Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 7

Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 7
AFTURELDING 'zzJíltLiistcu) Meðfylg-jandi j»;rein er skrifuð af Erik Martinssyni, sem margir lesendur Aftureldingar kannast við síðan hann. var liér á íslandi. Hann hefur nú um nokkur ár verið kristniboði á Grænlandi, en er nú heima í Svíþjóð með fjölskyldu sinni og hefur tekið við ritstjórn dagskrárblaðs IBltA ItADIO. Grein þessi er send öllum blöðum Hvítasunnumanna um allan heim or; segir hún nokkuð frá árangri þess starfs, sem unnið er &eg:n um þennan merkilega trúboða vorra daga, IBItA ItADIO. — Ritstj. J ríkmannlegu heimili í borg eiimi í Portúgal liggur ung stúlka mjög veik. Hún hefur nýlega komizt til trúar gegn um IBRA-radíó. Við rúm sitt hefur hún stöð- uglega Nýja testamenti, sem er gjöf til hennar frá IBRA- vinum. Trúföst herbergisþerna les fyrir hana bréfin, sem hún fær frá hinum nýju trúsystkinum sínum og svar- ar þeim líka fyrir liana. Stundum hringir unga stúlkan til elztu dótlur forstöðumannsins í Hvítasunnusöfnuð- inum á staðnum. Hún er á líkum aldri og veika stúlkan. Þær tala saman í símanum og biðja jafnvel saman á þann hátt. Þær minna hvor aðra á vers úr Biblíunni og upp- örva hvor aðra. Læknirinn er forviða á breytingunni, sem orðin er á stúlkunni. Dag einn heyrði hún hann tala við foreldra hennar um þetta. Þá bað hún lækninn um samtal. — Ég heyrði hvað þér sögðuð við foreldra mína, sagði hún. En vitið þér af hverju þetta stafar? Það er vegna þess að ég hef tckið á móti Drottni Jesú í lijarta mitt. IBRA-radíó er útvarpsstöð sænskra Hvítasunnumanna, sem daglega sendir út fagnaðarerindið frá útvarpsstöð í Tanger í Afríku. Á hverjum degi kemur fjöldi bréfa, sem vitna um atburði líka þessum. Utvarpsstöðin sendir boð- skaj) sinn á 23 tungumálum, 6 klukkustundir daglega. Til landanna bak við járntjaldið og kaþólsku landanna við Miðjarðarhafið, er fagnaðarerindið sent daglega í tali og tónum. Mörg bréfanna, sem berast, vitna um hver árangur hefur orðið af sendingum þessum og hvernig fólk hefur frelsast fyrir boðskapinn gegn um IBRA-radíó. Ég hafði týnt hér saman nokkra slíka vitnisburði og hugsaði mér að skrifa stutta grein um þá. En við nán- ari athugun var efnið svo mikið að strax var fyrir hendi á átoat'p. IBRA-tríóið 8pilar inn dasskrárefni. Frá vinstri: Paul Hjelm, Eennart Jernestrand og- Haldo Mattson. efni í tíu slíkar greinar og þó vitum við aðeins lítið af því sem skeð hefur fyrir útsendingar IBRA. Við látum því nægja að bregða upp nokkrum myndum af árangri þessa merkilega útvarpstrúboðs og þýðingu þess. Nýlega fengum við bréf frá hermanni í útlendingaher- sveitinni í Afríku. Fyrir fimm árum hafði hann strokið að heiman frá trúaðri móður sinni. Enginn vissi hvar hann var niður kominn. Nú hafði hann mætt frelsara sínum gegn um að hlusta á IBRA. Móðir hans og söfn- uðurinn fengu þannig hænasvar eftir þessari leið. 71

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.