Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 11
AFTURELDING Á vegi frelsisins. Jóhanna Hjartardóttir. Mig langar með nokkrum orðum að gefa Guði dýrðina fyrir frelsi mitt. Það er mikil náð að taka á móti Guðs orði og fyrirheitum hans, sem standa þar. Ef við ekki trúurn þeirn, getum við ekki tekið á móti þeim. Ég átti trúaða móður, sem las fyrir mig úr Guðs orði þegar ég var barn. Ég trúði alltaf að Jesús væri Guðs sonur og 'að hann hefði dáið á krossinum fyrir syndir mannanna. En ég hugsaði ekki um það, að hann gerði það persónulega fyrir mig. Mig langaði til að elska Guð og vera eins og hann vildi að ég væri. Ég var því oft að reyna að bæta mig og l'eggja niður eitt og annað, sem ég áleit að væri ekki Guðs vilji, en það tókst ekki. Ég var alltaf sú sama. Oft fór ég í kirkju til að heyra Guðs orð, en fór alltaf jafn fátæk út aftur sem ég fór inn. En þó fannst mér að ég hlyti að vera betri í Guðs augum við þetta. Síðar byrjaði ég að sækja samkomur hjá Hvítasunnu mönnum, þar sem ég fékk að heyra Guðs orð, eins og það stendur í Biblíunni. Þegar ég heyrði boðskap Biblíunnar. sá ég að ég var svndari. Guðs orð talaði kröftuglega til mín eins og stendur í Hebr. 4, 12: „Því að orð Guðs er hfandi og kröftugt og beittara hverju tvíeggjuðu sverði, og smýsrur inn í innstu fvlesni sálar og anda, liðamóta og mergjar, og er vel fallið til að dæma hugsanir og hug- venningar biartans“. Þetta fékk ég að revna. Guðs orð smaug í gegn um alla veru mína. Ég fór að lesa Biblíuna og Guðs Andi sýndi mér, að það sem ég las var sann leikur. Hið sanna 1 iós var að upplýsa hug minn og hjarta og ég sá að ekkert hjálpræði var að fá nema í Jesú Kristi. Hann var særður vegna tninna synda og kraminn vegna minna misgerða og ltegningin, sem ég bafði til unnið kom niður á honum. Ég játaði syndir mínar fvrir Jesú og hann hreinsaði mig af allri synd með sínu heilaga ltlóði. Hvílík náð að ég mátti koma eins og ég var. „Þann sem til mín kemur mun ég alls ekki burt reka“, segir .Tesús. Ékkert hafði ég til þessa unnið. „Því af náð eruð þér hólpnir orðnir fyrir trú, og það er ekki vður að þakka, heldur Guðs gjöf. Ekki af verkum. til þess nð enginn skuli geta þakkað sér það sjálfum." — Ef. 2, 8—9. Það urðu mikil umskipti frá því að hafa hjartað fullt af synd og löstum, en nú Guðs frið, sem er æðri öllum skilningi. Á þeirri stundu sent við iðrumst synda okkar og tökum á móti fyrirgefningu Guðs erum við orðin Guðs börn og tilbúin að ganga inn í hintin hans. Ég var áður búin að taka við þeirri villukenningu, að eftir dauðann færi sál mannsins inn á Jrroskastig, ntismunandi langt eftir Jrví bvernig maðurinn lifði hér. Þetta kennir Biblían ekki, en hún segir frá því hvernig ræninginn á krossinum, Jiessi mikli syndari iðraðist og snéri sér til Jesú í neyð sinni. Þá sagði Jesús: „Sannlega segi ég þér: í dag skaltu vera með mér í Paradís.“ Þetta er einmitt boðskapur til Ju'n. sem lest þessar línur. Um leið og við snúum okkur til Jesú 'erum við orðin hans börn. Strax eftir frelsi mitt þráði ég að taka biblíulega skírn. Ég var búin að sjá Jiað í Guðs orði. að bver sem trúir og verður skírður mun hólpinn verða. Ennfremur sá ég að Jesús sjálfur tók niðurdýfingarskírn. Okkur ber að gera þetta-. Við skírnina fékk ég að reyna nýja blessun inn í mitt trúarlíf. Ég fann að ég færðist nær Jesú en fjær heiminum og það var og er þrá mín. Nú eru liðin 20 ár síðan Jesús frelsaði mig. Oft he.f ég óskað bess að ég befði frelsazt miklu fyrr. Drottinn hefur verið trúfastur öll þessi ár undir öllum kringum- stæðuin og hann mun verða það allt til enda, af því að hann er hinn sami í gær og í dag og að eilífu. Þegar ég bafði verið frelsuð í 10 ár skírði Jesús mig í Heilögum Anda og ég fékk að tala nýium tungum eins og Aiidinn gaf mér að mæla. Post. 1 ;4. Það var dvrlea stund, sem aldrei gleymist. Pétur postuli mælti á hvíta- sunnudag í Jerúsalem: „Gjörið iðrun og sérhver yðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar svnda yðar, og þér munuð öðlast gjöf Heilags Anda, Jiví að vður er ætlað fyrirheitið og börnum yðar og öllum Jieim. sem í fjarlægð eru, öllum þeim, sem Drottinn Guð vor kallar til sín.“ — Post. 2, 38—39. Að lokum vil ég segja við þig, sem ert ófrelsaður: Komdu til Jesú. Þér stendur frelsið til boða í dag. Lestu Guðs orð, það er okkar leiðarljós inn í himin Guðs „Þitt orð er lampi fóta minna og ljós á vegi mínum.“ 59

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.