Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 4
AFTURELDING (iriiðimaðiir áttræðnr. Sæmundur Sigfússon. 1 baksýn nýbygging Fíladelfíusafnaðarins. Sæmundur Sigfússon heitir guðsinaðurinn, sem verður 80 ára á þessu vori, nánar tiltekið 27. júní. Sæmundur hefur verið svo mikið fyrir Guðs verk hér á landi um tugi ára, þó alveg sérstaklega fyrir Hvítasunnustarfið, að það er meira en verðugt að minnast mannsins með nokkr- um orðum á þessum mörkum ævi hans. Sæmundur er fæddur á Hringveri í Skagafirði 27. júní 1879. Faðir hans var Sigfús Bergmann Jónsson ættaður úr Svarfaðardal, og móðir hans Margrét Jónsdóttir ljósmóð- ir ættuð úr Skagafirði. Foreldrar hans voru sæmdarhjón. Sæmundur var í Hólaskóla tvo vetur. Fór til Danmerkur haustið 1905, til þess að búa sig betur undir það, sem hugur hans stefndi til, að vera leiðbeinandi og ráðgef- andi á sviði landbúnaðarmála. En hér fór sem oftar: Hlut- skiptinu er varpað í barminum, en allir úrskurðir þess koma frá Drottni. Sumarið 1906 sat Sæmundur á hvítasunnudag í kirkju úti á Sjálandi. Ungur prestur, brennandi í andanum flutti stólræðuna þennan dag. Aldrei komst Sæmundur eiginlega að því, hvað maður þessi hét, eða hvaðan hann var í Danmörku. Hitt varð minnisstæðara, hver áhrif þessi guðsþjónusta hafði fyrir allt lif hans. Þegar Sæ- mundur hlustar þar í kirkjunni, fær hann þá opinberun, 36 sem breytir öllu lífi hans. Kirkjan fyllist af himnesku ljósi og þeirri óviðjafnanlegu dýrð Guðs, að hann verður frá sér numinn um langan tíma. Fólkið, sem hafði fyllt kirkjuna til þrengsla þennan dag, hverfur honum, en hann umlykst þessu mikla ljóshafi á alla vegu. Guð opinberast honum svo persónulega þarna, að hann endur- fæðist og verður algerlega annar maður eftir þessa stund. Opinberun Jesaja, sem segir frá í 6. kafla spádómsbókar hans, hefur því orðið mjög hugstæð Sæmundi, vegna þess, að það sem hann reyndi sjálfur í litlu kirkjunni á Sjálandi, minnir svo á inngangsorð Tesaja að hans miklu sýn: „Árið sem Ússía konungur andaðist, sá ég Drottin sitjandi á háum og gnæfandi veldisstóli, og slóði skikkju hans fyllti helgidóminn“. Eins og þessi vitrun breytti lífsviðhorfum spá- mannsins, jafnt til tímanlegra og eilífra hluta, þannig breytti vitrun Sæmundar afstöðu hans til hinna sömu hluta. Eftir að Sæmundur kom heim frá Danmörku, sveigðist líf hans hægt og hægt inn á þær leiðir, sem Guð liafði stikað út fyrir hann. Hann hafði brennandi löngun að ganga til allra manna með vitnisburðinn um hjálpræðið í Kristi, en fæstir tóku á móti vitnisburði hans. Formaðist það þá meira og meira í hjarta hans, að það væri Guðs vilji að reyna að ná til þjóðar sinnar með vitnisburð- inn gegnum hið prentaða mál. Kæmist góð, kristileg bók inn í heimili, yrði hún þar eftir og mundi halda vöku sinni, þegar rödd þess sem bæri hana út um landið væri hljóðnuð. Nú hefur Sæmundur um marga tugi ára rækt þetta starf með slíkri trúfesti og samvizkusemi, sem sá einn getur lagt í það, sem veit sig liafa fengið köllun sína frá Guði, en ekki frá mönnum. Sum þau kristilegu smárit, sem Sæmundur hefur breytt út, hefur hann samið sjálfur. Kemur þá alltaf fram þessi innilega þrá, að mega benda lesandanum til liins eilífa lífs og hvar það sé að finna. Bók eina skrifaði hann líku um þetta efni, sem hann nefndi: Vegurinn til betra lífs. Man ég eftir því, að þegar bók þessi kom út, féll hún í

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.