Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 5
AFTURELDING hendur mjög greindum manni, sem las hana með at- 'hygli. Maður þessi sagði um höfund hennar að lestri loknum: „Mér dylst ekki að höfundurinn hefur verið leiddur af Guðs Anda, þegar hann réðst í að skrifa þessa bók.“ Bók Sæmundar bar táknrænt nafn. Hann hefur alltaf verið að segja samlöndum sínum veginn til betra líjs! Og það hefur hann gert jafnt með orðum og verkum. -— Þessi helgaði maður hefur farið um flestar sýslur Islands með bókatösku sína í hendinni og bæn í hjarta um það, að 'þjóð hans mætti þekkja vitjunartíma sinn. Sæmundur hefur ekki gengið um með háreisti, en hann hefur komið sem boðberi friðarins á fleiri heimili í þessu landi, heldur en nokkur annar núlifandi maður. Þá eru göngur hans og koma til hinna sjúku og gömlu á sjúkrahúsunum orðn- ar margar, og enginn veit tölu á þeim, nema Guð einn. Allt til þessa dags gengur Sæmundur út virku daganu; þegar hann hefur nokkurt þol til þess, með bókatösku sína. En helga daga gengur hann á sjúkrahúsin og til gamla fólksins á Elliheimilinu, eða til þeirra sem líða í heimahúsum. Svona hefur þjónusta þessa manns verið um marga tugi ára. Hann hefur verið helgiþjónn Krists Jesú, hvar sem hann hefur farið, og allir sem þekkja hann blessa nafn hans. Þegar mynd sú, sem hér fylgir, var tekin af honum, hittist svo á að nýja Fíladelfía, sem verið er að byggja í Reykiavík, er á bak við hann. Það getur talizt táknrænt nokkuð, því að fyrir líf svona sannhelgaðra guðsmanna rís Guðs ríki sterkara og máttugra að baki þeim en ann- ars hefði orðið, ef þeirra hefði ekki notið við. Hér stend- ur Sæmundur enn með bókatösku sína og horfir móti sól- arlaginu i Reykjavík. Hans eigið sólarlag er skammt und- an. En hann horfir móti því með gleði og friði þess manns, sem veit að hann hefur fengið köllun frá Guði og rækt hana af trúmennsku og samvizkusemi. Guð blessi þér, kæri vinur, ævikvöldið! Asmundur Eiríksson. Spatlfjódutirm fOimdid. Fimmtudaginn 21. maí var Sparisjóðurinn Pundið o])n- aður við Hverfisgötu og Klapparstíg. Sparisjóðurinn verð- ur opinn alla virka daga, frá kl. 10:30—12 f.h. og frá 5:00—6:30 e.h. Eins og margir lesendur Aftureldingar vita, hafa all- margir áhugamenn innan Hvítasunnuhreyfingarinnar hér á landi unnið markvisst að því að þessi sparisjóður yrði stofnaður. Bæði meðal Hvítasunnumanna í Noregi og Svíþjóð hefur þetta verið gert, og orðið mjög til eflingar °g styrktar Guðsríki. í þessum löndum eru trúaðir menu hvattir til að leggja peninga sína inn í þessar lánsstofn- ai'ir, heldur er að leggja 'þá inn í aðrar lánsstofn- anir, er síðan lána peningana til manna og fyrirtækja, sem vinna kannski gegn kristindómsmálum, og brjóta nið- nr það sem kristnir menn eru að reyna að byggja upp og efla. Allir sjá hvað það er rangt, og engan veginn ábyrgð- arlaust af kristnum manni, að láta fé sitt ávaxtast þar, sem það er notað kannski til að efla ranglæti og svnd. Þá ber það ekki sjaldan við, að trúuðum mönnum er synjað um lán í sömu lánsstofnunum, sem þeir hafa látið ávaxta sparifé sitt um fjölda ára. En þegar trúað fólk sameinar sig um sína eigin láns- stofnun, þá tryggir það um leið að peningar þeirra efla þann málstað, sem það lifir sjálft fyrir, á sama tíma, sem það fær sömu vexti af sparifé sínu eins og það væri í venjulegum bönkum. Ekkert er eðlilegra en að trúaðir menn vaxti sína eigin fjármuni í sínum eigin höndum. Og þegar þeir gera það, eins og hér er stefnt að, stíga þeir eitt skref fram á sömu braut og frumkristnin gekk. í frumkristninni gáfu kristnir menn allar eigur sínar Guðsríki og lögðu fjármuni sína við fætur postulanna, Post. 4, 34—35. Hér er skrefið s’igið fram á sömu braut. Munurinn er aðeins þessi, að í slað þess að láta allt af hendi, er ætlazt til að hinir trú- uðu leggi fjármuni sína í sameiginlegan sjóð, til þess að sá sióður ávaxtist og efli Guðsríki á einn eða annan hátt. Tilgangurinn er með öðrum orðum alveg hinn sami: að leggja fjármuni sína að fóturri Guðsríkis því til eflingar. Sparisjóðurinn Pundið, sem hóf göngu sína á þessari braut 21. maí s.l., býður því öllum trúuðum mönnum út um allt ísland að ávaxta sparifé þeirra, með sömu vöxt- um og sömu tryggingum og gildir í öðrum lánastofnunum. A .E. o 37

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.