Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 15

Afturelding - 01.04.1959, Blaðsíða 15
AFTURELDING Frá því ég var barn að aldri, hef ég alizt upp á trúuðu heimili. En ég átti ekki Jesúm sem minn persónulega frelsara. Ég var alltaf að leita að einhverju til hins betra, en fann aldrei frið í hjarta mínu. Ég sótti margar kristi- legar samkomur og ég fann að Guð var að kalla á mig, en ég hlýddi ekki fyrsta kallinu og það er óttalegt, að hlýða ekki Guði þegar hann kallar á okkur mennina til fylgdar við sig. Ég fór að heiman og ætlaði að gleyma þessu, en Guð hélt áfram að kalla á mig. Ég fann að ég var syndari frammi fyrir Guði og ég fékk mikla synda- neyð í hjarta mitt, þar sem ég var. — Þegar ég kom inn í herbergið mitt, kraup ég á kné og hrópaði til Drottins í neyð minni um fyrirgefningu synda minna. Er ég stóð upp streymdi friður og fögnuður í hjarta mitt og Guð gaf mér fullvissu um frelsi sálar minnar. Þökk sé Guði fyrir hans náð og elsku til mín. Það stendur skrifað í Jóh. 3; 16: „Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver, sem á hann trúir glatizt ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Þegar ég kom heim fannst mér allt svo yndislegt, t.d. Gullkorn dagsins. Kvörnin getur ekki snúist jyrir vatni, sem runniS er kjá. Taktu tœkijœrin þegar þau koma. Þau kom sjaldan aftur. Lewi Pethrus. MaSur Jireytist aldrei eins af því verki, sem máSur gerir, eins og af því verki, sem mdður œtti aS hafa gert, en gerir ekki. A. Antonl. Þú getur gefiS án þess aS elska, en þú getur ekki elskaS án þess aS gefa. Chrlstian Dlgest. Biblían gefur hjartanu svör af því aS Biblían er kom- ln frá honum, sem þeklcir hjartaS. C. Skovgaard-Petersen. fjöllin b'lárri en nokkru sinni áður og himininn fegurri. Til er hara einn Guð, sá, sem hefur skapað hirnin og jörð, og sonurinn eingetni, Jesús Kristur, hann sem er meðalgangarinn milli Guðs og manna. Það eru margar villukenningar u])])i í dag og- til eru þeir sem afneita krafti Guðs og villa öðrum sýn. Skrifað stendur í Orðskv. 16;25: „Margur vegurinn virðist greið- fær en endar þó á helslóðum.“ og í Post. 16 ;31: „Trú þú á Drottin Jesúm og þú munt verða hólpinn og heimili þitt.“ Fyrir tveimur og hálfu ári fékk ég náð til _að taka hina biblíulegu skírn (Matt. 3;15), og fékk ég mikla blessun við að hlýðnast boði frelsarans. Ég átti því láni að fagna að sækja mót Hvítasunnu- manna sem lialdið var í Noregi, á Hedmarkstoppen við Hamar, síðastl. sumar. Ég var búinn að dveljast í 10 daga í Gjövik hjá íslenzkum vinum, sem hjálpuðu mér á allan hátt. Kom ég á hvítasunnusamkomu þar í bæn- um og heilir forstöðumaðurinn Tor Oljemark. í söfnuð- inum eru 200 meðlimir. Var ég fyrsti íslenzki Hvíta- sunnumaðurinn, sem kom á þennan stað. Fólkið var mjög hlýlegt og gott og varð ég samferða vinunum þaðan á mótið. Sagt er að bærinn sé í hjarta Noregs og lands- lagið í kring um hann er mjög fagurt og er þar mikil samgöngumiðstöð. Mótið stóð yfir í 6 daga og fékk ég blessun og uppörvun. — Ég sá fólk á öllum aldri koma til Jesú Krists og fela honum líf sitt. Einnig sá ég fólk, sem beðið var fyrir læknast. Síðasta dag mótsins, kl. 3 að morgni, fór fram skírnarathöfn í Fíladelfíu í Hamar, og var bvert sæti skipað. 15 létu skírast. Jesús hefur aldrei brugðist mér. Hann er leiðarljós mitt um lífsins stig. Ég vil segja við þig, kæri vinur, hver sem þú ert, veldu Jesúm og veldu af hjarta. Gefðu honum líf þitt nú í dag. Guð blessi þig og kom til hans og lát frelsast. Ágúst Níelsson. 31

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.