Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 2

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 2
AFTURELDING unni. Ég svaraði á þá lund, að nýlega hefði ég lesið verk eftir prófessor nokkurn, sem hafði haldið fram gagnstæðu áliti við það venjulega í þessari kenningu, nefnilega því, að aparnir væru komnir frá mönnunum. Ég sagði ennfremur að ég fyrir mitt leyti gæti helzt hugsað mér að leita ættingja minna meðal manna, en að láta apana eiga sína ætt. Eftir þetta rigndi yfir mig spurn- ingum frá hinum piltunum. Kona Kains, Jónas í kviði hvalsins og margt annað skemmtilegt efni. Sá, sem hafði beðið um samtalið, þakkaði mér fyrir og bað um að mega koma síðar. Síðan fóru piltarnir. Einn af safnaðarmeðlimunum sagði mér, að ungi mað- urinn, sem hafði beðið um samtalið héti Allan Törnberg og hefði tekið framúrskarandi stúdentspróf við skólann í Sundsvall, aðeins 18 ára gamall. Þetta var í fyrsta skiptir sem ég hitti Allan Törnberg, eri eftir þetta varð það stöðugt bæn mín að Guð vildi gefa mér náð og vísdóm lil að leiða hann til Drottins. Ég skildi af spurningum hans að hann var órólegur vegna hugsana sinna um Guð, Biblíuna og eilífðina. Eitthvað í tilliti hans og tali vitnaði um ófullnægða þrá. Hann var líka með á næstu samkomu. Hann sat nærri ræðustólnum og ég tók eftir að hann lagði sig fram um að setja sig inn í efni prédikunarinnar. Ég gizíkaði á að hann liefði eitthvað að segja við mig eftir samkomuna og það reyndist svo. Hann kom til mín, er hann sá að ég var ekki upptekinn og þákkaði fyrir síðast. Sam- tímis bað hann um að mega leggja fram fleiri spum- ingar. Ég svaraði honum að ég væri að vísu engin al- fræðibók, en ef ég gæti, skyldi ég með ánægju verða við ósk hans. Ég man að hann spurði þá meðal annars hvers vegna sumir menn væru hvítir, aðrir svartir, gulir eða rauðir, þar sem þeir væru allir komnir frá sömu fjölskyldu. Fleiri slíkar spurningar fylgdu á eftir. Síðan kynnti hann sig og sagði mér frá æsku sinni, skólaárum sínum og starfi sínu í bönkum á tveimur stöðum í Suður-Svíþjóð, takmörkunum sínum og syndalífi. Hann sagðist vera örvæntingarfullur vegna synda sinna og ósigra, auk þess sem hann hefði misst barnatrú sína á námsárum sínum. En hann sagði sig ennfremur hafa fundið nokkra leiðsögn í samkomum okkar og vinisburði. Hann spurði mig hvort hann mætti koma heim til mín og ræða nánar við mig í ró og næði og ég bauð 'honum að koma seinni part dags, daginn eftir. Allan fyrri part dagsins var ég á bæn til Guðs, að honum þóknaðist að hjálpa mér að leiða þessa sál til hans. Þegar hann kom, hafði hann meðferðis kennslubók, þar sem því var haldið fram, að Biblían væri aðeins sögubók og hann talaði um hversu erfitt er að trúa þeg- 18 ar maður fær slíka kennslu dag eftir dag. Við lásum saman í þessari bók, veraldarsögunni og Biblíunni. í hvert skipti, sem mér lánaðist að sanna að Biblían hefði rétt fyrir sér, skrifaði hann niður athugasemdir sínar og sagði að hér hefði Biblían rétt fyrir sér en prófessor- inn rangt. Eftir að hafa lesið svona í þrjár stundir hafði Biblían rétt fyrir sér í öllu. Þá spratt hann upp af stóln- um og sagði: „Ef ég aðeins hefði einhvern trúaðan mér til hjálpar þegar ég kem aftur til Uppsala, þá skyldi ég andmæla öllum þessum kenningum.“ Ég sagðist halda að hann gæti það tæplega ennþá, en ég vildi gefa hon- um það ráð, að leita Drottins Jesú og hjálpræðis hans. Þegar ég nefndi nafnið Jesús, leit hann niður eins og feiminn skóladrengur, þakkaði fyrir ráðið og fór heim til sín. Ég lét hann fá með sér bækur um vísindi og trúar- vandamál og horfði síðan á eftir honum þar sem hann gekk niður götuna með bækurnar undir hendinni. — Hann kveikti í vindlingi og gekk hægt og reykjandi. Ég ákvað að ræða þessi mál ekki meira við hann að sinni. Ég hafði skilið að innst inni var hann sanníærður um réttmæti þess, sem ég 'hafði sagt og ég vonaði að þeir fleygar, sem ég áleit mig liafa rekið, væru nógu sterkir til að draga hann nær. Samkomu eftir samkomu sat hann í salnum okkar. Ég heilsaði honum venjulega, spurði hvernig honum liði, en yfirgaf hann síðan. Sunnudag einn, síðasta sunnudag í febrúar, höfðum við þrjár samkomur. Ræðumaður var Torsten Halldorf. Þetta voru dásamlegar samkomur með himneskum blæ. Þegar ég gekk heim frá síðustu sam- komunni, sá ég Törnberg sitja á tali við tvo trúaða bræð- ur. Ég heilsaði þeim, en fór síðan heim. Nokkru eftir að ég kom heim, var bankað á dyrnar. Konan mín bað mig að ganga til dyra og bætti við: „Ef til vill er þetta einhver, sem vill gefast Guði.“ Við höfð- um nefnilega verið vakin á fimmtudagsnóttina við það, að sótugur og svartur smiður kom og vildi frelsast. Ég sagði að það væri dásamlegt starf að fá að biðja með sálum og fór og opnaði dyrnar. Á tröppunum stóð Törnberg ásamt fullorðnum bróður í söfnuðinum. Sá sagði, að þessi ungi maður hefði beðið sig að fylgja sér til mín því að hann vildi þákka mér fyrir eitthvað. Ég bauð þeim inn. Þá sagðist Allan Törnberg vilja þakka mér fyrir að nú væri hann frelsaðúr. Ég sagði honum að ef hann væri frelsaður þá væri það áreiðanlega ekki ég sem hann ætti að þakka fyrir það, heldur Jesús, því að það væri hann, sem hefði frekað hann. „Það er satt,“ svaraði hann, „en næst honum vil ég

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.