Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 5

Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 5
AFTURELDING Fólk Ieit í skyndi yfir sínar gjafir og annarra. Það var Heitt og móllulegt inni. Jólapappírinn lá í óreiðu út um allt og livert sem augað leit, var samrœmisleysi. Vinur okkar reis á fætur og þakkaði fyrir sig eiris fljótt og mögulegt var. Hann hélt til bústaðar síns með höfuðverk og í slæmu skapi. Ekki hafði honum tekizt að ná í jólagleðina hér. — Þú hefur leitað á skökkum stað, hugsaði liann. En hvar á að leita? Ó, nú veit ég það! Auðvitað! Heimskingi gát ég verið. Jólin eru þó hátíð barnanna. Þau kunna að halda jól. Hjá þeim er jóla- gleðin. Að ég skyldi ekki hugsa um þetta fyrr. Maðurinn efndi til boðs fyrir börn. IJann bauð börn- um systur sinnar og nokkrum öðrum fátækum börnum, sem hann þekkti í borgarhverfinu þar sem hann bjó. Það er ekki skemmtilegt afspurnar, en þetta mistókst líka. — Ég veit ekki hvernig þetta er. Börnin eru líka orðin öðruvísi, en þegar þú varst barn. Eða þá að þú ert orð- inn of gamall til að umgangast börn og skilja þau. Þecta var niðurstaða mannsins. Þau eru ekki eins og börn vocu fyrr. Nú geta þau talað í síma og lesið allt mögulegt, en ekki leikið sér á sama hátt og við, þegar við vorum börn. Hann lét þau leika leiki og verðlaunaði þann, sem vann, en það endaði með rifrildi og pústrum. Hann lét þau geta gátur, en annað hvort kunnu þau það ekki eða nenntu ckki að finna ráðningar. Hann reyndi að segja þeim sögur, en þær vöktu ekki áhuga þeirra. Og svo allt- af þessi spurning: „Skeði ekkert meira?“ Maðurinn hafði mikinn höfuðverk þegar börnin voru loksins farin. Hann var nú þunglyndari en nokkru sinni íyrr og hallaði sér aftur á bak í hægindastólnum sínum °g lokaði augunum til að hvíla sig lítið eitt. — Ó, jólagleði, jólagleði, hvar ert þú? andvarpaði niaðurinn. Ég hef ekki séð þig síðan ég var barn. Hefur þú flúið frá jörðinni og býrð nú aðeins í heimi minning- anna? Þá verð ég að flýja á náðir bernskuminninganna, kannski hressir það hug minn. Það hefði ég átt að gera strax, en ennþá er tími til þess. Nú fannst vini okkar að dyrnar opnast hægt og var- Hga og inn kom sægur af ljósklæddum, gullhærðum börn- Urn- Andlit þeirra Ijómuðu af kyrrlátri gleði. Þau héldu afram að streyma inn þar til þau fylltu algerlega her- i>ergið. Þau sögðu ekkert, en aðgættu hvern hlut með gaumgæfni Stundum tókust þau í hendur og dönsjiðu í hring, hægt og hljóðlaust. Þetta voru bernskuminning- arnar, sem komu í heimsókn. Hvert einstakt barnantia hom nú til mannsins, sem sat með lokuð augu. Þau lögðu mjuka arma um háls hans og hvísluðu eitthvað þétt við eyra hans svo að hlýr andardráttur þeirra lék um and- lit hans. — Manstu? Manstu? Manstu eftir hljóðinu þegar faðir þinn sneri lyklinum að dyrunum, sem lágu inn í herbergið þar sem jólatréð var geymt? — Já, ég man það vel. — Og manstu eftir ilminum af kertunum og gren- inu? Manstu þegar barrið sviðnaði og þetta sérstaka snark heyrðist? — Hvort ég man! — Manstu hvernig lyktin var upp úr kassanum utar. af tindátunum, þegar þú opnaðir hann? — Ég held ég muni ekki gleyma því þótt ég yrði níutíu ára! Á þennan hátt héldu þau áfram og sérhvert þeirra hafði eitthvað ljúft og skemmtilegt að minna á. í sama bili lauk hann upp augunum, — en þá sá hann að herbergið var tómt. Allt var á sínum ^tað og hann var einn. Minningarnar höfðu verið í stuttri heimsókn og nú, — þegar þær voru farnar, var hann meira einmana en nokkru sinni fyrr. Og jólagleðina höfðu þær ekki flutt með sér, eða að minnsta kosti tekið hana með aftur þeg- ar þær fóru. Augu mannsins hvörfluðu um herbergið og staðnæmd- ust loks eins og af tilviljun við gamla l>ók í slitnu leð- urbandi, sem stóð í bókahillunni.. Skyndilega var því blásið í brjóst honum að taka bók- ina og líta í hana. Þetta var gamla Biblían hans föður lians. Slitin var hún og næstum lyktaði af elli, fannst honum. Bókmerki lá í henni, þar sem hann fletti henni upp. Það var í Lúkasarguðspjalli, öðrum kapitula. Maðurinn las: „En það bar til um þessar mundir, að boð kom frá Ágústus keisara um að skrásetja skyldi alla heimsbyggð- ina. Þetta var fyrsta skrásetningin, er gjörð var, þá er Kýreníus var landstjóri á Sýrlandi. Og fóru þá allir til að láta skrásetja sig, hver til sinnar borgar. Fór þá einnig Jósef úr Galíleu frá borginni Nazaret upp til Júdeu, til borgar Davíðs, sem lieitir Betlehem, því að hann var af 'húsi og kynþætti Davíðs, til þess að láta skrásetja sig, ásamt Maríu heitkonu sinni, sem þá var þunguð. En á meðan þau dvöldust þar kom að því, að hún skyldi verða léttari. Fæddi hún þá son sinn frumgetinn, vafði liann reifum og lagði hann í jötu, af því að það var eigi rúm fyrir þau í gistihúsinu.“ Hann las og las. „Og í þeirri byggð voru fjárhirðar úti í haga og gættu um nóttina hjarðar sinnar. Og engill Drottins stóð hjá

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.