Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 6

Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 6
AFTURELDING þeim og dýrð Drottins Ijómaði í kring um þá, og urðu þeir mjög hræddir. Og engillinn sagði við þá: Verið óhræddir, því sjá, ég boða yður mikinn fögnuð, sem veitast mun öllum lýðnum. Því að yður er í dag frelsari fæddur, sem er Kristur Drottinn í borg Davíðs. Og hafið þetta til marks: Þér munuð finna ungbarn reifað og liggj- andi í jötu. Og í sömu svipan var með englinum fjöldi himneskra hersveita, sem lofuðu Guð og sögðu: Dýrð sé Guði í upphæðum og friður á jörðu með þeim mönnum, sem hann hefur velþóknun á.“ Maðurinn las og las, aftur og aftur. Og nú skeði nokk- uð merkilegt. Á meðan stór tár runnu niður kinnar hans, kom jólagleðin, sem hann hafði leitað að svo ákaft og víða. Hún kom og fyllti hjarta lians með sælu og friði, sem ekki varð um villzt. — 0, jólagleði, sagði maðurinn, ert þú hér? Hvar hefur þú verið allan tímann? Ég hef leitað og leitað að Iþér — og loks hef ég fundið þig! — Já, hér er ég, heyrðist honum svarað. Hér hef ég verið allan tímann. Ég hef beðið eftir þér í mörg ár og skildi ekkert í hvar þú varst. Já, þarna var jólagleðin. í þessu umhverfi, úti á völl- unum kring um Betlehem, undir stjörnubjörtum himni. Hjá hirðunum, hjá barninu í jötunni, þar var hún. í minningunum, helgustu minningum og reynslum kyn- slóðanna, þar var hún. — Það var gott að þú komst, sagði maðurinn. Nú verður þú hjá mér, ég veit það. Hann tók sig til og skrifaði þykk jólabréf til nokkurra, sem hann mundi allt í einu eftir. Hann keypti eitthvað gott handa öðrum, sem einskis væntu, hann varð eitt- hvað svo uppfinningasamur. Hann heimsótti gamalmenni og þá, sem voru einmana og héldu að allir hefðu gleyrnt sér. Það er nefnilega eins með jólagleðina og stjörnurnar. Þær geta ekki annað en lýst fólkinu. Frá Biblíuskólanum. Biblíuskólinn byrjaði að þessu sinni sunnudaginn 18. október s.l. og var slitið tveimur vikum síðar eða 1. nóv. Voru biblíulestrar hvern dag, nema mánudaga, klukkan 5 síðd. og á kvöldin, nema þau kvöld, sem vakningarsam- komur voru. Aðsókn að biblíulestrunum og almennu samkomunum var ágæt. Sóttu safnaðarmeðlimir vel samkomurnar, auk þess, sem þær voru vel sóttar af öðrum. Þátttaka utan af landi var svipuð og vant er og var mötuneyti fyrir skól- ann allan tímann. Biblíuskólakennari var eins og áður hefur verið sagt, Birger Ohlsson frá Svíþjóð. Hann var að góðu kunnur hér á Iandi síðan hann var hér árið 1955. Segja má að hafi hann sveiflað sverði Orðsins þá, gerði hann það ekki síður núna. Var það mál manna og duldist sjálfsagt fáum, að stöðuglega livíldi spámannlegur andi yfir honum. sem varpaði ljósi í hjörtun til rannsóknar og up])bygg' ingar. Birger Ohlsson er einn af þeim prédikurum í Svíþjóð, sem Guð hefur notað á sérstæðan hátt. Er það ekki sízt vegna þeirrar dásamlegu og áþreifanlegu opinberunar Guðs Anda, sem kemur fram í boðskap hans. Biblíuskólinn 1959 mun verða ógleymanlegur þeim er sóttu hann og sjálfsagt skilja eftir sig djúp spor í hjörtum þátttakenda. 70

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.