Afturelding - 01.06.1959, Page 1

Afturelding - 01.06.1959, Page 1
26. ÁRG. REYKJAVÍ K 1959 5.-6. TBL. IVAR RAMSTRÖM: ttTarpsfréttaritari vitnar um Guð Ég vil taka ykkur með, lesendur góðir, inn á heimili eitt í Norður-Evrópu. Við göngum inn í lyftuna, sem fer alla leið upp að einkaíbúð utanríkismálaráðherrans og hans ágætu konu. Þau hjónin eru tiltölulega ung. Ráðherrann hefur verið í nokkrum æðstu stjórnmálaembættum þjóðar sinnar, þar á meðal verið forsætisráðherra og oft situr hann í fundarsal Sameinuðu þjóðanna og er þátltakandi í faðagerðum um heimsvandamálin. Við setjumst inn í stóran viðhafnarsal með IBRA- hljóðnemann á borðinu. Við höfum beðið ráðherrann um 10 mínútna samtal. Það verður víst enginn undrandi þótt eg viðurkenni, að það þarf sérstakt jafnvægi þessa stund, 01 að bera fram spurningarnar á almennan, auðskilinn hátt með tilliti lil útvarpshlustenda. Oft hef ég í starfi mínu komizt að raun um það, að virkilega miklir menn eru blátt áfram í viðtali. Það er léttara að eiga fréttasamtal við utanríkismálaráðherra en bd. forstjóra fyrir sænsku almenningsfyrirtæki. Hann á til að sýna óþægileika, sem utanríkismálaráðherrann á ekki til. Það er eins og sá síðarnefndi finni smæð sína gagnvarl hinum óviðráðanlegu atriðum stjórnmálanna og viður- henni hana. Samtalið byrjar og spurningar og svör festast á hljóðbandið. Mínúturnar líða, samtalinu lýkur og hljóð- neminn er tekinn niður. Ég stend á fætur, þakka samtalið °g býst til brottferðar. Þá kemur frúin inn og býður kaffi. Hún settist niður og drakk með okkur. Samtal okk- ar snérist einkum um stjórnmál og fjárhagsafkomu. Allt 1 einu breytti ráðherrann um samtalsefni. Hvernig urðuð þér kristinn, herra fréttamaður? sPurði hann. llöfundurinn lcffKur pcniug í IBRA-sparibauk, en þá má sjá víða mcðal trúaðra erlendis. Ég varð undrandi, en sá strax að hér hafði ég mikið tækifíeri til að vitna um náð Guðs mér til handa. Með einföldum orðum lýsti ég ástandi mínu er ég var tvítugur unglingur. Ég sagði frá sálarbaráttu rninni, syndatilfinn- ingu og þrá minni eftir andlegum hreinleika og mögu- leikum til að sigra synd og freistingar. Einnig sagði ég

x

Afturelding

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.