Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 7
AFTURELDING „Það var cífthvad óvenfulegf víð móður tnína". Kathryn Blackhurn Peck skrifar á |)essa leið um móður sína: Dag einn vorum við börnin að Ieika okkur í garðinum. sem lá umhverfis æskuheimili okkar. Vissum við þá ekki fyrri til en tveir höfuðlausir hanar þeyttust inn vfir trjá- girðinguna, til okkar. Jafnframt heyrðum við nágrann- ann ófrægja fjölskyldu okkar með hinum hryllilegustu formælingum. Við börnin gláptum á blæðandi hanana, sem ennþá bylt- ust um í fjörbrotunum. Þcir voru verðlauna-hanar móður minnar, sem nú höfðu þurft að gjalda með lífinu stutta heimsókn inn á lóð herra Blanks Grund! Undir eins og við höfðum áttað okkur örlítið á því, sem fyrir hafði komið, hlupum við í miklum æsingi inn í eldhúsið til mömmu, og sögðum frá þessum hryllilega atburði! Reið og æst, sem við vorum, töluðum við öll í einu og lýstum athurðinum á hinn sorglegasta hátt, og biðum síðan í ofvæni eftir dómi móður okkar. Mundi hún ekki fara á sömu stundu yfir til nágrannanna og gera eins og frú Picket gerði í líkum kringumstæðum: krefja mannitm reik’ungsskanar með dómhunítum ávirðingarorðum? Eða mundi hún fara grátandi til pabba og klaga verknaðinn fyrir honum og skipa honum síðan að sækja sökina á hendur herra Blanks? Móðir okkar Pfe^ði hvorugt af þessu. Andlit hennar lýsti n-ikilli hryg~ð, því að þessir verðlauna-hanar voru miklir kostagnpir í ausrum hennar. En eigi að síður stóð hún eins iafnvæn,isful], sem endranær, með blóðuga han- ana í höndum sínum. ,.Lá‘tu vatn í matarpottinn“, sapði mamma, við elztu systur okkar. Að lítilli slund liðinni fylltist svo a-llt eld- húsið af ilmandi hænsnakiötslykt. Þótt við börnin skildum mæta vel hið sorglega við þetta allt saman, glöddumst við þó innra með okkur við tilhugsunina um það, að fá að borða þennan ilmandi kvöldverð! Hvaða rétt matav mundi mamma annars gera úr þessu? Hún gat gert marga rétti úr því, fannst okkur. Og áður en langt leið, skildum við að það mundi verða hænsnasteik! Þegar búið var að sjóða kjötið dálítið, skar mamma hlutana meira í sundur og lagði svo stykkin i form. Þar næst lagaði hún sósu og hellti yfir kjötið í formunum. Því næst var steikarfatið’ sett inn í ofninn og þar var kjötið bakað unz myndazt hafði stökk, gullin skorpa. í vísdómi sínum og umhyggju ákvað mamma að þessi sorglegi athurður skyldi umsetjast í ofurlitla fjölskyldu- hátíð! Og eftirrétturinn varð appelsínuábætir með ýmiss konar sælgæti innan í og þeyttum rjóma utan á. Þegar steikin var tilbúin, hað mamma elztu systur okk- ar að dúka borðið, en á meðan ætlaði hún að skreppa yfir til nágrannanna. „Til herra Blanks! Hvers vegna ætlarðu svo sem til hans?“ spurðum við börnin í kór. „Jú, svaraði mamma, nágranni okkar á að fá stórt stykki af hænsnasteikinni og dálítinn skammt af ábætinum. Ég vil bera fram afsökun við hann, því að hanarnir hafa valdið honum óþægindum, og það er okkar sök,“ sagði móðir okkar. „Já, mamma,“ andmælti ég, „en hann sagði svo and- styggileg orð um okkur og hænsnin okkar, að það var engu líkt. Hann kallaði okkur til dæmis. ...“ Lengra kem°t ég ekki, bví að móðir mín greip framm í fyrir mér: ,.Þ"g’ð b'ð, börn! Eg vil ekki hevra orð hans. og þú skall ekki heldur taka þau nærri þér. Hann er ekki kristinn maður og þar að auki óhamingiusamur, gamall maður. Fænsni okkar hafa verið inn á lóð hans, og það mirmsta sem við getum gert, er að reyna að gleðja hann örlítið í staðinn.“ Því næst skipti mamma um svuntu og gekk út úr dyr- unum. Ég hlióp á eftir henni og faldi mig í kjarrinu, sem var skammt frá húsi nágranna okkar. Hvernig ætli það fari ci~inlega fy'ir mömmu? Maður, sem getur hagað sér svona að hiiggva höfuðið af dýrum annarra manna, getur fundið upp á hverju sem er, hugsaði ég. Þegar mamma gekk að dyrum herra Blanks, var ekki hægt að merkja nokkurn óróleika í fasi hennar. Skref hennar voru jafn róleg og föst sem venjulega. í hend- inni bar hún bakka, sem var með hvítum dúk. Ég minn- ist þess enn, hvernig ég horfði á böndin á svuntu hennar sveiflast til í vindinum! Ég minnist þess líka, að það kom kökkur í hálsinn á mér, þegar mamma drap á dyr ná- 55

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.