Afturelding - 01.04.1959, Síða 1

Afturelding - 01.04.1959, Síða 1
26. ÁRG. REYKJAVÍ K 1959 3.—4. TBL. k^Aídu) TSlamioall E»etta er lííid .3 ■j-iiaQ Hér er brot aí sögu þess manns, sem þrátt fyrir menntun og möguleika aö komast áfram í lífinu, er ekki hamingjusamur, en glímir við gátur tilverunnar og leitar svars. — Þetta gœti verið saga mín eða þín eða sérhvers manns, sem er leitandi.. — Allan Tömberg fann það, sem hann þráði. Hann fann lífið. Allan Törnberp;. að var í janúarlok, árið 1928. Það hafði verið mikil aðsókn að samkomum okkar í Hvítasunnusöfnuðinum í Sundsvall Eldur vakningarinnar brann kröftuglega og margir gáfu Guði líf sitt. Áihyggjuefni okkar var ekki hvernig við ættum að fá fólk til að koma á samkom- urnar, heldur hitt hvar við áttum að fá húsrúm fyrir alla, sem vildu koma. Postullegir atburðir höfðu skeð og blöðin höfðu vakið athygli á okkur. Fólk var í hreyfingu og meðal annarra sem komu á samkomur o>kkar var prestur einn, sem kunni grísku. Hann fékk að heyra talað í tungum á fögru, grísku máli og það gerði það að verkum, að hann fékk allt annað álit á Hvítasunnuhreyfingunni en áður. Frá þessu sagði hann síðan í nokkrum blöðum. Sunnudagskvöld eitt, á þessu tímabili, tók ég eftir fimm ungum mönnum sem sátu framarlega í salnum á samkomunni. Af öllu að dæma voru þeir ekki vanir að sitja á samkomum sem þessari. Þeir horfðu í kring um sig og höfðu athygli á öllu og virtust skemmta sér stór- lega ef einhver sagði: „Dýrð sé Guði!“ eða „Hallelúja!“ En þeir trufluðu engan og framkoma þeirra var prúð- mannleg. Eftir samkomuna kom einn af þessum piltum til mín og bað mig um samtal. Ég var vant við látinn og bað hann þess vegna að bíða í nokkrar mínútur. Hann fór þá aftur til félaga sinna, en ég þóttist sjá, að þeir væru allir skólapiltar. Þeir reyndust líka allir vera stú- dentar, ef ég man rétt. Þegar ég gaf mig á tal við þá, spurði sá er bað um samtalið, hvort ég tryði allri Biblíunni. Því svaraði ég játandi. Þá spurði hann mig hvort ég gæti líka trúað sköpunarsögu Biblíunnar. Ég sagðist gera það. Þessu næst vildi hann vita, hvort ég tryði framþróunarkenning-

x

Afturelding

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.