Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 4

Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 4
AFTURELDIN G í STÓRBORGINNI VAR einmana maður á aðíangadag jóla. Hann saknaði einhvers, en var ekki fullkomlega viss um hvað það var. Hann braut heilann um hvað það gæti verið og loks komst hann að þeirri niðurstöðu, að það sem vantaði var einfaldlega jólagleðin. Það var kannski barna- legt, en liann hafði virkilega hlakkað til jólanna, en nú þegar jólin voru komin skorti jólagleðina. Það var hægara sagt en gert. Hvert gat maður snúið sér til að eignast jólagleði? Þegar hann hafði hugsað um þetta fram og aflur komst hann að þeirri niðurstöðu að jólagleðin hefði ef til vill falið sig úti í náttúrunni. Ef ég tek mcr göngu út fyrir borgina finn ég hana, hugsaði maðurinn. En það ætlaði að verða langt sótt. Hann gekk kíló- metér eftir kílómeter, en líðanin varð bara verri og verri. Það var auðvitað veðrinu að kenna. Það átti auð- vitað að vera snjór yfir allt, hrímkristallar á trjágrein- Allir menn þrá þennan frið, sem er alveg óháður ytri kringumstæðum. Eins er með þig, sem lest þessar línur. Þú þráir þennan frið. Þetta veizt þú. En það sem þú, ef til vill, hefur ekki vitað, er, að það er Jesús, hann sjálf- ur, sem gefur þér hann. Allir eru að leita að þér, sagði Pétur eitt sinn við Krist. Þetta er hinn sígildi sannleikur. Allir eru að leita að hvíld og friði, og þegar þeir finna Jesúm lýkur leit manna, því að þá hafa þeir fundið frið- arhöfðingjann sjálfan. Barn er oss fætt! Ó, mætti það verða reynsla þín um þessa fæðingarhátíð frelsarans, að hann fæddist þér, trú þinni, hjarta þínu, sem hinn persónulegi frelsari, er frels- ar þig frá syndum þínum og gefur þér eilíft líf. Þá getur þú tekið undir með þeim sem eiga reynsluna: Barn er oss fætt, sonur er oss gefinn! GleSileg jól! unum og sleðafæri. Svoleiðis fannst honum veðrið og færið hafa verið í æsku sinni. Kannski var það bara í- myndun ein, það var bara á jólakortum og í jólasögum, sem þetta var þannig. Þétt þoka huldi umhverfið og úðaregn gerði fötin vot og þung. Það var þegar auðfundið að ekki var jólagleð- ina að finna hér. Maðurinn tók næsta strætisvagn lieim, þunglyndari en fyrr af árangurslausri för. — Þú hefur ekki leitað á réttum stað, hugsaði hann með sjálfum sér. Þú hefðir heldur átt að halda þig innan húss og leita félagsskapar manna. Maður verður bara hryggur af að ganga svona um einsamall. Þú þarfnast tilbreytingar og skemmtunar. Þú varst boðinn til Matthí- asar heildsala um daginn. Farðu þangað núna! Sagt og gert! Samkvæmisfötin voru tekin fram. En það var eins og allt væri mótdrægt í dag. Flibbinn vildi ekki sitja rétt og vasaklútur fyrirfannst ekki, en iþetta voru auðvitað allt smámunir. Það versta var, að hvert sem litið var, vantaði það sem mest reið á: Jólagleð- ina. Allir voru leiðir á svip, fannst honum. Einkennilegt hvað fáir voru glaðir á svip. Margir voru miklu fremur þreylulegir, æstir og órólegir. Verzlunarfólkið var þreylt af hlaupum frá einu borði til annars í vöruhúsum og verz!- unum. — Allar þessar jólauppstillingar, hugsaði maðuriuri, allt þetta ljósaskraut — hvað hefur það að segja? Mús- mæðurnar eru ofþreyttar eftir hreingerningar og jóla- bakstur og fjölskyldufeðurnir kvarta undan sviinaiidl lui- Um upphæðum, sem fara fyrir jólagjafir og á hverju ári heita þeir því, að slíkt skuli ekki endurtaka sig. Loks er vinur okkar kominn til heildsalans. Þar eru yfir þrjátíu gestir og mikill veizlufagnaður í mat og drykk. Glæsilegt jólatré með rafljósum, ótölulegur fjöldi gjafa, flóð af jólablöðum af ýmsu tagi, fagurlega mynd- skreyttum. En enginn virtist gleðjast virkilega. Fjöl- skylduböndin þvinguðu fólkið til að heimsækja hvert annað, þótt það vildi helzt af öllu halda kyrru fyrir heima. Sumir gátu dulið geispana og aðrir reyndu það ekki, heldur geispuðu óþvingað án þess svo mikið sem að halda hendinni fyrir munninn. 68

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.