Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 9

Afturelding - 01.06.1959, Blaðsíða 9
AFTURELDING — Nei, segir Svanhvít og brosir. — Hann er góður kennari. — Varstu ekki feimin að koma svona fram fyrir fullu húsi? — Jú, svolítið, ekki mikið samt. — Titraðir þú? — Nei, nei, og svo varð ég róleg undir eins og ég byrjaði. — Eru foreldrar þínir í Fíladelfíusöfnuðinum? — Mamma. — Vill hún að þú haldir áfram með píanóið? — Já, og pabbi líka. Hann vill ekki að ég hætti. — Þú elskar Jesúm, er það ekki? — Jú. ★ Glúmur Gylfason, Vatnsendabletti 88. — Hvað ertu gamall, Glúmur? — 15 ára. — Við höfum heyrt lát- ið liggja að því, að þú sért duglegur og kappsfullur að læra. Hefur þú mikla löng- un til að læra á hljóSfæri? — Já, mig langar mikið til þess. — Ertu að læra á fleira en eitt hljóðfæri? — Á píanó og selló. — Hvenær byrjaðir þú? — Þegar ég var 11 ára, þá byrjaði ég að læra á píanó, en svo tók ég sellóið í vetur. Annars missti ég næstum eitt ár úr á píanóið, þegar Árni fór til Englands. — Þú hefur lært hjá Daníel Jónassyni í vetur. Fellur þér vel við hann? — Já, ég hef lært hjá honum bæði á píanóið og sellóið, hann er góður kennari. — En hvort af þessu tvennu ætlar þú að leggja frekar fyrir þig? — Ég held sellóið, því að næsta ár ætla ég í landsprófs- deild, og þá þarf ég að læra svo mikið, að ég get ekki sinnt hvorutveggja, og það verður létlara fyrri mig að hafa sellóið. — Þá ætlarðu að sleppa píanóinu alveg? — Nei, það meinti ég ekki, bara meðan ég er að ná landsprófinu. Svo vona ég að ég geti haldið áfram með bæði hljóðfærin. — Hugsarðu eitthvað lengra fram í tímann? — Mig langar til að fara í kennaraskólann. — Ég veit að þú hefur fundið Krist, sem frelsara þinn — ekki satt? — Jú, fyrir fjórum árum frelsaðist ég. — Og nú ætlarðu að lifa fyrir hann og þjóna honum í öllu sem þú getur? — Já, mig langar til þess. Þess vegna vil ég reyna að læra nokkuð vel á bæði þessi hljóðfæri til að geta hjálp- að í krislilegu starfi á 'því sviði, ef svo ber undir að þörf er á því. — Þetta er falleg hugsun, Glúmur, Guð blessi þig og styrki þig í áformum þínum og ásetningi. ★ Eiríkur Tryggvason, Grensdsvegi 18. — Hvað ertu gamall, Eiríkur? — Ég er 14 ára. — Við sjáum það að þú ert að gera fiðluna að vini þínum. Hvað er langt síðan þú byrjaðir með fiðluna? — Ég er búinn að læra í þrjá vetur. — Hjá hverjum? — Árna Arinbjarnarsyni. — Ætlarðu að halda áfram? — Mig langar til þess. -— Varstu ekki feiminn. að koma fram með fiðluna fyrir fullu húsi? — Nei, nei! — Varstu ekki hræddur, að Glúmur mundi kannski setja þig út af laginu? Gat það ekki einmitt skeð, ef hann hefði verið feiminn og taugaóstyrkur? — Árni sagði að vjð yrð- um að leika saman, og við urðum að gera það. — Kannski voruð þið báðir lítið eitt feimnir? — Já, ef til vill. — Voruð þiðl ekki búnir að æfa ykkur mikið saman áður? — Nei, við gátum aðeius æft tvisvar sinnum saman. — Nú, þá verðum við að viðurkenna að þið voruð dug- legir. — En hvernig er það með trúarafstöðu þína, Eiríkur? Ertu viss um frelsi þitt? — Það eru fimm ár síðan ég frelsaðist. Og pabbi og mamma eru bæði frelsuð og eru í Fíladelfíusöfnuðinum. Líka eru tveir bræður mínir frelsaðir. — Þetta var ágætur endir á samtalinu. Þakka þér fyrir, Eiríkur. Á. E. 41

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.