Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 12
AFTURELDING llaiin k<kiiini* skjótt. Þegar postulinn Jóhannes var í útlegð á eynni Patmos hrópaði Jesús til haiis af himni og sagði: Sjá, ég kem skjótt! Og Jóhann'es svaraði: Kom þú Drottinn Jesús. Allt frá þcirri stundu hefur Heilasrur Andi stöðuglega hvatt mennina til að vera viðbúnir þeirri stundu, er Jesús kem- ur aftur til að sækja sitt fólk, en nú er koma Drottins nft:án hunduð árum nær en þegar Jóhannes var á Patmos. Pá!l postuli bjóst jafnvel við að Jesús rnundi koma meðan liann var á lífi, því að hann segir: „Vér munum ekki allir sofna en allir munum vér umbre.ytast á einu auga- bragði“, og: „Vér munum verða hrifnir til fundar við Drottin í loftinu.“ Ef nú Jóhannes vissi þetta og Páll hafði þessa himnesku von, hversu ber okkur þá að ganga i grandvarleik, sem endir aldanna er kominn til, okkur, sem stöndum 1900 árum nær þessu háleita og heilaga takmarki, sem véi stefnum að? Gætið að fíkjutrénu og öllum trjám, sagði Jesús, þegar þau fara að skjóta frjóöngum, þá vitið þér að sumarið er í nánd. Þannig skuluð þér og vita að þegar þér heyrið allt þetta, þá er hann, mannssonurinn, fyrir dyrum. Alls konar tré, sem við áttum að gefa gætur að eru mismunandi tákn, sem boða komu Drottins, en fíkjutréð, sem við áttum sérslaklega að gefa gaum, það er ísraels- jijóðin og koma hennar til Palestínu, en h'eimflutningur Gyðinga hefur blasað við oss fjölmörg undanfarin ár, og þegar Jerúsalem fellur öll í hendur Gyðingum þá er tími okkar heiðingjanna þrotinn, en það getur gerzt á hvaða stundu sem er. Þér munuð heyra um hernað, því að þjóð mun rísa gegn þjóð og konungsríki gegn konungsríki, sagði Jesús. Um hvaða tíma talaði hann þá? Um okkar daga, þetta er rétta myndin af þeim. Mannssonurinn kemur á þeirri stundu, sem þér ekki ætlið. Hvaða stund skildi það vera? Ætli það sé ekki sú stund sem er að líða? Eru ekki augu vor alltaf fest á framtíðinni, búum við ekki um okkur hér eins og framtíðin væri eilíf og við ættum að lifa um aldir alda. Eigum við ekki alla vora möguleika í framtíðinni? Og hugsum við ekki um komu Jesú eins og hún væri langt í framtíðinni? Við, sem eigum að vænta eftir og flýta fyrir komu þess mikla dags. Það er vakning í því að búast við Jesú á þ'eirri stund, sem er að liða og þá kappkostum við að vera reiðubúin, sú hugsun að Jesús geti komið í dag, heldur okkur hrein- um, vakandi og í lifandi eftirvæntingu. Nói var tilbúinn að ganga í örkina áður en flóðið skall yfir. Hann vissi ekki hvenær það kæmi, en hann vissi að það átti að koma og hann sá um að allt væri tilbúið í tæka tíð. Látum okkur vaka og vera viðbúin. Treystum ekki um of á framtíðina, því að Jesús getur komið á hvaða stundu sem er. Á páskum Gyðinga spyr hinn yngsti í húsinu: „Hve- nær kemur Messías?“ Þá stendur húsfaðirinn upp, geng- ur til dyra, opnar þær uj)p á gátt og segir: „Hann getur komið á hvaða stundu sem er.“ Jesús er fyrir dyrum. Látum okkur vænta eftir og flýta fyrir komu Guðs dags. J.S.J. Sálm. 119, 105. Þannig er orð Guðs okkur öllum, sem elskum hann. Þegar mínir dagar eru á enda hér í heimi og ég á að fara heim til Jesú, þá er bæn mín sú sama og sálma- skáldsins: Ó, Jesús, séu orðin þín andláts síðasta huggun mín. Sál minni verði þá sælan vís með sjálfum þér í Paradís. (H. P.) Jóhanaa Hjartardóttir, Vcstmannaeyjum. Það kostar þrek að taka ekki þátt í slúðri þegar aðrir, sem með okkur eru vilja gjarna heyra það, að taka málstað þess, sem er fjarverandi, þegar aðrir lala illa um hann og ræna hann heiðri og mannorði, að láta vera að afsaka sjálfan sig þegar það er ekki hægt öðru vísi en að skaða einhvern annan, að neita að gera órétt sem ef til vill er venjulegt í næsta umhverfi manns, að halda fast við sín kristnu sjónarmið þótt maður vegna þess sé álitinn þröngsýnn og jafnvel hlægilegur. 60

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.