Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 8

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 8
AFTURELDING _5>umatmótLn. Það er orðin föst venja meðal okkar Hvítasunnumanna að hafa tvö sumarmót. Annað er átta daga mót, og er það haldið á ýmsum stöðum, eftir því sem henta þykir hverju sinni. Hitt er tveggja eða þriggja daga mót, og er það jafnan haldið á sama stað — Kirkjulækjarkoti í Fljótshlið. Aðalmótið var haldið í sumar í Stykkishólmi, dagana 21. til 28. júní. Einu sinni áður hefur sumarmót verið haldið í Stykkishólmi. Það var þegar Þórarinn og Herta Magnússon voru þar, 1950. Það mót var óvenjulega bless- að af Guði. Tuttugu og sex manns skírðist í Heilögum Anda á því móti og margir frelsuðust. Það var jtví með a’lmikilli eftirvæntingu, sem Hvítasunnumenn beindu för sinni til Stykkishólms á þetta sumarmót. Skyldi Guð út- bella Anda sínum eins rikulega yfir þetta mót, eins og hann gerði yfir mótið 1950? Svona var hugsað og svona var spurt, af mörgum sem mótið sóttu i sumar. En það þurfti ekki lengi að spyrja, því að þegar kom fram i miðja vikuna, var úthelling Heilags Anda farin að segja til sín á mjög áberandi hátt. Þessu fór fram allt til síðustu stundar mótsins. Höfðu þá 24 skírzt í Heilögum Anda, og auk þess voru margir aðrir undir svo mikilli blessun Heilags Anda að búast mátti við, að þeir skírðust í Andanum hvenær sem var. Óhætt er að fullyrða að alls staðar i heiminum er Hvíta- sunnuvakningin fædd við úthaldandi bæn og trú, einnig á íslandi. Eins má segja um starfið í Stykkishólmi. Syst- kinin Herta og Þórarinn Magnússon byrjuðu starfið þar við mjög erfið skilyrði. Það er vel kunnugt meðal þeirra, grannans og bar fram friðþægingarfórn sína. Veslings herra Biank! Þegar hann var reiður, vantaði hann sann- arlega ekki skammaryrðin af verstu tegund, en á þessari stundu gekk munnur hans hreint og beint í baklás! Jafn- vel óttaslegið barn, eins og cg var, gat ekki komizt hja því að finna til samúðartilfinningar með honum, þar sem hann stóð, skömmustulegur og mállaus, með mild augu móður minnar hvílandi á sér. Þannig var móðir mín. Þannig lifði hún allt sitt líf til þeirrar stundar, að Guð tók hana beim til sín. Hún lifði eftir boði Frelsarans: „Elskið óvini yðar, biðjið fyrir þeim, sem ofsækja yður,“ 56 Mótsgcstir fyrir utan samkomuhúsið. sem bezt þekkja tij, að Þórarinn helgaði sig mjög bæna- þjónustunni allan tímann, sem hann var í Stykkishólmi. Eflaust var bænastaðurinn oft vökvaður tárum og fastara tekið í trúarstrenginn J)ar en almennt er vitað. Ef til vill er þangað að leita orsakanna fyrir því, að sumarmótin í Stykkishólmi hafa notið svo ríkrar blessunar og úthellingar Heilags Anda, sem raun ber vitni. Eftirmenn Þórarins og Hertu í Stykkishólmi, Ásgrímur Stefánsson og kona hans, Sigurlaug Kristinsdóttir hafa haldið merkinu trúverðugfega uppi síðan þau komu }>angað, hreinu, björtu og lýtalausu. Hafa þau gert það bæði sem menn og kristin. — Það er vel þegar svo skipast, er manna- skipti verða. Sigurður Lárusson, sem var mjög trúverðug- ur bróðir við hlið Þórarins alla tíð, hefur verið sami góði og trúi bróðirinn við hlið eftirmanns Þórarins, og J)eir vinirnir aðrir í Stykkishólmi. Allur undirbúningur undir mótið í Stykkishólmi var með mestu prýði. Eiga þau hjónin, Ásgrímur og Sigurlaug, á- samt trúsystkinunum þar, beztu þakkir skyldar fyrir allt e þau gerðu fyrir mótsgestina. Sá háttur var hafður á að sameiginlegt mötuneyti va allan tímann, sem Eiríkur Halldórsson veitti forstöðu mec ágætum. Annars fengu flestir mótsgestirnir svefnpláss víðs- vegar úti um bæinn. Yfir hundrað inanns sótti mótið og

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.