Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 13

Afturelding - 01.08.1959, Blaðsíða 13
AFTURELDING A. B. SIMSON: Uin gnðdóinleg:a lækiiiiis'ii. Það er mögulegt að missa hina miklu blessun guðdóm- legrar lækningar. Því dýrmætari sem reynslan er, sem þú hlýtur frá Guðs hendi, þess ákafar reynir óvinurinn að ræna henni frá þér. Þess vegna þarft þú að varðveita þennan heilaga fjársjóð með kostgæfni. Óhlýðni getur rænt þig henni, dæmandi samvizka getur spillt trúartrausti þínu, og synd sem þú umberð getur orðið að skýi milli þín og frelsarans, og þú getur ekki treyst honum eins og áður. Eftir að þú hefur þekkt Krist sem þinn lækni, þráir hann að þú nálgist hann betur og eignist meiri ábyrgðartilfinmngu gagnvart vilja hans; og þegar þér misheppnast að skilja og hlýða honum, kastar það skugga á trú þína og samband þitt við hann rofnar. Þess vegna, ef þú vilt vera í snertingu við hann, vertu honum undirgefinn. Þú átt að lifa í trú; ekki eftir tilfinningum þínum, heldur eftir leiðaráætlun, ekki eftir þínum eigin hug- myndum eða markmiðum, heldur reiða þig algjörlega á Guð. Þín eigin markmið vilja oft breytast, og ef þú ein- blínir á þau, geta þau leitt þig í ánauð. Hættu að treysta sjálfum þér og trúðu Drottni fyrir þér og varðveittu orð hans, bæði í blíðu og stríðu. — Allir sjómenn vita hvað „dauð leiðaráætlun“ þýðir. Þeir gera athugun þegar sólin skín og himininn er heiður, og sigla samkvæmt stefnu sem þeir tóku við þá athugun. Það getur verið að sólin skíni ekki vikum saman. En frá því augnabliki sem þeir ákváðu hnattlengdina og hnattbreiddina, sigldu þeir eftir „dauðri áætlun“. Minnstu þeirrar stundar þegar þú tókst trú á frelsarann og tókst á móti honum sem ævarandi sáttmála, sem þú treystir fullkomlega og reiddir þig á hann í öllum lilutum, hvort sem allt gekk að óskum eða ekki. Ilann er sá sami og hann var þér þá, og trúin fer í gegnum skugga og storma lífsins. Því að liann er hinn sami í gær og í dag og um aldir. Samneyti þitt við frelsarann er uppspretta lífs þíns. Treystu honum, dragðu líf frá honum hvert augnablik eins og rótin dregur næringu úr moldinni, eins og grein- arnar frá vínviðnum, eins og lungun draga að sér súr- efni úr andrúmsloftinu. Trú er tilfinningalíffæri, sem nærist á Guði, eins og líkaminn nærist á efnislegri fæðu. Postulinn táknar Heilagan Anda með drykk þegar hann segir: Allir höfurn vér drukkið af hinum eina og sama Anda. Það er ekki nóg að hafa skírst í Heilögum Anda fyir verkun trúar, við verðum að drekka af honum stöðug- lega. ' I Guð vill kenna þér þetta. Það er eðlishvöt hins nýja lífs sem þú hefur eignazt, en ekki hægt að læra eftir settum reglum. Það er aðeins hægt að læra það með því að lifa í trúnni. Þú finnur reynsluna í bænalífinu og þöglu samneyti þínu við frelsarann. Það er ekki víst að þú höndlir lækningu á því augnabliki þegar þú biður um hana, heldur getur lækningin komið smátt og smátt. Greinarhöfundur man eftir merkilegum vitnisburði, sem hinn mikli trúmaður Ethen Allen gaf, sem nýlega er látinn sem aldraður maður. Allen sagði frá hvernig hræðilegt krabbamein hefði kornið á andlit sitt. Vinir hans urðu óttaslegnir, en sjálf- ur lagði hann það rólega fram fyrir Drottin í bæn og fól honum það algjörlega. „En þó,“ sagði hann, „varð ég stöðuglega að draga líf frá Guði, og oft á dag lagði ég höndina á þjáningarstaðinn. Eftir nokkrar vikur visn- aði krabbameinið upp og^skyldi eftir sig dauft ör eins og til að sýna hvar það hefði verið.“ Hann hefur sjálfur orðið fyrir svipaðri reynslu í líf- inu, og einu sinni hefur sjúkdómur í lungum ógnað hon- um. Hann fór að líkt og Ethen Allen, og á rúmu ári livarf sjúkdómurinn. Gakk þú ekki eftir þínum eigin tílfinningum. Reyndu ekki að stjórna Guði. Beindu ekki athygli þinni að sveifl- unum í lífi þínu, gerðu lieldur eins og sáðmaðurinn sem Drottinn segir okkur frá. Hann sáði sæðinu í akurinn og svaf og reis á fætur nótt og dag meðan sæðið var að koma upp. Hann vissi ekki hvernig. Leyfðu Guði að gera sínar áætlanir með þig, og vertu iðinn í þjónustu hans. ; i ' Illt skap, hugsýki, vanheilagar hugsanir og óskir eitra blóð þilt, trufla taugakerfið og eyðileggja fyrir þér á- framhaldandi líf með Guði. Hins vegar, andi gléðinnar, áhyggjuleysi, göfugt og kærleiksríkt hjartalag, hressandi framkoma og friður, er 61

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.