Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 3

Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 3
AFTURELDING hönd lians og lýsti virðingu minni fyrir lífsstarfi hans, að hann frá unga aldri hafði látið Ieiðazt af þrá eftir að bjarga fólki í neyð. Þá leit hann á mig með næstum harnslegri feimni og tók í sig hugrekki að móta hugsanir smar í þessi orð: — Þér liafið gefið mér meira á þessari stundu en nokkur annar maður hefur gert. Svo gekk hann út og nágranninn á eftir. — Hlustið þið á IBRA-útvarpið hér á heimilinu? spurði ég konuna. — Við höfum reynt að heyra það, en náum því ekki, svaraði hún. — Má ég líta á viðtækið? sagði ég. Hún bauð mér í eldhúsið. Þar stóð gamalt viðtæki. Ég leitaði á stuttbylgjunum nokkra stund og allt í einu hljómaði vakningarsöngur úr norsku dagskránni, um eldhúsið. Konan fór að gráta og útskýringuna á því gaf hún sjálf. Á æskuárunum var hún frelsað Guðs barn og tók þátt í frjálsu kristilegu starfi. Nú vöknuðu minning- arnar við tónana frá útvarpinu. Hún sagði að hér væri ekkert slíkt starf. Hún liafði einangrazt og andlegt líf hennar tærst upp, en þráin eftir samfélagi við Guð lifði ennþá. I samtalinu við borðið tók hún eftir þessari sömu þrá hjá manni sínum og þegar hún nú heyrði gleðiboð- skapinn gegn um IBRA útvarpsstöðína fylla heimili sitt sá hún inn í nýtt tímabil og nýtt líf á heimili þeirra. Okkur fannst eins og við hefðum verið á vakningar- öldungurinn Eiríkur smiður,94 ára, hcfur frá mörgu að segja. samkomu þégar við yfirgáfum heimilið. Svona þörf fyrir Guð mætum við alls staðar. Þess vegna hefur kristinn útvarpsfréttaritari svo mörg og rík tækifæri að vitna um þann Guð, sem hann sjálfur hefur komizt til trúar á. Eöa Björnsdóttir liýddi. ViO þoruni ekki að þegja. Bak við hið yfirhorðslega kæruleysi og heisku mót- stöðu, sem margir láta í Ijós, þegar um trúmál er að ræða, liggur oft og tíðum djúpt andlegt hungur. Margir leitast við að deyfa þetta hungur með skemmtunum, sB°rnmálum, vísindum, hljómlist og mörgu öðru, en löngunin eftir einhverju, sem maðurinn getur ekki skil- greint leynist alltaf á botninum. Við sem erum kristin, vúum að aðeins Kristur getur fullnægt dýpstu þrá hjart- ans. En hversu oft látum við ekki tækifærin til að vitna um frelsandi kraft hans fara fram hjá okkur ónotuð! William Booth uppörvaði og hvatti alla nýfrelsaða til að vitna á útisamkomum. Ungur maður í Lancanshire gekk fram á einni slíkri samkomu og sagði: „Ég veit, að eS. er frelsaður!“ Meira sagði hann ekki. En um leið og hann sagði þessi orð, gekk ung verksmiðjustúlka fram Éjá og hugsaði: „Hann veit meira en ég.“ Eftir að hún ^eyrði þessi orð, fann hún enga ró fyrr en hún hafði fundið Jesúm Krist, og gat sagt það sama. Þessi unga stúlka varð síðan mikið og þekkt vitni fyrir Krist og vann marga menn fyrir Guð. s UTVARP IBRA, útvarpsstöð Hvítasunnumanna, sem staðsett er í Tanger í Afríku, sendir út dagskrá sína frá kl. 17:15 til 22:15 daglega á bylgjulengdum sem hér segir: 26.1 meter (11458 kc/s) 20.2 meter (14858 kc/s) 32.3 meter ( 9275 kc/s) IBRA útvarp sendir nú út kristilegt efni á yfir 20 tungumálum, en mikiR hluti efnisins er fluttur á sænsku. Skiptast þar á söngur alls konar, hljómlist, upplestur, samtöl og guðsþjónustur. Hér á íslandi er vandalítið að ná stöðinni inn á flest venjuleg viðtæki, sérstaklega ef menn liafa loftnet. Fjöldi hrefa herst til aðalstöðva IBRA í Stokkhólmi, sem vitna um hlessun þá er hlustendur víðs vegar hm heim hafa hlotið við að hlusta á stöðina. Jafnvel frá íslandi hafa horizt hréf, sem vitna um þuð sama. 35

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.