Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 10

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 10
AFTURELDING leið og hann fór af landi burt. Þið sem lesið þetta, hefðuð átt að heyra, hvað hann sagði um þetta sumarfrí sitt! Það var eins og hann hefði aldrei átt sumarfrí áður! Svona er það, þegar Heilagur Andi kemur yfir æsku- manninn, og alla menn. Allt verður nýtt! Það mætti líka skrifa um það, hve unaðslegt það var að sjá börn fyllast Heilögum Anda og tala tungum eins og Andinn gaf þeim að mæla. Ég sá það með rnínum eigin augum, hvernig öll samkom- an, í eitt skipti, sem var undir sterkum krafti Heilags Anda, leit upp, og leit við. er ellefu ára drenaur spratt upp úr sæti sínu undir krafti Andans og tók að tala á vndislegu og óþekktu tungumáli. Um leið kom yfirnáttúrlegur heil- agleiki og hljóðleiki yfir alla samkomuna: Allir horfðu í hlióðlausri undrun og lotningu á það, hvernig Guðs Heilagi Andi hafði fyllt veru barnsins og gefið okkur alveg nýja útleggingu á orðunum í 8. sálmi Davíðs: „Af munni barna og brjóstmylkinga hefur þú gjört þér vígi, sakir fjandmanna þinna, til þess að þagga niður í óvinum þínum og fjendum“. Eg sagði seinna við konuna mína, Jtegar ég minntist þessarar samkomu, að Jregar ég hefði séð Jæssi undrandi andlit og Jrá djúpu lotningu, sem allt í einu greip samkomu þessa, er barnið spratt upp frá bæn- inni, hefði mér komið í hug orðin í Opinberunarbók- inni: „Og 'er það — Lambið — lauk upp sjöunda inn- siglinu, varð þögn á himni, hér um bil.hálfa stund.“ — Þannig getur opinberun Guðs altekið Guðs fólk, að það finnur, að þögnin talar bezt! Þeim, sem verið hafa vitni að því, sem Guð hefur gert á meðal okkar í sumar, dylst ekki, að Guð er með þessu að sýna, að hann vill íklæða fólk sitt krafti Heilags Anda á beim vondu dönrum, sem við Iifum nú. En muti bað ekki líka vera vitnisburður um það, að Jesús er að búa sína trúuðu undir endurkomu sína? Mætti því bessi úthelling Andans leiða þá sterku eftirvæntin<Tu fram, sem lýsir sér í bessum orðum: „Og Andinn og brúðurin segja: Kom þú! Og sá sem hevrir. segi: Kom þú. Og sá sem þvrstur er, hann komi. Hver sem vill. hann taki ókeypis lífsvatnið.“ Opb. 22, 17. Ásmundur Eiríksson. Eí þér fyrirgefið ekki. Þjónustustúlka, sem vann á prestsheimili varð fyrir því óláni, að einkadóttir prestsins dó af slysförum af hetin- ar völdum. Rétt á eftir spurði vinur prestsins hann, hvort hann gæti hugsað til þess að hafa þessa þjónuslustúlku i heimilinu framvegis. Prestur svaraði: „Ef ég breytti öðru vísi, gæti ég ekki prédikað lengur um fyrirgefandi kærleika frelsarans.“ 58 Æskan dansar framan við altarið. „Aftonbladet“ í Svíjtjóð segir frá: „Er Jtað synd að dansa framan við altarið?“ „Nei, hvers vegna það?“ spyr Walfrid Selinus prestur i Enköping. Hann slendur fyrir æskulýðshúsi Jtar í bænum, serrt lítur út eins og hver önnur áþekk ríkisstofnun. Það er aðeins það, að' þar er altari. Ungmennin taka sér líma til að rökræða urn málefnin. Stundum leika þau jass og dansa framan við altarið. Litlu seinna er höfð kvöldbæn í Jressum sama sal. —Hneyksli! segir gremjufullur hópur af fólki í En- köping. Presturinn hefur misskilið hlutverk sitt sem leið- andi maður kirkjunnar. í blöðum bæjarins er mikið skrif- að um þetta. Krossbræðraráði er send tilkynning um þetta. „Það er áreiðanlegt að sumt fólk, sérstaklega eldra fólk, verður skelfingu lostið að sjá æskuna dansa framan við altarið“, segir Selinus prestur, „en það þarf ekki að vera andstaða á milli kristindómsins og þessarar lífsgleði.“ „Trons segrar“ í Osby segir jrú: Sóknarpresturinn í Osby kom fram ásamt litlu rock- stjörnunni Gerhard, á rock-hátíð í Hasslehom, þar sem hann lét í ljós skilning sinn á lífsjákvæðum háttum æsk- unnar til að skemmta sér. Prestnrinn sló hljómfallið í söng rock-stjörnunnar, og endaði með „Faðir vor“ og sálminum „Guds rene Lam uskyldig“. Það var tekin mynd af ho’ium meðan hann faðmaði rokc-stjörnuna, er hún ásrrnt fylgdarliði sínu — hljóðfæraleikurunum, hafði verið við hámessu í Osby og í heimboði á prestssetrinu. Blaðamaðurinn, sem leitaðist við að athuea afleiðing- amar af bessari auglýsingar-hátíð. hiá þeim börnum. sem voru tíu ára gömul og höfðu séð betta, — komst að beirri irðurs’öðu, að bau svndu kuldalega mótsföðu gaenvart þessu öllu. Þeim geðjaðist ekki að því hátfala"-i prestsins, „að boða trúna eins og sýningar og markaðsvöru“, eins og Finn Stahl segir. Hitst. David Klementz. — Þýtt úr Livets Gang. LESTU BIBLÍUNA. Lestu hana'til að verða vitur, trúðu henni svo að Jtú frelsist og lifðu 'eftir fyrirsögn hennar svo að þú helgist. Hún er vegabréf fcrðamannsins, stafur pílagrímsins, áttaviti flugmannsins og frjálsræðisvottorð kristins manns. Hún ætti að fylla hugann, stjórna hjartanu, og leiða fólinn. Les hana oft og hægt og les hana með bæn.

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.