrt, þad sem vér höfum sé.S meö augum vorum, þaö sem vér horföum á og hendur vorar þreifuöu á, þaö er orö lífsins. Og lífiö var opinheraí) og vér höfum séÖ og vottum og boöum yöur lífiö hiö eilífa, sem var hjá fööurnum og var opinberaö oss. Já, þaö sem vér höfum séö og heyrt, þaö boöum vér yöur einnig, lil þess aö þér líka getið haft samfélag viö oss, og samfélag vort er viö fööurinn og viö son hans Jesúm Krist. Og þetta skrifum vér, til þess aö fögnuöur yöar geti oröiö fullkominn. Og þetta er boöskapurinn, sem vér höfum heyrt af hon- um og boöum yöur: Guö er Ijós og myrkur er alls ekki í honum. Ef vér segjum: Vér höfum samfélag viö hann, og göngum þó í myrkrinu, þá Ijúgum vér og iökum ekki sannleikann. En ef vér framgöngum í Ijósinu, eins og hann er sjálfur í Ijósinu, þá höfum vér samfélag hver viö annan, og blóö Jesú, sonar hans, hreinsar oss af allri synd. Ef vér segjum: Vér höfum ekki synd, þá svíkjum vér sjálfa oss og sannleikurinn er ekki í oss. En ef vér játum syndir vorar, þá er hann trúr og réttlátur, svo aö hann fyrirgefur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglœti. Ef vér segjum: Vér höfum ekki syndgaö, þá gjörum vér ha>nn aö lygara og orö hans er ekki í oss. — I. Jóh. 1. Sumarmótið. Ósk hefur komið fram frá Hvítasunnumönnum i Stykkishómi um að sumarmótið verði þar. Var rætt nokkuð um þetta á trúboðs- vikunni í Reykjavík í jan. s.l. 1 umræðunum kom í ljós, að ef til vill mundi vera erfitt að taka á móti svo mörgu fólki fyrir vinina í Stykkishölmi — allt að 150 manns. Þegar mótið var í Stykkis- hólmi 1950 sýndu Stykkishólmsbúar almennt þá einstöku gestrisni og greiðasemi, að allt leystist svo dásamlega vel. Nú geta verið breyttir tímar og kringumstæður. Rétt þótti því að bíða með að taka ókvörðun um þetta um sinn, ef ske kynni að nánari upplýs- ingar lægju fyrir um þetta er næsta tölublað Aftureldingar kem- ur út, hvaða möguleikar eru á þvi að taka á móti mótsgestum i Stykkishólmi á sumri komanda. AFTURELDING kemur út annan hvorn mánuð — að undanteknum júlí og ágúst — og verður 84 síður á ári. Árg. kostar kr. 25.00 og greiðist i febr. Verð í Vesturheimi 2 doll. og á Norðurlöndum kr. 25.00 1 lausa- sölu kr. 5.00 eint. Ritstjórar: Ásmundur Eiríksson og Tryggvi Eiriksson. — Utgefandi: Fíladelfia. — Sími 16856. Ritstjórn og afgreiðsla: Hverfisgötu 44, Reykjavík. — Borgarprent & Co. — 16

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.