Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 8
AFTURELDING ¥ tcL (^ótiÍLstatd&Lld ^Cf-ííad&HjLiisalnadatLtig. Þann 14. maí hafði Tónlistardeild Fíladelfíusafnaðarins söng- og hljómlistarsamkomu kl. 8:30 um kvöldið. í byrj- un samkomunnar gat Árni Arinbjarnarson þess að 28 nemendur hefðu verið innritaðir í Tónlistardeildina, en nokkrir þeirra hefðu orðið að hætta námi, sumir vegna veikinda eða annarra ástæðna. Próf höfðu farið fram dag- inn áður. Prófdómari var frú Hermína S. Kristjánsson kennari við Tónlistarskólann. í þessari söng- og hljóm- listarsamkomu komu þeir allir fram, sem tekið höfðu próf. Einnig söng söngkór safnaðarins marga velæfða og ákaflega fallega sálma undir stjórn Áma Arinbjarnar- sonar. Samkoma þessi var eins og ferskur þytur, sem gladdi og endurnærði alla, sem voru viðstaddir. Húsið var þétt setið. Afturelding náði tali af f jórum nemendum Tónlistardeild- arinnar, og átti stutt samtal við þá. Stúlkurnar tvær sem við töluðum við Iéku saman á fiðlu og píanó. Sömuleiðis drengirnir. Þess vegna eru þessir fjórir nemendur teknir, en aðrir ekki. Jenný Hendriksdóttir, Miðtúni 40. Okkur fannst þú vera undra dugleg, er þú komst fram með fiðlu þína í kvöld. Hvað ertu gömul, Jenný? — Ég er 13 ára. — Hvenær byrjaðir þú að læra á fiðlu? — Þegar ég var 9 ára. — Hjá hverjum hefur þú lært? — Hjá Árna Arinbjarnarsyni. — Hefur þú gaman af náminu? — Já. — Þú hefur auðvitað þurft að leggja nokkuð hart að þér, þar sem þú ert um leið í barnaskólanum, eða er það ekki? — Jú, nokkuð mikið. Ég hef æft mig eins og ég hef treyst mér til, en tek þó aldrei langan tíma í einu. — Langar þig til að halda áfram með fiðluna? Þú ætlar kannski að verða eins dugleg með hana og kennari þinn — Árni? Nú brosir Jenný lítið eitt og feimnislega, um leið og hún svarar: — Nei, ætli það! — Voruð þið Svanhvít búnar að æfa ykkur mikið sam- an áður en þið komuð fram? — Nei, ekki mikið. Við gerðum það stundum í vetur, en annars ekki. — Eru foreldrar þínir í Fíladelfíusöfnuðinum ? — Já, bæði pabbi og mamma og öll systkini mín. — En hver er afstaða þín til trúmála? Ertu viss um frelsi þitt? — Já. — Langt síðan? — Þegar ég var níu ára, þá frelsaðist ég. — Og síðan hefur þú aldrei efazt um það? — Nei! ★ Svanhvít Árnadóttir, Efstasundi 34. — Hvað ertu gömul Svanhvít? — Ég er 11 ára. — Hefur þú haft gam- an af að vera í Tónlistar- deildinni í vetur? — Já, mikið gaman. — Hvað varstu gömul, þegar þú byrjaðir með píanóið'? — 9 ára. — Þá hefur þú verið á Akranesi. Hjá hverjum bvrj- aðir þú að læra? — Hjá Fríðu Lárusdóttur, Akranesi. — Ætlar þú að verða snillingur á píanó? — Ég veit það ekki, og ldær við feimnislega. — Æfðir þú þig lengi daglega? — Nei, ég gat það ekki, því að ég þurfti að lesa um leið lexíurnar í barnaskólanum. Ég æfði mig einn og hálfan til tvo tíma á dag. — Er Árni strangur kennari?

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.