Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 14

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 14
AFTURELDING 11 ve þung' er ein bsen? Hve þung er ein bæn? Einasti maðurinn, sem ég hef nokkum tíma heyrt um að reynt hafi að vigta eina bæn, veit það ekki. Einu sinni gerði hann samt tilraun til þess. Það var þegar hann átti litla nýlenduvöruverzlun, skömmu eftir fyrri heimstyrjöldina. Við látum hann sjálfan segja frá: Það var viku fyrir jól. Kona ein, mjög þreytuleg að sjá, kom inn í búðina og bað um mat í eina máltíð handa sér og börnum sínum. Ég spurði hana hvað hún hefði mikla peninga. — Maðurinn minn hefur ekki komið aftur síðan hann hvarf, svo að ég hef ekkert til að borga með nema eina litla bæn, svaraði konan. Ég fullyrti oft að ég væri ekki viðkvæmur á þeim tím- um, auk þess, sem ekki var liægt að reka verzlun þá, tæki maður hlutina of nærri sér. Ég sagði því við kon- una: — Skrifið bænina niður á miða og finnið út hve þung hún er. Mér til mikillar undrunar tók konan bréfmiða upp úr kápuvasa sínum og rétti mér yfir búðarborðið og sagði: — Ég hef þegar skrifað bænina. Ég gerði það í nótt, þegar ég vakti yfir veiku barninu mínu. Ég tók á móti miðanum áður en ég hafði hugsað mig um hvað ég skildi gera við hann. Og hvað gat ég eiginlega gert? Þá fékk ég allt í einu einkennilega hugmynd. Ég lét miðann á gömlu vogarskálina án þess að lesa það, sem á honum stóð, og sagði: — Við skulum sjá hvað bænin er þung á metunum. Mér til mikillar undrunar seig skálin ekki niður þótt ég léti tveggja punda brauð á móti miðanum. Og undrun mín og vandræði færðust í aukana þegar vogin bifaðist ekki þrátt fyrir það að ég hlóð meiri og meiri matvæl- um á vogarskálina. „ Fólkið í búðinni horfði steini lostið á þennan merki- lega atburð. Ég reyndi að láta sem ekkert væri, en roðn- aði við og sagði að lokum: 30 — Nú þolir vogin ekki meira, en hér er poki og skaltu nú sjálf raða niður í hann, ég hef svo mikið að gera. Konan, sem staðið hafði á öndinni meðan þetta fór fram, fór nú að láta niður í pokann, en öðru hvoru þurrkaði hún sér um augun með erminni. Ég reyndi að horfa á eitthvað annað, en komst þó ckki hjá að sjá, að konan hafði fengið hátt í nokkuð stóran mjölpoka af vörum. Ég tók samt stóran ost úr einni hyllunni og rétti henni án þess að mæla orð frá vörum. Ég lét sem ég sæi ekki gleðibrosið og þakklætistárin í augum konunn- ar og hinna viðskiptavinanna. Þegar fólkið var farið úr búðinni og ég var orðinn einn, fór ég að athuga vogarskálarnar. Þá komst ég að raun um það að vogin var brotin. En eftir því sem ég hugsaði málið meira, sá ég að þetta var ekki rétta Iausnin. Hvernig stóð á því að konan hafði bænina þegar tilbúna svo að hún gat fullnægt hinni óvæntu kröfu minni? Af hverju kom hún einmitt á því augnabliki, sem vogiri brotnaði? Og hvers vegna tók ég ekki eftir að vogin var brolin, í stað þess að hlaða vörum á liana, með aðeins einn bréfmiða á móti? Það var eins og ég vissi varla hvað ég gerði. Jæja, hvað um það. Trúin er mjög einkennilegur og ster'kur kraftur og bænin ekki síður. Og það er staðreynd, að bænasvör koma stundum á mjög einkennilegan hátt ef trúin er fyrir hendi og starfar á réttum tíma. Svona er saga verzlunarmannsins. Hann er nú orðinn gamall og hvítur fyrir hærum, en ennþá klórar hann sér vandræðalega í höfðinu þegar um þennan atburð er að ræða. Hann sá konuna ekki aftur og man ekki til að hann hafi séð hana áður en þetta skeði. En hann hugsar oft um hana. Hann veit að þetta var enginn hugarburður, þar sem búðin var full af fólki og bréfmiðinn er ennþá til í vörzlu hans. Á honum standa þessi orð: „Kæri Drottinn, gefðu okkur í dag okkar daglega brauð!“ Jósep Siulony. — Eric Ericsson þýddi.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.