Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 12
AFTURELDING Við kross Jesú finnum við Maríu móður hans og Maríu Magdalenu. Hverjar eru þœr? Móðir Jesú, hrein og göfug, sem margir tilbiðj a í dag. Eitt sinn hlustaði hún á orðin: „Vertu óhrœdd, María, því að þú hefur fundið náð hjá Guði.“ En í dag fann hún þörf á að vera hjá krossi Jesú. María Magdalena, hún sem Jesús hafði eitt sinn rekið út af sjö illa anda. Hún fann sinn stað viö Jesú kross. Jesús sagði ekki: „Þú ert svo syndug að þú getur ekki komið til mín.“ Nei, hann opnaði sinn kærleiksfaðm og sagði: „Þínar syndir eru þér fyrir- gefnar.“ Kæri vinur! Hvort sem þú ert stór eða lítill syndari getur þú komið til Jesú. Þá færðu að revna að hann vill frelsa þig og leiða þig hinn eina veg, sem liggur til himinsins. — Taktu á móti fullkomnu frelsisverki Jesú Krists á Golgata. Þar stöðvast strið og angur en straum- ar af friði fylla hjarta þitt. Dýrðlega Golgata! Dýrðlega Golgata! Þar friðþæging veittist er forhengið brast. Dýrðlega Golgata! Göte Anderson, Isafiröi. GULLKORN DAGSINS. Allar het.jur GuSs hafa veriS menti veikleika vafSir, en þeir hafa getaS áorkaS miklu fyrir GuS, af því aS þeir reiknuSu meS honum mcS sér: J. Hudson Taylor. Hvorki pensillinn eSa meitillinn geta gefiS sálu minni, ró. Þess vegna sný ég huga mínum aS hinum eilífa kœr- leika, sem réttir okkur hendur sínar á hrossinum. Michelangelo. Við nátímafólk erum svo upptekin af aS hrósa því, sem vi.S sjálf höfum gert, aS viS gleymum aS lyfta aug- um okkar til himins. ViS erum svo upptekin aS hlusta á annaS fólk, aS viS höfum aldrci tíma til aS hlusta á GuS tala gegn urn mikilleika sköpunarverksins. Hér er grundvöllurinn aS okkar andlegu fátœkt og rótleysi. ViS þeltkjum aSeins hiS tímanlega og ejnislega, en höjum gleymt því aS viS erum hörn eilíjSarinnar. E. Painter. ^JfrXíntiLnty. Jensey Jörgína Jóhannes- dóttir var kölluð heim til Drottins að morgni hins 15. júlí 1958. Hún hafði um nokkurra mánaða skeið átt við erfiðan sjúkdóm að stríða og þjáðist oft mikið, en æðrulaus í bæn og trú til Drottins fullnaði hún skeið sitt, og nú er andi hennar hjá Drottni í Para- dís, bíðandi upprisu og krýningardags Drottins. II. Tím. 4;8. Jensey J. Jóhannesdóttir vor fædd á ísafirði 3. júlí 1893. Foreldrar liennar voru hjónin Guðrún Þ. Jóns- dóttir og Jóhannes Elíasson járnsmiður. Ólst Jensey upp hjá foreldrum sínum. Er hún var þriggja ára, fluttust þau til Aðalvíkur og bjuggu þar í 14 ár. Síðan fluttu þau til Hnífsdals og bjuggu þar til æviloka. — Jensey giftist þann 17. nóv. 1920 — eftirlifandi manni sínum Stefáni G. Ásgrímssyni, ættuðum úr Fljótum í Skagafirði. Eignuðust þau hjónin 10 börn og eru 8 þeirra á lífi, en tvö dóu í æsku. Þau Jensey og Stefán bjuggu fyrstu 9 árin á Siglufirði, svo fluttu þau til Akureyrar og bjuggu þar í 20 ár. t nóv. 1952 flu'.tust þau til Heykjavíkur. — Jensey lét frelsast og tók biblíulega skírn á árinu 1929. Hún meðtók af Jesú Kristi, skírn í Heilögum Anda árið 1957. Jensey var mesta myndar- og dugnaðar kona, fórnfús og rausnarleg í öllum gjörðum sínum. Ilún gleymdi ekki velgjörðarseminni og hjálpseminni, þeim fórnum, sero eru Guði þóknanlegar, það fékk undirritaður og fjöl- skylda hans að reyna, sem margir aðrir. Jensey hafði reynt velgjörðir Drottins á margvíslegan hátt, reynt trú- festi hans og mildi á erfiðum reynslutímum fátæktarinnar og í sjúkdómsstríði. Og nú er hún hjá honum, sem sál hennar elskaði, á landi dýrðarinnar, þar sem dauðinn mun ekki framar til vera, hvorki harmur né vein, né kvöl finnst þar. — Ó, þú fagra náðarinnar land, hvar ríkir eilíft vor, og eilíf æska. Blessuð sé minning hennar. Jóhann Pálsson. 28

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.