Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 10
AFTURELDING Vorið 1954 hóf hann miklar byggingaframkvæmdir í Keflavík. AS þrem árum liðnum var þar risið stórt sam- komuhús, ágæt íbúð og nokkur einstaklingsherbergi. — Þessar framkvæmdir höfðu tekið mjög á krafta hans. Leið nú skammur tími unz í ljós kom, að þessi sterki og framkvæmdasami maður var ekki lengur hinn sami og áður. Sjúkdómseinkenni komu í ljós, sem í byrjun var haldið að væru ekki alvarlegs eðlis, en tóku þó meir og meir undirtökin í lífi hans. Veikindi þessi leiddu hann svo til dauða 17. janúar síðastl. eins og fyrr segir. Eins og allir lesendur Aftureldingar vita sennilega, var Eric Ericsson borinn og barnfæddur Svíi. í rauninni var hann svo mikill Svíi að hiklaust hefði mátt heimfæra upp á hann og þjóðerni hans orð Stephans G. Stephans- sonar, er hann segir um íslcndinga í öðrum löndum: Þótt þú langförull leggðir sérhvert land undir fót bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót. F.n þrátt fyrir það, eða ef til vill einmitt vegna þess, að hann var svo mikill Svíi, varð líf hans með árunum svo slungið öllu því, sem íslenzkt var, að hann bar glögg svipmót íslands, hvar sem hann gekk fram. Það hefur verið sagt, að við læsum bezt lögmál lífsins og rök þess eftir leiðum lítilla atvika. Víst er um það, að smá hversdagsleg atvik geta varpað undarlega björtu ljósi á skapgerð mannsins, sem við kynnumst og lifum með. — Það var á fyrstu árum Ericssons hér á landi, að hann var í trúboðsferð með öðrum útlendingi. Þeir komu á gististað einn, þar sem matur var horinn fyrir þá. Meðal rétta var súr hvalur. Þetta hafði hvorugur útlending- anna smakkað áður, og fylltust þeir viðhjóði. F.r fram- reiðslustúlkan gekk út frá þeim, stakk samferðamaður Ericssons upp á því, að þeir skyldu ryðja diskinn út um gluggann, meðan stúlkan væri fjarverandi. Þannig væri léttast að losna við þennan ófögnuð. Ericson svaraði: „Nei, þá skömm gerum við okkur ekki, að geta ekki neytt sömu fæðu og þjóðin neytir, sem við erum sendir til að vinna fyrir Krist.“ Svo réðst hann á hvalinn og neytti nokkurs af honum. Erfitt var það víst, en niður fór það! Eins og sólin speglast stundum í hófssporinu, speglast skapgerð Ericssons í þessu litla atviki, en líka saga hans eins oíí hann skrifaði hana í breytninni þau rúm þrjátíu ár, sem hann lifði og starfaði á meðal okkar. Hvalbitinn var súr, en hann hrökk ekki frá honum. Þannig hrökk hann aldrei frá hinu súra og þungbæra í starfinu. Hann mundaði viðfangsefnin eins og þau mættu honum, hvort 26 Ég veit oiiin Ég veit einn stað, þó veröld æði, ég vísan frið og hvíld á þar. Frá himni GuSs í helgu næði, mitt hjarta fær hið þráða svar. Kór: Mitt bænahús, ég blessa þig. Þar byrðar falla er þyngja mig. Ég ganga fyrir Guð þar má. Ó, griðastaður, sem ég á. Þar fæ ég nýjan styrk að stríða ög standast óvinarins her. Og logans helga birtu blíða, ég brenna finn á ný hjá mér. Er sortinn hylur sólu tiðum og sveipa hugann ráunaský. Ég þangað flý í harmahríðum, minn himinn verður blár á ný. Mitt bænalhús, sem Guð mér gefur að griðastað á neyðarstund. Þú verður eins og verið hefur, mitt vígi fram að hinzta blund. • Allan Törnbcrg. Sigríður Halidórsd. þýddi. sem þau voru súr eða sæt. Alla erfiðleika sigraði harm með óbugandi trú á Guð, sem hafði kallað hann til þjón- ustunnar. Hann deildi súru og sætu með okkur í þessu landi, og alltaf þannig, að það var eins og hann væri einn af allra beztu sonum landsins, í hverju máli, sem liðs þurfti með. Fyrir nokkrum árum voru þau hjónin heima í Svíþjóð. Fékk hann þá svo slæma aðkenningu af hjartasjúkdómi, er síðan lamaði hann um lengri tíma, að hann hné niður þar sem hann var kominn. Þegar hann náði sér aftur og gat talað, sagði hann við konu sína: „Við skulum flýta okkur heim til íslands, því að þar vil ég deyja“. Þannig var hann orðinn samgróinn tslandi. Stofn hans stóð orðið svo djúpum rótum í íslenzkum jarðvegi, að hæði börkur og króna voru orðin íslandi skyld. Það vildi hann líka. Á það stundaði hann. Þess vegna var hann elskaður og virtur af þeim, sem þekktu hann bezt, og er nú líka sárt saknað. Ásmundur Eiríksson.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.