Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 6
AFTURELDING þungan höfuðverk og slæma líðan. —- Dóttir hans sagði við hann: — Pabbi, mig dreymdi, að ég var heima hjá englun- um. Þá fór ég að hugsa um pabba. Og svo sá ég Jesúm. Hann kom inn þar sem ég var með englunum. Og hann sagði við mig: „Segðu pabba þínum og mömmu, að ég komi mjög fljótt.“ Nú þrábað litla stúlkan pabba sinn og mömmu að leita Guðs. Og þau gerðu það. Nú stóð hann þarna frammi fyrir þessum hálærða manni og vitnaði fyrir honum um ])á hamingju, sem ‘komið hafði inn í heim- ili hans er hann gaf sig Kristi. Lærði maðurinn sagði: — Það er aðeins i annað sinn, sem ég er með á svona samkomu. En allt fyrir það dylst það ekki augum mín- um, hvernig ásjóna yðar ljómar. Það segir mér, að þér hljótið að eiga óviðjafnanlegan hjartafrið. Ó, að ég gæti eignazt þetta sama! Á næstu samkomu kom hann til mín og sagði: — Ég vil þakka Guði! Ég hef komizt í samband við Jesúm. Síðan sagði hann frá því, að þegar hann kom heim, eftir síðustu samkomu, hefði hann hrópað: — Ef Guð er til, — þá bið ég hann að mæta mér! Ó, þvílíkur Guð, sem Jesús hefur opinberað okkur, sem vill frelsa alla menn, er leita hans. Það eru til margir óhamingjusamir menn, sem þrá Guð, en vita ekki leið- ina til hans. ★ Mér kemur i hug 19 ára gamall Parísarbúi, sem varp- aði sér í Signufljót. Á bréfmiða, sem hann lét eftir sig í herbergi sínu, hafði hann skrifað: — Ég megna ekki að 1 ifa lengur í þessum synduin. ÉS þrái hreinleika. Piltur þessi var frá heimili, þar sem faðirinn táldró konu sína, og þar sem móðirin táldró manninn. Sonurinn gat ekki horft á þetta syndalíf. Við- bjóðurinn við syndalífi foreldranna varð honum um megn. ★ Fyrir stuttu síðan var trúboðinn T. L. Osborn frá Ameríku í París. Stórar samkomur voru auglýstar og fjöldi manns leitaði Krists. Auk þess læknaðist margt inanna af sjúkdómum sínum. í lok einnar samkomu kom maður einn og bað um fyrirbæn. Hann gaf þessa játn- ingu um leið: — Fyrir þrjátíu árum var ég lærisveinn og meðal hinna kristnu. En ég steytti mig á því, að hinir trúuðu væru ekki fullkomnir eins og þeir ættu að vera, eftir mínu 54 áliti. Ég tók eftir svo miklum ófullkomleika hjá þeim, og þess vegna yfirgaf ég þá. En hugsið ykkur, nú hafa þrjátíu ár ævi minnar runnið út í sandinn. Ég tala sex tungumál eins og móðurmál mitt. Ó, hversu mikið hefði ég getað notað þetta í þjónustu Guðs! En ég hef lifað öll þessi ár í synd. Haldið þið að Guð geti fyrirgefið mér? Ef Guð vill gera það, vil ég hér eftir setja fyrstu kröfuna á sjálfan mig en ekki aðra. Ég vil horfa á Jesúm, en ekki á veikleika og bresti meðbræðra minna, eins og ég gerði fyrir þrjátíu árum, enda varð mér það sjálfum að falli. — Maður þessi fann Krist. ★ Ég fékk tækifæri til að skreppa til Belgíu og vitna um Krist. Á þeim stað, sem ég stoppaði, er kolanáma. Einn af þeim, sem vinna þar, er flóttamaður. Áður var hann lyfsali. Hann er fjölmenntaður maður. Nú vinnur hann í kolanámu. Maður þessi er dýrðlega frelsaður! Hann kvartar ekki yfir hinum erfiða og langa vinnutíma í kolanámunni. Öll fjölskylda hans er frelsuð. Hann á þrjá syni. Það hrífur mann að sjá þá. Einn er 12 ára, annar 10 og þriðji aðeins 5 ára. Þegar pabbi þeirra er búinn að vitna á samkomunum, stendur 12 ára sonurinn ujip og biður e!dheita bæn — um frelsi sálna. Þegar faðirinn kemur heim frá næturvinnu sinni, hef- ur hann fyrst bænasamkomu með fjölskyldu sinni. — Því næst les hann Guðs orð. Þá háttar hann og sefur þrjár slundir. Þá klæðir hann sig á ný, safnar fjölskyldu sinni saman og þau þakka öll Guði. Eftir það borðar hann. Síðan gengur hann af stað og gengur frá húsi að húsi og selur kristileg blöð og bækur, og býður fólki á samkomur. Það er hamingjusamur maður, sem snýr heim aftur, til að biðja fyrir þeim, sem hann hefur vitnað fyrir. Hverja sunnudagsnótt hefur hann bænanótt, og á sunnudögum prédikar liann. Maður þessi er forstöðu- maður hinna trúuðu í þessu þorpi, sem ég dvaldi í. Mætti Guð hjálpa okkur til þess að eiga hinn himneska kær- leika í hjörtum okkar til meðbræðranna, svo að við skiljum þýðingu þess, að vinna sálir þeirra fyrir Krist. Á. E. Frá afgreiðslu Aftureldingar. Á afgreiðslu blaðsins fœst úrval af kristileg- um hljómplötum og bókum, erlendum og innlendum. — Sendum gegn póstkröfu.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.