Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 11

Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 11
AFTURELDING var um að ræða að trúa á Drottin og ganga veg föstu og bænahalds og auka 'þannig trúna. , Þegar ég var boðinn velkominn til safnaðarins, fékk ég meðal annars þetta minnisorð: „Ekki með valdi né krafti heldur fyrir Anda minn, segir Drottinn hersveit- anna.“ Þetta orð varð mér mikið fyrirheit á erfiðum stundum og dimmum. Litli söfnuðurinn var líflegur og leit fram á við rneð djörfung. Trúhoðarnir í nágrenninu voru góðir samstarfs- menn, sem spöruðu hvergi krafta sína, en voru viljugir að fórna og berjast fram til sigurs í nafni Drottins. Það var erfitt fyrir mig að fá þann tíma, sem ég þurfti til bæna og lesturs Guðs orðs. Djöfullinn er áhugasamur að dreifa tíma manns í einskisverðum viðfangsefnum. í litlum söfnuði jiarf forstöðumaðurinn að gera allt. Hlutverk hans verður cins og ef einn maður á að spila á mörg hljóðfæri og þannig var jiað með mig. Eg átti að hugsa um allt bæði smátt og stórt og það tók tíma minn frá persónulegri uppbyggingu. Þar komu líka til greina frístundaáhugamálin. Eins og margir aðrir hafði ég mín tómstundaviðfangs- efni. En stór hætta liggur í því að þau verði þjónustan en þjónustan við Guð tómstundaviðfangsefni. Guð hjálpi °kkur. Hann vill fá okkur heil og óskipt! Það liðu tvö ár. Ég var að heiman og hafði biblíulestrarviku. Þetta var í september. I sambandi við biblíulestrana tók ég einn dag til föstu og bæna. Þá kom kall Drottins til mín enn að nýju til alfórnar og þjónustu. Mér fannst að ég befði þegar gefið Guði allt. Var það ekki nóg enn? Þá fékk ég að sjá jiá hlið málsins, sem ég hafði aldrei áður hugsað um. Oft er talað um í stórsamkomum okkar að gefast Guði að nýju. Hinir kristnu eiga þá að mæta Guði. En nú fékk ég í anda mínum að sjá Enok. Hann gekk með Guði í þrjúhuíndruð ár og var síðan tekinn beim af Drottni. Ég tók ákvörðun frammi fyrir augliti Guðs að gefa allt í trú. Það mátti kosta hvað sem kosta vildi. Nú eða aldrei. Bæn mín og loforð til Drottins var borin fram af hrærðu hjarta og heilögum ótta. »Nú, Guð, legg ég líf mitt í iþínar hendur og legg mig a altarið í eitt skipti fyrir öll og geri það ekki oftar svo framarlega að ég ekki falli í synd, en þá vil ég koma bl þín í auðmýkt og fá hjálp.“ Enok þurfti ekkert nýtt mót með Guði. Hann lifði með bonum dag hvern. Mér sýndist lífið einskis virði ef ég a*ti að lifa sjálfum mér. Þá byrjaði Jesús að tala til mín fyrir Heilagan Anda: ',í*egar þú hefur talað mitl orð til glataðra syndara, hefur þú boðið þe im að koma, og þeir sem hafa komið, Birjfer Ohlsson pródikar. hafa hlotið frelsi mitt, þegar þú hefur beðið fyrir þeim. Þeir, sem liafa viljað gefa allt. Þegar þú hefur talað um fyllingu Andans og endurnýjun, hefur þú gert eins og ég hef svarað. Hvers vegna hefur þú aldrei boðið mínum vesalings sjúku, líðandi börnum að koma, sem eru freist- uð og ákærð? Viljir þú gefa jiig sem alfórn, skal ég gera verkið.“ I neyð minni svaraði ég sundurkraminn: „Drottinn, ég veit ekki hvort ég hef náðargjöf lækningarinnar.“ Þá svaraði Jesús: „Það skaltu ekki hugsa um. Ég hef sagt þér að hiðja fyrir sjúkum.“ Þá gaf ég svar mitt: „Já, — Drottinn, ef að þú getur notað mig, ])á látlu það verða svo þennan stulta tíma, þangað til þú kemur.“ Á laugardagskvöldið' í þessari viku sá ég í Andanurn hrennifórnaraltari reist meðal safnaðarins. Gegnumjirengj- andi og eyðandi eldur brann á altarinu. Á meðan ég horfði á sýnina, sá ég mér til skelfingar að ég lá ekki á altarinu. Ég varð fyrir djúpum vonbrigðum. „Drottinn,“ sagði ég, „Hvers vegna er ég ekki á altar- inu? Ég gaf mig þangað á fimmtudaginn.“ 75

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.