Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 12

Afturelding - 01.12.1959, Blaðsíða 12
AFTURÉLDING Þá svaraði Andinn: „Birger, eins oft og þú hefur lagst á altarið, svo oft hefur þú farið niður aftur. Það er ekki þitt að fara upp á altarið, heldur var fórnin færð prestin- um og hann skal slátra fórnardýrinu og leggja það, á altarið. Þá liggur það kyrrt.“ Ég hafði aldrei, svo langt sem ég man, hugsað um þetta efni.-á þennan veg. Ég hrópaði upp í samkomunni: „Drottinn, taktu mig. Ég legg líf mitt og allt sem mitt er við fætur þínar. Gerðu við mig, það sem þú óskar.“ Ég varð gagntekinn af undursamlegum krafti og byr jaði að finna kraft endurlausnarinnar verka í lífi mínu. Strax í samkomum sunnudagsins var kraftur Guðs opinher. Þú fékk ég að bera fram boðskap um lækningu. Guð starf- aði kröftuglega og margir fengu snertingu af krafti hans. Nú hófst barátta upp á líf og dauða. Nú prófuðust fyrir- heiti Guðs. Nú þurfti að varðveitast í alfórn trúarinnar. Nú freistaði Satan. Tvisvar áður hafði ég mætt sömu köllun, en er reynslurnar komu, þorði ég ekki að taka sporið inn á þann veg, sem Drottinn vísaði mér. Á leiðinni heim til Tarnaby mætti ég fyrstu reynsl- unni. Ég ók á mótorhjóli. Þegar ég átti eftir um það bil 100 kílómetra heim, stanzaði vélin. Það var dimmt og skuggalegt og engar stjörnur sáust. Heima voru tvö af börnunum veik og það þriðja var að veikjast. Kona mín var þreytt og slitin af mörgum vökunóttum. Angistin greip sál mína og örvæntingin vildi þrengjast að. Ég kraup á kné við mótorhjólið og hrópaði á Guð. Allt í einu var eins og Satan væri við hlið mína og talaði við mig. Því verður ekki með orðum lýst. Hann gerði voða- legar freistingaárásir á mig. „Nú sérðu hvernig fer,“ byrjaði hann, „þegar maður gefur sig Guði algerlega til að þjóna honum. Börnin liggja veik heima. Hér liggur þú og hrópar á Guð, en hann hjálpar þér ekki einu sinni að koma í gang mólorhjólinu.“ Ég þekkti þessa rödd. Drottinn hafði kennt mér að þræta ekki við hann og þess vegna svaraði ég engu. Það eina, sem máli skipti var að vera heilshugar við Guð. Ég hugsaði að hann vildi ef til vil] kenna mér eitthvað í þessum erfiðu kringumstæðum. Ég sneri mér að því að leita að biluninni á mótor- hjólinu. í blöndungnum fann ég litla málmflís, sem hindr- aði benzíngjöfina. Þetta fann ég við birtuna af litla vasa- Ijósinu mínu. Þá var sem ég heyrði Heilagan Anda segja: „Birger, það er sama hvað maður biður og hrópar, ef eitthvað af eigin réttlæti og sjálfselsku er í veginum. Það hindrar olíustrauminn.“ Ég lyfti höndum móti himninum og hrópaði til Drott- ins: „Sé það eitthvað meira, þá lýstu inn í líf mitt, þú sem hefur hið eih'fa ljós. Hreinsa mig, helga mig og frelsa 76 mig frá öllu, sem hindrar að olían renni frá þér inn í líf mitt. Láttu þitt volduga 1 jós þrengja sér í gegnum alla veru mína, því að nú vil ég heldur deyja en taka fórn mína til baka.“ Ég grét og hrópaði hástöfum á Guð á meðan ég ók í gegn um dimman skóginn. Freistarinn var enn við hlið mér og reyndi að fá mig til að taka fórn mína til baka. Baráttan var svo áköf og stórkostleg að stundum var sem ég kæmizt varla lengra. Ég hrópaði til Drottins: „Guð, stendur ekki skrifað: Ákalla mig á degi neyðar- innar, ég mun frelsa þig og þú skalt vegsama mig, og: Guð er oss hæli og styrkur, örugg hjálp í nauðum? Hefur þú ekki sagl þetta í þínu orði, Guð?“ Ég var sundurmarinn frammi fyrir Drottni, jafnfyamt sem ég óttaðist að tapa stríðinu. Það var dimmt í sál minni. Ljósið á mótorhjólinu bilaði líka, svo að myrkrið var fullkomið. Margir kílómetrar voru enn í heimili mitt í fjallabyggðinni. Þegar ég nú fékk þessa djörfung fyrir trúna, hrópaði ég enn til Guðs svo bergmálaði í skóginum. Ég var frjáls, þar sem ég vissi ekki af nokkrum manni nálægt mér. „Guð, sérðu mig nú? Veiztu um mig? Hugsarðu til mín?“ Allt í einu var sem skýjunum væri svipt burtu. Him- ininn varð heiðskýr og tunglið skein. AHt baðaðist geisl- um þess. Aldrei fyrr fannst mér ég hafa séð ljós nætur- innar skína svo skært. Samstundis var sem Guð segði við mig: „Sérðu nú að ég sé þig? Á þennan hátt skal ég láta Ijós auglitis míns lýsa yfir þig, og vera þér náðugur.“ Ég fylltist af yfirjarðneskri sigurgleði.- Fögnuður og þakklæti brauzt fram úr sál minni. Ég hélt áfram ferð minni í Guðs dýrðlega mánaskini og í krafti Heilags Anda. Þreyttur var ég orðinn. Nóttina áður hafði ég vakað og fastað þennan dag vegna hinna sjúku heima. Það var sem mig grunaði að erfiðleikar kæmu. Þegar eftir voru fimrntíu eða sextíu kílómetrar af leiðinni kom ég á stað þar sem trúað fólk bjó. Ég vakti húsbóndann og bað hann að aka mér heim, sem hann gerði. Guð greip inn í veikindin á heimili mínu á undursamlegan hátt. Ég fékk í sannleika að sjá, að Guð er trúr og stendur á bak við orð sitt. Það er þannig, eins og fyrr er nefnt, að þegar fórnin er framborin, skal æðsti presturinn slátra henni og það fékk ég að reyna. Páll postuli segir: „Þín vegna erurn vér deyddir allan daginn, erum metnir sem sláturfé.“ Ljósið, sem ég hafði beðið um, köm með miklum krafti yfir líf mitt. Margt varð synd, sem ég hafði aldrei áður kallað synd. Prédikaraheiður minn1 og metnaður, stoit mitt og starf í fimmtán ár fór að brenna. Það varð mikið

x

Afturelding

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Afturelding
https://timarit.is/publication/406

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.